Frétt af mbl.is 24.1.2007 kl 14:59
Þynningarsvæði álversins í Straumsvík minnkað verulega
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, kynnti á fundi með blaðamönnum í dag hugmyndir að deiliskipulagi fyrir nýtt athafnasvæði álversins í Straumsvík vegna stækkunar.
Kemur þar fram að svonefnt þynningarsvæði, sem er það svæði umhverfis álverið þar sem þynning mengunar á sér stað, verður einungis þriðjungur þess sem tilgreint er í gildandi starfsleyfi.
Kv,Svig
Þynningarsvæði álversins í Straumsvík minnkað verulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Þessi stækkun snýst um grundvallaratriði varðandi hvað við viljum í þessu landi og þ.m.t. þessu bæjarfélagi. Í úrskurði Skipulagsstofnunar um stækkun í Straumsvík (sem samþ. stækkun með skilyrðum) stendur eftirfarandi sem vekur hjá manni spurningar um hvað í raun er lítið vitað um mengun frá álverinu:
"Skipulagsstofnun vekur athygli á að þrátt fyrir að álver hafi verið rekið í Straumsvík til þriggja áratuga virðist enn ósvarað þýðingarmiklum spurningum um hugsanleg áhrif loftborinnar mengunar og kerbrotagryfja á sjó og lífríki sjávar." (bls. 47)
Þröstur Sverrisson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 17:05
Sæll Þröstur,.
Kerbrot
•Við endurfóðringu kers er gamla fóðringin brotin úr og kallast hún kerbrot
•Kerbrot eru flokkuð sem spilliefni vegna flúoríðs og cyaníðs
•Flúoríð og cyaníð geta valdið skaða í ferskvatni
•Í flæðigryfjum eru kerbrot meðhöndluð með skeljasandi til að binda flúorinn.
•Cyaníð myndar skaðlausa komplexa
Rannsóknir á fjölbreytileika lífríkisins:
Agnar Ingólfsson 1990: Rannsóknir á lífríki fjöru umhverfis kerbrotagryfjur í
Straumsvík
Jörundur Svavarsson 1990: Studies on the rocky subtidal communities in vicinity of
a dumping pit for pot linings at Straumsvik, southwetern Iceland
Agnar Ingólfsson og María Björk Steinarsdóttir 2002: Rannsóknir á lífríki fjöru í
Hraunavík austan Straumsvíkur
Jörundur Svavarsson 2002: Lífríki á klapparbotni neðansjávar í Hraunavík
Rannsóknir á ólífrænum snefilefnum og PAH
Guðjón Atli Auðunsson 1998: Könnun á ólífrænum snefilefnum og PAH- efnum í
lífríki sjávar við álverið í Straumsvík 1997
Gísli Már Gíslason 1998: Áhrif kerbrotagryfja á lífríki í Straumsvík, yfirlit yfir
rannsóknir sem gerðar hafa verið á fjölbreytileika í lífríki og uppsöfnun þungmálma
og fjölhringa kolefna í lífverum
Guðjón Atli Auðunsson 2005: Könnun á ólífrænum snefilefnum og PAH- efnum í
kræklingi og skúfþangi við álverið í Straumsvík 2003
Mælingar á vatni í borholum í flæðigryfjum, var í höndum Iðntæknistofnuna.
Útskolunarpróf á kerbrotum, var í höndum Iðntæknistofnuna
Flæðigryfjur – Rannsóknir 2003
Samanburður við íslenskar rannsóknir leiðir m.a. eftirfarandi í ljós:
Hæsti styrkur EPA16 í fjörukræklingi við álverið er helmingi lægri
en styrkur þeirra í fjöru í Reykjavíkurhöfn.
Hæsti fjörukræklingurinn við Straumsvík er svipaður og
fjörukræklingur í Keflavíkurhöfn.
Búrkræklingurinn næst ströndu (stöðvar 1-7) er almennt mjög
lágur miðað við búrkrækling í íslenskum höfnum eða svipaður
lægsta styrknum, þ.e. í höfninni í Njarðvík.
Hæsti búrkræklingurinn við Straumsvík er t.d. helmingi lægri en
styrkur PAH í Hafnarfjarðarhöfn.
Búr fjær en 400-500m frá ströndu í Straumsvík hafa lægri
PAH-efna en styrkur þeirra í Viðey.
Greinargerð um umhverfismál og mengunarvarnir
15. janúar 2007
Flæðigryfjur
Flæðigryfja er svæði í fjöruborði sem er afmarkað og varið með grjótgarði. Fyllingu þeirra
er þannig háttað að með reglulegu millibili eru sett lárétt skeljasandslög en skeljasandurinn
gegnir því hlutverki að binda flúor og gera hann óvirkan. Sjávarfalla gætir í flæðigryfjum en
veggir gryfjunnar hindra að fínar, tiltölulega léttar, fastar rykagnir gruggi sjóinn. Vegna áhrifa
sjávarfalla skolar sjórinn svo smám saman uppleysanlegum efnum úr kerbrotunum. Sjórinn
hefur einnig þann eiginleika að hvarfgjörn efni úr gryfjunni hvarfast í óvirk efnasambönd.
Þegar förgun er lokið í hluta flæðigryfjunnar er hún hulin með skeljasandi og jarðvegi og tyrft
yfir. Með þessu móti verður gryfjan lítt áberandi þar sem þekjuefnið fellur vel inn í
umhverfið. Rekstur flæðigryfja samræmist gildandi starfsleyfi Alcan og hefur verið
samþykktur af Umhverfisstofnun. Niðurstaða Umhverfisstofnunar grundvallaðist á framlagðri
aðlögunaráætlun auk umhverfisáhættumats og útskolunarprófs á kerbrotum. Rannsóknirnar
hafa sýnt að áhrif flæðigryfja á lífríkið eru hverfandi. (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8) Niðurstaða rannsóknar á
uppsöfnun efna í kræklingi, sem gerð voru árið 2003, sýndi að mengunarstig í Straumsvík
var lágt samanborið við erlendar og innlendar rannsóknir.
Rauða Ljónið, 24.1.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.