Leita í fréttum mbl.is

Það er víst pláss fyrir stækkun álvers í Straumsvík.

Mörður Árnason fer stórum orðum um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík í Blaðinu  á  laugardag 20  Hann hefur þá skoðun að íslenska stóriðjuákvæðið samkvæmt Kyoto-samningnum rúmi ekki stækkun álversins í Straumsvík. En Mörður gerir eina regin skyssu í reikningum sínum. Stjórnvöld hafa þegar gefið út starfsleyfi fyrir stækkun í Straumsvík og hefur fyrirtækið því leyfi til að framleiða allt að 460 þ.t. af áli á ári. Ef lögð eru saman starfsleyfi allra álveranna þá fæst vissulega tala sem er hærri en sú sem nefnd er í Kyoto samningnum, en Norðurál hefur ekki ennþá ákveðið að nýta sér sitt starfsleyfi að fullu og því mun stækkun í Straumsvík ein og sér ekki valda því að CO2 útblásur verði meiri en getið er í Kyoto! Það er ekki fyrr en Norðurálsmenn ákveða að nýta sitt starfsleyfi að fullu sem við förum yfir mörk Kyoto samningsins. Enginn veit hvort eða hvenær þeir taka þá ákvörðun og það hefur auðvitað ekkert með stækkun í Straumsvík að gera!

Mörður rennur líka á rassinn í eigin aur þegar hann talar um CO2 útbástur sem mengun. Það vita allir sem eitthvað hafa lært í efnafræði að allar lífverur á þessir jörð sem við byggjum gefa frá sér CO2 á einhvern hátt án þess að það sé talað um að tilvera lífs á jörðinni sé mengun! Á síðustu árum hafa menn rætt um gróðurhúsalofttegundir og þar fellur CO2 vissulega undir.

Það er undarlegt hvernig einstakir þingmenn eru farnir að ráðast á okkur Hafnfirðinga og starfsmenn álversins í Straumsvík með blaðagreinum og ummælum eins og þeim sem Mörður viðhefur í Blaðinu í dag. Væri þeim ekki nær að hugsa um hag starfsfólksins sem er búið að leggja mikla vinnu í undirbúning að þessari stækkun og endurnýjun verksmiðjunnar? Það er ljóst að ef ekki fæst leyfi til að endurnýja, þá mun samkeppnin valda því að Ísal verður bara til á sjöldum sögunnar innan fárra ára!

 

JG.

Stækkum Alcan. JÁ TAKK.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já vissulega er CO2 tengdur tilveru lífs á jörðu. Ef við rifjum upp skólaárin þá öndum við að okkur meira af O2 en við öndum frá okkur og við öndum frá okkur meira af CO2 en við öndum að okkur, vegna bruna kolvetna. Jafnvægið myndast síðan þegar plöntur nota ljóstillífun til að umbreyta CO2 í O2 á ný. En CO2 er vissulega gróðurhúsalofttegund og ber að fylgjast grannt með því. Vandinn liggur nefnilega í því þegar við mannkynið röskum jafnvægi jarðar með brennslu olíu og kola sem taka mörg hundruð ár að myndast á ný. Kyoto er því fagnaðarefni fyrir okkur öll og við ættum öll að stefna að því að draga úr CO2 mengun sem mest við getum. Alcan í Straumsvík gerir það og við höfum markvisst dregið úr CO2 mengun til muna milli ára og höldum því áfram. Einnig hafa komið fram ýmsar áhugaverðar rannsóknir um bindingu CO2 hjá iðnfyrirtækjum. Ég tek sem dæmi að nota þörunga til að umbreyta CO2 í O2 og mynda úr því díselolíu á bíla, hanna rafskaut sem brenna hægar og losa þar með minni CO2 eða jafnvel skaut sem brenna ekki og þá myndu álver losa O2 í stað CO2. Málið er að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og hvaða tækni mun þróast. Alcan á Ísland hefur alltaf stuðst við bestu fáanlegu tækni og mun gera það áfram hver svo sem hún verði.

Við verðum líka að lýta á myndina í heild sinni þegar við ræðum um CO2 mengun og aðrar lykil uppsprettur en iðnfyrirtæki eru bílarnir okkar, flugvélarnar og skipaflotinn sem gegna stóru hlutverki í þessu samhengi.

Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband