23.1.2007 | 16:17
Bros í Straumi
Á næstunni fá Hafnfirðingar að segja álit sitt á fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík. Í kosningunum gera kjósendur upp við sig hvort nýtt deiliskipulag sem gerir álverinu kleift að stækka hugnist þeim eða ekki. Í kosningunni eru valkostirnir ekki þeir að álverði verði áfram í óbreyttri mynd eða stækki, heldur hvort það fær að stækka og þróast til framtíðar eða hvort upphafði að endinum verður ákveðið. Sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að hagsmunaaðilar upplýsi almenning um staðreyndir máls og dragi fram kosti og galla á heiðarlegan hátt.
Umræðan um álverið í Straumsvík og væntanlega stækkun hefur oft byggt á miklum fordómum á nýliðnu ári, en fordómar er samkvæmt skilgreiningu; dómur er byggir á óbeit, sem ekki styðst við reynslu, rök eða þekkingu. Fordómar eiga því ekki erindi inn í eðlilega, uppbyggjandi umræðu.
Þrátt fyrir að tilfinningar okkar séu oftar en ekki byggðar á veikum útreiknanlegum forsendum eru tilfinningaleg rök gild rök.. Við erum einfaldlega með einu og á móti öðru af því að reynslan segir okkur að hitt eða þetta samræmast ekki lífsýn okkar eða tilfinningum. Það sem skiptir þó mestu máli þegar við viðrum skoðanir okkar opinberlega er að vera eins málefnaleg og við höfum vit til og að fara ekki með fleipur. Þetta hefur stundum skort hjá þeim er harðast ganga fram gegn stækkun álversins í nafni náttúruverndar eða vegna oftúlkunar á sjónrænum áhrifum stækkunar á ásýnd bæjarins.
Álverið í Straumsvík á sterkar rætur hjá gamalgrónum Göflurum, enda hefur álverið lengi verið ein sterkasta stoðin í atvinnulífi bæjarins. Fjölmargir Hafnfirðingar vinna hjá Alcan, hafa unnið þar bróðurpart starfsæfinnar, verið þar sumarstarfsmenn eða eiga sitt undir verktöku eða viðskiptum við Alcan. Mín tilfinning er að hartnær allir samstarfsmenn mínir hjá Alcan og verktakar séu hlynntir stækkun, það hljóta að vera bestu meðmæli sem fyrirtæki getur fengið í kosningabaráttu sem þessari.
Mikil ábyrgð verður lögð á herðar Hafnfirðinga í komandi kosningum. Í 40 ár hafa ýmsir atburðir tengdir álverinu vakið athygli um land allt og flestir íslendingar hafa einhvertíman myndað sér skoðun á því, það er eðlilegt því álverið hefur verið í stöðugri þróun frá upphafi og hefur brotið blað á mörgum sviðum. Alcan hefur um árabil verið lang stærsti raforkukaupandi landsins og í fararbroddi hvað varðar sérhæfða tækni sem og þróun tölvukerfa í iðnaði. Alcan rekur mjög metnaðarfulla umhverfis-, heilsu- og öryggisstefnu sem miðar að lámörkun mengunar og umhverfisáhrifa og því að enginn beri skaða af starfi sínu,. Þess má geta að árangur í öryggismálum og mengunarvörnum er tengdur bónusgreiðslum til starfsmanna.
Starfsmannastefnan álversins hefur frá upphafi verið með þeim hætti, að þeir sem hefja störf í álverinu í Straumsvík ílengjast gjarnan svo áratugum skiptir. Þar fara saman þeir þættir er starfsfólk metur að verðleikum hvað varðar starfsumhverfi, kaup og kjör. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður sem á skilið að fá að halda stöðu sinni sem framsæknasta stóriðja landsins. Til þess að svo megi verða til framtíðar er nauðsyn að fyrirtækið fái að þróast og stækka á eðlilegan hátt.
Kveðja
Reir
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Árangur í öryggismálum og mengunarvörnum umhverfismálum er tengdur bónussgreiðslum til starfsmanna sem hafa gefið 15% í launaumslagið ekkert annað fyrirtæki á Íslandi er með er með svona ákvæði í sínum samningum við starfsmenn og verkalýðsfélög er standa að samningsgerð sem eru meðvituð um stefnu í þeim málum og fara þarna saman markmið Alcan í umhverfismálum og starfsmanna.
Svig.
sigurjón vigfúson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 17:03
Sæl(ir) Reir og vínir,
Áhugaverð umræða þetta um stækkun álversins.
Ég er sammála eftirfarandi sem birtist á bloggnum :
Það sem skiptir þó mestu máli þegar við viðrum skoðanir okkar opinberlega er að vera eins málefnaleg og við höfum vit til og að fara ekki með fleipur.
En mér finnst eins og of langt sé á milli rökin líka hér á redlion.blog.is
Það væri frábært ef þið og andtæðingar mundu taka höndum saman og birta yfirlit yfir helstu rök og mótrök með kjarnyrt rökstuyðningu, helst með tilvitnanir.
http://is.wikipedia.org væri kannski hentugur staður ?
Mögulega halda umræðunum á spjallsíðunni, en óumdeildar staðreyndir um Álverið í Straumsvík á síðunni sjálfri ?
Morten Lange, 23.1.2007 kl. 17:10
Sæll Morten Lange,
Takk fyrir góða athugasemd. Það vantar oft tilvitnanir og heimildir fyrir því sem skrifað er á bloggsíður. En það er oft tilgangur bloggsíða að fólk geti tjáð sig á óformlegan máta. En við getum verið málefnaleg þótt við séum ekki formleg með því að nota röksemd og virða skoðanir annarra.
Ég skal reyna hvað ég get héðan í frá að vitna í tengt efni á netinu. En síðan sem þú vitnar í er frekar takmörkuð og almennt lítið hægt að vitna í íslenskt efni. En það breytist nú kannski eftir byggingu í Reyðarfirði og fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík.
Fannar Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 17:58
Mig langar til að benda fólki á að á vefsíðunni www.alcan.is er að finna skýrslu sem gefin var út í maí 2002 og nefnist "Stækkun ISAL í Straumsvík Mat á umhverfisáhrifum" slóðin er (http://www.alcan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=215). Þar má finna ýmsan fróðleik og meginniðurstaða skýrslunnar er sú að "Fyrirhuguð stækkun álversins og aukning útblásturs í kjölfar þess er ekki talin hafa skaðleg áhrif á heilsu starfsmanna álversins né íbúa í nágrenni". Það væri fróðlegt að sjá svona ítarlega skýrslu um mengun frá öðrum fyrirtækjum á iðnaðarsvæðinu hinu megin við Reykjanesbrautina. Og ekki fengum við Hafnfirðingar að kjósa um það hvort malbikunarstöðin yrði reist við gafl þeirra sem búa á Völlunum, þrátt fyrir að búið sé að kvarta ítrekað vegna hennar til heilbrigðisnefndar. Kveðja, Björk Ragnarsdóttir
Björk Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.