22.3.2010 | 21:26
Íslandi stjórnað af kúlulánsþegum
Kúlulánsþegar eru látnir stjórna Íslandi, hjá nýju viðskiptabönkunum eða hinu opinbera skiptir það engu máli hvort nýráðnir starfsmenn hafi áður tekið hundraða milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa og þykir það hin mestu og bestu meðmæli já sukkið prýðir víst manninn nú. Þrír kúlulánþegar sem áður störfuðu hjá Askar Capital, Glitni og Kaupþingi sitja nú í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd nýju viðskiptabankanna. Kúlulánþegi er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Margir af fyrrverandi toppum hjá helstu útrásarfyrirtækjum landsins sitja nú í stjórnum hinna ýmsu fyrirtækja fyrir hönd nýju viðskiptabankanna. Kúlulánþegi er auk þess forstjóri Bankasýslu ríkisins. Þrír kúlulánþegar sem störfuðu hjá Askar Capital, Glitni og Kaupþingi sitja nú í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd viðskiptabankanna.
Þekktasti stjórnarmaðurinn er þó líklegast Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri Vestia sem er dótturfyrirtæki Landsbankans. Hann starfaði áður sem yfirmaður alþjóðasviðs Landsbankans og hefur verið nefndur einn af arkítektum Icesave. Hann situr í stjórn ellefu eignarhaldsfélaga fyrir hönd Landsbankans. Steinþór er stjórnarformaður Húsasmiðjunnar auk þess að sitja í stjórnum fyrirtækja eins og Teymis og Geysis Green Energy.
Elín Jónsdóttir, sem nýlega var ráðin forstjóri Bankasýslu ríkisins, skuldaði skilanefnd Glitnis 120 milljónir króna í lok árs 2008 vegna kúluláns til hlutabréfakaupa í Arev-verðbréfum. Lánið tók hún þegar hún var framkvæmdastjóri Arev í gegnum eignarhaldsfélagið Baðm. Þegar hún lét af störfum hjá Arev í mars 2009 tók Jón Schveving Thorsteinsson, stjórnarformaður Arev, yfir félagið Baðm og þannig slapp Elín við að greiða lánið. Stuttu síðar fór Elín að vinna fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis til að skrifa um bankahrunið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Hvers vegna ætli maður söngli orðið alltaf lagbútinn í dag er ég reiður í dag vil ég brjóta. Þetta er ekki einu sinni orðið fyndið lengur hvernig elítan hagar sér.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.3.2010 kl. 22:43
Nei Jón það er ekki lengur fyndið
Rauða Ljónið, 22.3.2010 kl. 22:48
Bara skelfilegt í einu orði sagt.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.3.2010 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.