Leita í fréttum mbl.is

Íslandi stjórnað af kúlulánsþegum

Kúlulánsþegar eru látnir stjórna Íslandi,  hjá nýju viðskiptabönkunum eða hinu opinbera skiptir það engu máli hvort nýráðnir starfsmenn hafi áður tekið hundraða milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa og þykir það hin mestu og bestu meðmæli já sukkið prýðir víst manninn nú. Þrír kúlulánþegar sem áður störfuðu hjá Askar Capital, Glitni og Kaupþingi sitja nú í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd nýju viðskiptabankanna. Kúlulánþegi er forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Margir af fyrrverandi toppum hjá helstu útrásarfyrirtækjum landsins sitja nú í stjórnum hinna ýmsu fyrirtækja fyrir hönd nýju viðskiptabankanna. Kúlulánþegi er auk þess forstjóri Bankasýslu ríkisins. Þrír kúlulánþegar sem störfuðu hjá Askar Capital, Glitni og Kaupþingi sitja nú í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd viðskiptabankanna.

Þekktasti stjórnarmaðurinn er þó líklegast Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri Vestia sem er dótturfyrirtæki Landsbankans. Hann starfaði áður sem yfirmaður alþjóðasviðs Landsbankans og hefur verið nefndur einn af arkítektum Icesave. Hann situr í stjórn ellefu eignarhaldsfélaga fyrir hönd Landsbankans. Steinþór er stjórnarformaður Húsasmiðjunnar auk þess að sitja í stjórnum fyrirtækja eins og Teymis og Geysis Green Energy.

Elín Jónsdóttir, sem nýlega var ráðin forstjóri Bankasýslu ríkisins, skuldaði skilanefnd Glitnis 120 milljónir króna í lok árs 2008 vegna kúluláns til hlutabréfakaupa í Arev-verðbréfum. Lánið tók hún þegar hún var framkvæmdastjóri Arev í gegnum eignarhaldsfélagið Baðm. Þegar hún lét af störfum hjá Arev í mars 2009 tók Jón Schveving Thorsteinsson, stjórnarformaður Arev, yfir félagið Baðm og þannig slapp Elín við að greiða lánið. Stuttu síðar fór Elín að vinna fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis til að skrifa um bankahrunið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvers vegna ætli maður söngli orðið alltaf lagbútinn í dag er ég reiður í dag vil ég brjóta. Þetta er ekki einu sinni orðið fyndið lengur hvernig elítan hagar sér.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.3.2010 kl. 22:43

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Nei Jón það er ekki lengur fyndið

Rauða Ljónið, 22.3.2010 kl. 22:48

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Bara skelfilegt í einu orði sagt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.3.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband