Leita í fréttum mbl.is

Engum heilvita erlendum fjárfesti dettur í hug að fjárfesta í landi með slíkan feril í hagstjórn.

Þetta kom fram í máli Davíðs Schevings Thorsteinssonar á fundi félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. Hann sagði að hár fjármagnskostnaður og óstöðugt gengi gerði það að verkum að það hafi ekki og sé ekki hægt að reka útflutningsfyrirtæki á Íslandi, nema í stóriðju og sjávarútvegi.

Erindi Davíðs bar yfirskriftina „Hvað þurfum við að gera til að við og niðjar okkar viljum búa hér?“ og svar hans var að við þyrftum við að afla erlends gjaldeyris til að geta flutt inn nauðsynjavörur. Sagði Davíð:

Við verðum að flytja út til þess að geta flutt inn. Það þarf að vera hægt að reka hér samkeppnishæf fyrirtæki í útflutningi.

Hann sagði að fjármagnskostnað vera mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar. Fjármagnskostnaðurinn og sveiflukennt gengi íslensku krónunnar valdi því að engin heilbrigð starfsemi getur staðið undir sér. Hann bætti við að engum heilbita erlendum fjárfesti dytti í hug að fjárfesta í landi með slíkan feril í hagstjórn.

Útlendingar hafa aldrei viljað fjárfesta í öðrum útflutningsatvinnugreinum en í sjávarútvegi, orkugeiranum og stóriðju. Undantekning frá þessu eru fyrirtæki í hugbúnaðar- og stoðtækjagerð en það er einungis vegna þess að þau hafa sagt sig úr lögum við Ísland og reki starfsemi í erlendri mynt.

Hann sagði að skattalækkanir væri ágæt leið til að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja en það skipti þó mestu um að þau gætu starfað við svipaðan fjármagnskostnað og jafnstöðugt gengi og fyrirtæki í nágrannalöndum okkar.

Davíð vék að áformum um aðildarumsókn Íslands að ESB. Sagðist hann hafa stutt inngöngu Íslands í EFTA og EES á sínum tíma vegna þess að þá var verið að taka sem mest völd af íslenskum möppudýrum, embætts- og stjórnmaálmönnum.

Hvaðst hann styðja aðildarviðræður Íslands að ESB að sömu ástæðum og bætti við:

Ég er fylgjandi á ða aðild Íslands að ESB verði reynd í fullri alvöru, vegna þess klúðurs sem verið hefur í  efnahagsstjórn á Íslandi þau 80 ár sem ég hef lifað og ég trúi ekki að manninum verði að vana sínum að míga upp í vindinn.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband