26.3.2010 | 21:53
Jarðskorpuhreyfingar við Eyjafjallajökul mælast úr geimnum
Jarðskorpuhreyfingar við Eyjafjallajökul mælast úr geimnum
Með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda má meta hreyfingar jarðskorpunnar með allt at 5-10 millimetra nákvæmni. Notaðar eru myndir úr ratsjárgervitunglum og aðferðin sem beitt er við samanburðinn kallast bylgjuvíxlmælingar, en gerður er nákvæmur samanburður á hvernig ratsjármerki frá gervitunglum endurkastast af jörðinni á mismunandi tímum. Með þessari aðferð hafa nú fengist mælingar á jarðskorpuhreyfingum í kringum Eyjafjallajökul frá september 2009 og fram til 20. mars, en gosið hófst þá um kvöldið. Mælingar sýna miklar hreyfingar jarðskorpunnar bæði norðan og sunnan jökuls vegna kvikuinnskots inn undir jökulinn. Jarðskorpuhreyfingarnar koma fram sem litamunstur þar sem hver heil bylgjulend (breyting í litaskala) táknar tilfærslu jarðskorpunnar um 1.5 cm. Myndirnar tvær sýna breytingu í fjarlægð frá jörð til gervitungls fram til 20. mars en gosið hófst þá um kvöldið. Þetta eru fyrstu bylgjuvíxlmyndirnar í röð sambærilegra mynda sem vonast er til að sýni þróun gossins.
Bylgjuvíxlmyndirnar eru búnar til úr myndum sem hið þýska TerraSAR-X gervitunglið safnaði. Rannsóknir á þessum gögnum eru unnar í samvinnu Norræna eldfjallasetursins á Jarðvísindastofnun, Tækniháskólans í Delft í Hollandi og Háskólans í Wisconsin-Madison, USA. Myndirnar eru unnar af Andy Hooper í Delft.
Tengiliðir: Rikke Pedersen (rikke@hi.is), Martin Hench (martinh@hi.is), Andy Hooper (a.j.hooper@tudelft.nl), Kurt Feigl (feigl@wisc.edu), Amandine Auriac (ama3@hi.is), Freysteinn Sigmundsson (fs@hi.is)
Radarmynd tekin út flugvél Landhelgisgæslunnar 24. mars 2010 |
Mynd: Páll Einarsson
Kort: Eyjólfur Magnússon
Nánari upplýsingar um staðsetningu gossprungunnar á myndum sem teknar voru í flugi yfir jökulinn 19. mars 2010 (pdf skjal)
Modis hitamynd af svæðinu sýnir greinilega staðsetningu gossins:
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Umhverfismál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Athyglisvert. Eyjafjallajökull er greinilega enn í hættu við að gjosa ef marka má þensluna og hreyfinguna þarna norðvestanvið. Það sem vekur þó mesta athygli er þessi modis mynd. Það er mjög dökkur og víðfeðmur blettur, sem spannar alla skálina á Myrdalsjökli. Ætli það þýði að þar sé grunnt á svona gríðarlegu kvikuhólfi?
Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2010 kl. 23:29
Já þar er mikil spenna síðan má spyrja í hvort kvikuhólfið fyllist fyrst í Mýrdalsjökul aða Eyjarfjalla. Séu tengsli þar á milli en búast má við að gosið fari inn á Eyjarfjallajökull að austanverðu og komi þar upp.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 26.3.2010 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.