20.5.2010 | 16:50
Ársreikningi Hafnarfjarðarbæjar breytt að hætti gömlu bankana.
Getur það verið rétt að Samfylkingin í Hafnarfirði hafi breytt ársreikningi Hafnarfjarðar að hætti gömlu bankana. ?
Veit Samfylkingin ekki að verið sé að lögsækja stjórnendur gömlubankana fyrir þann ólöglega gjörning sem hún er einnig hér sökuð um ?
Nú verður Samfylkingin í Hafnarfirði að svara fyrir sig og skíra málið fyrir bæjarbúum hvort hér sé rétt farið með.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði gagnrýna harðlega þau vinnubrögð meirihluta Samfylkingarinnar að hafa breytt ársreikningi bæjarins 2008 þannig að rekstrarhalli samstæðunnar, þ.e. A og B hluta var ekki 4,2 milljarðar heldur hvorki meira né minna en 5,6 milljarðar króna. Um þetta var meðal annars tekist á um á rúmlega 11 klst. löngum bæjarstjórnarfundi í gær þar sem ársreikningar bæjarsjóðs 2009 voru til umræðu.
Í endurskoðuðum ársreikningi 2009 kemur fram að söluhagnaður af eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja reyndist tæplega 1,5 milljarði króna lægri en bókfært var í ársreikningi ársins 2008. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem hafði fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar til skoðunar s.l. vetur hafði óbreyttan ársreikning 2008 til grundvallar við mat á fjárhagslegri stöðu bæjarfélagsins.
Einnig var tekist á um þá ákvörðun Samfylkingarinnar að nýta sér nýja heimild í reikningsskilum um að færa lönd og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi bæjarins til þess eins að þenja út efnahagsreikninginn og auka þannig rými til nýrrar lántöku og framlengingar eldri lána.
Þá benda Sjálfstæðismenn á að fjárhagsáætlun sem samþykkt var um s.l. áramót hafi gert ráð fyrir 500 milljóna króna rekstrarafgangi en niðurstaðan nú við endurskoðaða ársreikninga hafi orðið meira en 2 milljörðum króna lakari. Heildarskuldir Hafnarfjarðarbæjar eru nú 41,7 milljarðar króna og því nema nú skuldir bæjarins 1,6 milljón króna á hvern bæjarbúa. Þetta þýðir að skuldabaggi bæjarins er um 9 milljónir króna á hverja fimm manna fjölskyldu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.