Leita í fréttum mbl.is

Láglauna bankamaður vill hálfan milljarð í ógreiddan bónus og ágreiningur fer fyrir dóm

  Láglauna bankamaður gerir nú kröfu um að þrotabú Landsbankans greiði sér hálfan milljarð króna í ógreiddan bónus sem greiða átti árið 2007 fékk sama ár rúmlega tvö hundruð milljónir krónar greiddar í bónus. Dæmi eru um að sviðið sem hann stýrði hafi greitt bónusa sem voru hærri en tekjur sviðsins á sama tímabili.

 Fyrrverandi framkvæmdastjóri og láglauna bankamaður verðbréfasviðs Landsbankans. Hann lýsti tveimur kröfum upp á samtals 490 milljónir króna í þrotabú Landsbankans. Báðar greiðslurnar eru vegna vangreiddra bónusgreiðslna sem láglauna maðurinn telur sig eiga inni hjá hinum gjaldþrota banka. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns láglauna mannsins, er um að ræða samningsbundnar greiðslur sem átti að inna af hendi hinn 1. desember 2007.

Slitastjórn Landsbankans sem er í raun eiginlegur skiptastjóri þrotabús bankans, hafnaði kröfum láglauna mannsins. Hann hefur mótmælt þeirri niðurstöðu og verður ágreiningur um kröfurnar borinn undir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er að finna forvitnilegar upplýsingar um bónusgreiðslur til Láglauna mannsins Steinþórs Gunnarssonar og sviðsins sem hann stýrði. Þar kemur fram að árin 2004 og 2005 voru upphæðir bónusa þær sömu þótt tekjur væru breytilegar. Eins má finna tilvik þar sem tap er á rekstri sviðsins og tekjur eru neikvæðar um 350 milljónir króna í nóvember 2007. Samt sem áður voru greiddar 25 milljónir króna í bónus til starfsmanna sviðsins mánuðinn þar á eftir. Á þremur mánuðum frá september til nóvember 2007 voru tekjur sviðsins ríflega 178 milljónir króna en bónusgreiðslur námu 194 milljónum króna fyrir sama tímabil. Með öðrum orðum, starfsmenn sviðsins sem Steinþór stýrði fengu hærri bónusgreiðslur en sem námu tekjum sviðsins.

Heildarbónusgreiðslur Landsbankans til Steinþórs á árinu 2007 námu 213 milljónum króna, en heildarlaun hans voru tæplega 30 milljónir króna á mánuði árið 2007.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Verður er verkamaður launa sinna.

Dingli, 19.5.2010 kl. 22:29

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Satt seigurðu Dingli.

Kv. Sigurjón 

Rauða Ljónið, 19.5.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hann má ekki svelta eyminginn.

Þráinn Jökull Elísson, 19.5.2010 kl. 22:43

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Á ekki orð yfir hjartahlýju þinni Þráinn ég er með tár á hvarmi.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 19.5.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband