8.5.2010 | 20:29
Jóhannes bestur í að reka Bónus
Fjöldinn af frábæru menntuðu fólki úr heimi bankanna er flúinn land. Við erum að missa fólkið sem kann og getur í heimi fjármálanna bara af því það vann í bönkunum. Þá er það tabú ef stjórnendur sem þekkja Jón Ásgeir eru á lausu, þá fá þeir enga vinnu þrátt fyrir það að menn vita þeir eru þeir bestu sem völ er á. Ég er að tala um yfirmenn í fyrirtækjum og bönkum. Í Þýskalandi eftir stríð voru menn sem höfðu sannarlega unnið með áður ríkjandi valdhöfum beðnir um að hjálpa til við uppbyggingu þjóðfélagsins. Þeir voru taldir ómissandi. Hér heima ríkir stjórnleysi, getuleysi og allt er í einni þvælu.
Hvernig má það vera að Jóhannes í Bónus geti ekki átt Haga? Hagar eru að skila milljörðum. Hversvegna fær Óli Óla að halda Samskipum en Jóhannes ekki? Það er vitað í heimi bankanna að þarna ráði pólitík för. Ef það er halli á ríkisjóð, er þá engin ríkisstjórn? Færum við að reka landið? Jóhannes er sá sem kann best að reka fyrirtækið ásamt sínu fólki. Hvað ætlar bankinn að gera? Láta einhvern annan í að reka fyrirtækið? Það mun þá að öllum líkindum hrynja og þetta veit bankinn, en vegna þess að Gylfi Magnússon og undirtyllur beita þrýstingi þá skal það vera þannig að Jóhannes eigi ekki að reka Haga. Það er í hæsta máta óeðlilegt að þeir sem kunna, geta og hafa alla þekkingu sem þarf til að reka fyrirtækið séu og fái ekki að njóta sömu kjara og aðrir í sambærilegri stöðu. Það að þetta skuli vera hægt - að koma í veg fyrir það af stjórnmálamönnum, ráðherrum, ásamt Morgunblaðinu og öfgahægrimönnum, að Hagar verði ekki á hendi Jóhannesar er rugl. Allt er gert til að koma í veg fyrir að það takist.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Minn kæri SIgurjón, hvað er nú upp á teningnum?
Ert virkilega að segja að Jóhannes hafi rekið Haga? Hvaðan kemur þér slík firra í hug?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2010 kl. 20:50
Jóhannes, fyrirverandi kona hana og móðir Jóns Ásgeirs og svo Jón Ásgeir sjálfur skulda 300 milljarða sem er næstum því tvöföld Icesave skuldin... kann þetta fólk að reka fyrirtæki ? Búið að setja heila þjóð á hausinn... kanntu annan ?
Brattur, 8.5.2010 kl. 21:00
Sæll. Heimir þessi færsla var sett inn til að vekja umræður hér er hún í heild en hún er eftir Bubba
Rauða Ljónið, 8.5.2010 kl. 21:15
Dastu nokkuð á höfuðið Sigurjón?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.5.2010 kl. 21:19
Sæll. Brattur setti link inn við þessa færslu sem upphaflega skrifaði hún var eftir Bubba og sett inn til að skapa umræðu þakka svarið.
Kv Sigurjón
Rauða Ljónið, 8.5.2010 kl. 21:20
Nei. ,,, Silla mín gaf konunni nýtt kökukefli í dag það gamla brotnaði í gær þegar ég var að bloga inn á þig, er sár í hnakkanum.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 8.5.2010 kl. 21:22
Það hlaut að vera
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.5.2010 kl. 21:24
Skipsstjóri sem stæli öllum aflanum og kæmi með tómt skip að landi, fengi varla að taka við nýa skipinu.
Dingli, 8.5.2010 kl. 22:01
Já Dingli það má segja það.
Rauða Ljónið, 8.5.2010 kl. 22:17
Góður ! og ég meina ÞÚ ert góður... það eru aðrir sem eru vondir... ég tek gleði mína aftur
Brattur, 9.5.2010 kl. 00:06
Takk. Brattur.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 9.5.2010 kl. 00:21
Ég var núna fyrst að vakna af þunglyndinu sem greip mig eftir lestur pistils þíns í gær, Sigurjón. Sem betur fer var það bara Bubbi sem skrifaði þetta eða Baugur í hans stað. Tek gleði mín aftur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.5.2010 kl. 12:07
Sæll. Heimir takk, Bubbi er nú með baug á hverjum fingri glópagull, gott að þú takir gleðina aftur hún er lífsins gildi, hvort hann hafi skrifað frá eigin brjóstið eða eigi veit ég ekki, eins og ég sagði setti ég þetta inn til að skapa umræðu og vekja upp hugsanir um ástandið, hinsvegar hringdi bróður minn í mig um hálf ellefu í gærkveldi og spurði mig hvort ég væri endalega Klepptækur eftir skrif mín las ekki allt já hann las yfir mér, ég á góðan bróðir hann bauðst til að keyra mér inneftir, en eftir eð ég skírði honum gang mála og hversvegna ég setti þetta inn ætlar hann að bíða með það fram í næstu viku.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 9.5.2010 kl. 21:01
Gott að eiga skilningsríkan bróður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.5.2010 kl. 21:33
Já gott að eiga góða að.
Rauða Ljónið, 9.5.2010 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.