Leita í fréttum mbl.is

Björn Valur gerir stólpagrín að þremenningum í VG

Rætt hefur verið um stofnun nýs stjórnmálaflokks yst á sannfæringarvængnum í íslenskri pólitík. Eftir því sem mér skilst er málið komið á nokkurn rekspöl og má vænta frekari frétta af gangi málsins innan tíðar.
Ég hef fengið í hendur drög að samþykktum hins nýja félags sem mér skilst að hafi verið rædd á undirbúningsstofnfundi fyrir skömmu. Sá fundur mun víst hafa endað með ósköpum en boðað hefur verið til fleiri framhaldsfunda á næstunni þar sem á að halda áfram umræðum um málið og leiða til lykta ef það er þá hægt. 
Drög af samþykktum Nýja lýðræðislega sannfæringarbandalagsins:
  • Enginn flokksmaður má vera sammála öðrum flokksmanni um nokkurt mál
  • Flokksmenn skulu láta eigin hagsmuni ganga framar hagsmunum flokks og þjóðar
  • Óheimilt er að koma sér saman um pólitískt stefnumál flokksins
  • Flokksmenn skulu alltaf láta eigin sannfæringu ráða pólitískri för sinni svo framarlega sem hún falli ekki að sannfæringu annarra
  • Enginn flokksmaður má vera vinur annars flokksmanns
  • Formaður má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil
  • Kjörtímabil formanns eru 10 dagar
  • Óheimilt er að sýna formanni flokksins stuðning í nokkru máli
  • Lýðræðislega sannfæringabandalagið má ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á nokkurn hátt
  • Flokkurinn skal alltaf vera andsnúinn öllum málum
  • Lýðræðislega sannfæringarbandalagið hefur það að markmiði að vera áhrifalaust í stjórnmálum og éta sjálft sig innan frá um leið og þegar/ef það kemst til áhrifa.

Þetta eru víst bara svona fyrstu drög sem eiga eftir að þroskast og dafna í samræmi við pólitíska sannfæringu aðila framboðsins. Eftir því sem mér skilst hefur það helst komið upp á við undirbúning að stofnun flokksins að aðstandendur málsins hafa verið of sammála um ofangreint meginmarkmið sem er auðvitað ekki nógu gott. En það er eins og mannskepnan þurfi alltaf að rotta sig saman um alla hluti og geti aldrei verið almennilega ósammála hvort öðru um minnstu mál. Það er svo stutt í flokks- og foringjaræðið hjá fólki þegar á það reynir.
Við fylgjumst svo náið með framgangi hins nýja flokks eftir því sem tímanum líður og málið þroskast. Ekki ólíklegt að lesa megi frekar um þróun þess á feisbúkk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband