31.1.2007 | 00:47
Það er gott að vinna í álveri.
Ég er Hafnfirðingur, ég og mín fjölskylda munum örugglega segja já takk við stækkun Alcans. Enda mjög gott að vinna hjá fyrirtækinu og sýnir starfsmannavelta það svart á hvítu.
Hvað Vinstri-græna snertir hlýtur fólk að sjá að sá flokkur er á móti nær öllu og öskrar hátt.
Svo til að uppnefna okkur þá tala þeir stanslaust um álbræðslu sem er öfugnefni en til að framleiða ál er notast við rafgreiningu.
Álver er góður vinnustaður og verður mikil vítamínsprauta fyrir Hafnfirðinga ef af stækkun yrði.
ÁÞ
Skora á Hafnfirðinga að fella tillögu um deiliskipulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Vinstri Grænir eru á móti framförum.
Stend með ykkur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2007 kl. 01:01
Takk fyrir það Heimir og þessi hlýju orð til okkar.
ÁÞ
Rauða Ljónið, 31.1.2007 kl. 01:19
fatta ekki VG, vita þeir að næg atvinna verði eftir 10 ár? því ekki að tryggja okkur vinnu sem verða næstu 50 árin? fólk vill örugga vinnu, ekki einhverja bónusvinnu.það munu margir hafnfyrðingar vinna í álverinu ef þið styðjið stækkun,og getað lifað ágætu lífi, og öruggu, því það mun ekkert hætta næstu 50 árin
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 01:58
Hvaða vitleysa er þetta að segja að VG sé á móti framförum. Hvernig væri að rökstyðja mál þitt Heimir og Rauða Ljón. Það eru nóg atvinnutækifæri í álverum fyrir ykkur ef þið viljið starfa við það. Veit að álverið í Grundartanga vantar fólk í vinnu svo verður ekki langt að bíða að það opnist störf hjá Alcoa.
Birgitta Jónsdóttir, 31.1.2007 kl. 05:54
Sæl Birgitta,
Er réttlátt að segja að allir þeir sem vinna í álveri og fjölskyldur þeirra mega ekki búa á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig fyndist þér ef starfsgrein þín yrði úthýst austur á land?
Kv. Fannar
Fannar (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 08:37
Sæl, Birgitta.
Flest öll skrif frá VG og umræða síðust ár benda eindeigið í þá átt og flest allt sem er í umræðunni um atvinnuuppbyggingu hafa VG set sig á móti og þá með kjörorðinu eitthvað annað. Þetta fyrirtæki eitthvað annað er ekki til á firmaskrá skilar engu til þjóðarbúsins hefur enga menn í vinnu. Það er voða auðvelt að segja farðu bara að vinna annar staðar ég er vissum að þú sért ekki tilbúin í það sjálf, máli snýst ekki einungis um starfsmenn Alcan það snýr líka að birgjum og verktökum er hafa beina atvinnu af Alcan og líka að óbeinum störfum og bæjarfélaginu.
Yfir 1200 störf bein og óbein afleidd, eru vegna Alcan, Alcan er hæsti greiðandi gjalda á Reykjanesi með 960 milljónir í opinber gjöld sjá (RSK) sá næsti er með 300 milljónir.
Verði stækkað þrefaldast upphæðin í 2,597 milljónir 800 miljónir til Hafnarfjarðar til birgja og verktaka um 5,500 til 6000 miljónir fyrir utan útsvars til Hafnarfjarðar af störfum Hafnfirðinga er vinna hjá Acan 300 til 400 milljonir, fjölgun starfa er um 1100 bein og óbein afleidd og útsvar af þeim, og svo mætti lengi telja Rauða Ljónið vill aukin atvinnutækifæri og aukna atvinnu í Hafnarfjörð til handa þeim er eru að koma út á atvinnimarkaðin góðærið er ekki eylíft frekar en kýrnar hans Farós.
Kv, Svig.
Rauða Ljónið, 31.1.2007 kl. 09:46
Það er alveg á kristaltæru ef Álverið væri samyrkjubú rekið af ríkinu og starfsmenn í BSRB, þá myndu VG og nytsömu sakleysingjar þeirra Sól í Straumi vera hæstánægðir með stækkun.
kv
Drési
Andrés (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.