Leita í fréttum mbl.is

Katrín Jakobs. ætti að segja af sér

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður VG styður þingsályktunartillögu um að Alþingi fari þess á leit við ríkissaksóknara að hann dragi til baka ákæru gegn níumenningunum svokölluðu fyrir árás á þingið í búsáhaldabyltingunni í ársbyrjun 2009.

Þetta kemur m.a. fram í Pressuspjallinu við Katrínu.

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi dragi til baka ákæru gegn níumenningunum. Eins og Pressan greindi frá í vikunni kom til lítilsháttar átaka í héraðsdómi Reykjavíkur þegar málið var tekið fyrir, en um 300 manns komu saman í héraðsdómi til að mótmæla ákærunum.

Katrin segir við Pressuna um að hún muni styðja þessa þingsályktunartillögu. Það væri skynsamleg ráðstöfun af hálfu Alþingis að fara þessa leið, þótt hún sé þeirrar skoðunar að Alþingi eigi ekki að skipta sér af dómsvaldinu.“

Smáfuglarnir telja eftir lestur þessa texta, að Katrín Jakobsdóttir hefði mestan sóma af því að segja af sér ráðherraembætti. Þingmaður með jafntruflaða dómgreind og fram kemur í þessu viðtali á ekkert erindi í ráðherrastól. Hún ætti raunar einnig að segja af sér þingmennsku, úr því að hún ber ekki meiri virðingu fyrir stjórnarskránni en fram kemur í orðum hennar og afstöðu til tillögu Björns Vals.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband