19.3.2010 | 21:17
Ég óskaði þess að þeir myndu drepa mig
Er einelti á þínu vinnustað, veistu um einelti á þínum vinnustað en horfir á gerir ekkert eða tekur ómeðvitað þátt í eineltinu, eða með þögninni ertu meðvirkur spurnin sem hver verður að svara fyrir sjálfan sig ???
Ég óskaði þess að þeir myndu drepa mig. Það er ljótt að segja það en þetta hugsaði ég stundum. Það andlega ofbeldi sem ég upplifði í grunnskóla var margfalt verra og áhrifameira en það líkamlega. Sérstaklega þegar til lengri tíma er litið, segir Sigurður Hólm Gunnarsson, baráttumaður gegn einelti, sem upplifði sjálfur langvarandi einelti í æsku.
Ég var kallaður Siggi slef af bekkjarfélögum mínum allt þar til ég útskrifaðist úr grunnskóla. Ég lenti í einelti nær alla mína grunnskólatíð og það eru ekki ýkjur að sú reynsla hafi haft mikil áhrif á líf mitt og tilfinningar, segir Sigurður Hólm.
Ég vonaðist stundum til þess að ég yrði barinn það alvarlega að ég myndi lenda uppi á sjúkrahúsi. Á slæmum dögum vonaðist ég jafnvel til að ég yrði drepinn. Þá loksins myndi fólk gera sér grein fyrir líðan minni, þá fyrst fengju ofbeldisseggirnir kannski makleg málagjöld, segir Sigurður Hólm.
Umfjöllun DV um einelti er haldið áfram í helgarblaði DV sem kemur út í dag. Sérfræðingar sem DV leituðu til segja mikilvægt að koma á óháðu teymi sérfræðinga í eineltismálum sem hefur það hlutverk að koma þeim 4.500 börnum til bjargar sem upplifa einelti í grunnskólum. Að mati sérfræðinganna ber skólanum að tryggja öryggi nemenda í hvívetna. Þeir telja að flestir skólar reyni að sinna skyldu sinni en of mörg tilfelli séu þar sem skólarnir hafa hvorki getað stöðvar einelti né sinnt því að nokkru leyti. Slíkt getur að mati þeirra sérfræðinga sem DV leitaði til eyðilagt börnin til lífstíðar og í versta falli leitt til sjálfsvíga þolenda eineltis.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.