Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur Bjarnason, lektor vill ekki gjafir frá Iceland Express

Vilhjálmur Bjarnason, lektor , segist ekki vilja þiggja gjafir frá fyrirtæki í eigu manns sem hafi sennilega orðið uppvís að því að tæma banka. En hann neitaði að taka við flugmiða frá Iceland Express í gærkvöldi eftir sigur með liði sínu í spurningakeppninni Útsvar á Ríkissjónvarpinu. Hann segir ekki við hæfi að slíkt fyrirtæki dreifi gjöfum með þessum hætti.vilhjalmur_bilde.jpg

Vilhjálmur Bjarnason, lektor og hluthafi Glitnis var í sigurliði Garðabæjar í spurningakeppninni Útsvar sem fór fram á RÚV í gærkvöldi. Í verðlaun var ferðaávísun frá Iceland Express, sem er flugfélag í eigu Pálma Haraldssonar fjárfestis. Pálmi er grunaður um að hafa misbeitt valdi sínu í Glitni til að hagnast á því persónulega, eins og greint hefur verið frá í fréttum í vikunni. Vilhjálmur neitaði að taka við ferðaávísuninni.

„Ég tel það bara ekki vera við hæfi að fyrirtæki sem er í eigu manns sem hefur orðið uppvís að sennilega að tæma banka að hann sé að dreifa gjöfum með þessum hætti. Ég er allavega ekki í standi til að þiggja þær gjafir. Ég tapaði verulegum fjármunum á gjaldþroti Glitnis og það hefur verið sýnt fram á hvernig tekið var út úr bankanum,

Í gærkvöldi var stofnuð Facebook síða undir heitinu „Vilhjálmur Bjarnason með prinsippin í lagi." Í hádeginu höfðu um 600 manns skráð sig á síðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband