Leita í fréttum mbl.is

Er eldgos í uppsiglingu í Krýsuvík?

Jarðskjálftahrina með um 32 smáskjálftum varð í Krýsuvík í nótt en skjálftahrinur hófust á ný á svæðinu í haust eftir rólegan tíma fyrr á árinu. Jarðvísindamenn upplýstu almannavarnir í fyrra um óvenju mikið landris á litlu svæði suðvestan Kleifarvatns, en þá reis land þar um þrjá sentímetra.
Í fyrradag voru skjálftarnir yfir 40.

Trölla­dyngju­kerfið

Kerfið er nefnt eftir sam­nefndri dyngju í kerf­inu.  Það er senni­lega ekki ofsögum sagt að segja að Trölla­dyngju­kerfið sé eitt hættu­leg­asta eld­stöðva­kerfi lands­ins vegna nálægðar þess við höf­uð­borg­ar­svæðið.  Nyrstu gossprung­urnar eru rétt suð­vestur af Hafnar­firði og hraun hefur amk. á tveimur stöðum runnið til sjávar örskammt vestan Hafn­ar­fjarðar eftir landnám.

Um árið 1150 — 1151 urðu veru­leg elds­um­brot í kerf­inu og opn­uð­ust nokkrar gossprungur í þeirri hrinu. Kapelluhraun Nýjahraun eldra nafn og Bruni efri hluti Kapelluhrauns. Hafa þessi eld­gos verið nefnd Krísu­víkureldar.   Þá varð einnig gos við Sveiflu­háls um 1180.   Ögmundarhraun 1350 úr Trölladyngjum.
Eldgos i Tvíbollum, Litlabolla og Stórabolla hraun getur runnið þunnfljótandi á nokkrum klukkutímum dag eða örfáum dögum niður í Vallahverfi og á línumöstur og í iðnaðarhverfi í landi Hafnarfjarðar.

Nú eru nálægt 770 ár frá síð­ustu stað­festu gosum á skag­anum og alveg ljóst að frekar fyrr en síðar munu verða eld­gos og það senni­lega nokkuð mörg á skag­anum.  Þessi gos eru ekki afkasta­mikil en þau eru hraungos og geta elds­upp­komur orðið mjög nálægt byggð.  Sér­stak­lega verður að telja hluta Hafn­ar­fjarðar á hættu­svæði hvað þetta varðar og einnig etv. Grinda­vík.  Það er því sér­lega mik­il­vægt að fylgj­ast vel með öllum jarð­skorpu­hreyf­ingum á skag­anum til að auka lík­urnar á að hægt sé að segja til um gos með ein­hverjum fyr­ir­vara og gera nauð­syn­legar varúðarráðstafanir.

32bilde.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

10sprengigos.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband