Í morgun var haldinn fundur í samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og var á þeim fundi samþykkt að skoða hugmyndir forseta Alþýðusambands Íslands um samræmda launastefnu. Fyrir liggja hugmyndir að þessari launastefnu og það er morgunljóst að þær falla alls ekki að þeirri kröfugerð sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyr
Á þeirri forsendu hefur formaður Verkalýðsfélags Akraness tilkynnt samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands að félagið segir sig frá þessu samstarfi og hefur félagið nú þegar tilkynnt Starfsgreinasambandinu formlega um að það hafi dregið samningsumboð sitt til baka. Einnig hefur félagið sent Ríkissáttasemjara bréf og vísað kjaradeilu félagsins á hinum almenna vinnumarkaði til hans á formlegan hátt.
Það er mat samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness að þessi samræmda launastefna eins og hún er hugsuð af forseta Alþýðusambands Íslands og kynnt fyrir félögunum er ekkert annað en skemmdarverk gagnvart öllum þeim starfsmönnum sem starfa í útflutningi. Það er skoðun formanns að með þessari samþykkt samninganefndar SGS sé í raun og veru verið að fela forseta ASÍ og samninganefnd ASÍ að hefja viðræður við Samtök atvinnulífsins um samræmda launastefnu. Í því sambandi er félaginu minnistæður síðasti gjörningur samninganefndar ASÍ þegar stöðugleikasáttmálinn var undirritaður 25. júní 2009.
Formaður greindi einnig frá því á fundinum í dag að nýjar upplýsingar væru að koma fram sem lúta að viðmiði lágmarksframfærslu, en Harpa Njálsdóttir félagsfræðingur hefur reiknað út að einstaklingur þurfi að lágmarki 250.000 kr. til að geta framfleytt sér. Inni í þessu neysluviðmiði Hörpu er tekið tillit til þess að viðkomandi leigi einstaklingsíbúð og reki gamlan bíl. Núna er félagsmálaráðuneytið að vinna að sams konar lágmarksframfærsluviðmiði og á þeirri forsendu er gríðarlega mikilvægt að upplýst verði um þetta neysluviðmið því ef það byggist á sambærilegri niðurstöðu og hjá Hörpu Njálsdóttur þá er ljóst að sú krafa sem er verið að leggja fram núna varðandi lágmarkslaun er langt fyrir neðan viðmið um lágmarksframfærslu.
Þess vegna er útilokað að ganga frá kjarasamningum fyrr en þessir hlutir eru komnir á hreint því verkalýðshreyfingin getur ekki samið um lágmarkslaun sem duga engan veginn til þess að fólk nái lágmarksframfærslu. Hugmyndir forseta ASÍ varðandi lágmarkslaun eru að lágmarkslaun verði orðin 200.000 kr. í lok samningstímans sem er árið 2014. Þetta er að mati formanns algjör skandall því krafa okkar hefur verið sú að lágmarkslaun verði frá 1. desember 2010 kr. 200.000. Þessi hugmynd um samræmda launastefnu er galin og nægir að nefna í því samhengi að þær hugmyndir sem maður hefur séð varðandi samræmda launastefnu myndi þýða að verkafólk á töxtum gæti verið að fá á bilinu 10-13 þúsund króna hækkun á mánuði, á meðan menn eins og Gylfi Arnbjörnsson sem er með milljón á mánuði fengi 35.000 kr. hækkun. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands sem var með skv. tekjublaði mannlífs á síðasta ári um 1,4 milljón væri að fá tæpar 50.000 kr. og Vilhjálmur Egilsson frkv.stj. Samtaka atvinnulífsins sem var með skv. sömu heimild rúma 1,8 milljón á mánuði fengi 63.000 króna hækkun. Er þetta samræmda launastefnan sem menn vilja stefna að? Að þeir tekjuhærri fá ennþá meira en fólk sem er á launum sem ekki duga til lágmarksframfærslu? Svar Verkalýðsfélags Akraness við því er nei, og sveiattan!
Það verður að gera þá skýlausu kröfu á Guðbjart Hannesson velferðarráðherra að hann skili þessari vinnu er lýtur að neysluviðmiðinu tafarlaust, þannig að verkalýðshreyfingin geti notað þessa viðmiðun varðandi lágmarkslaunin í sinni kjarasamningsgerð.
Grundarvallaratriðið er lýtur að samræmdri launastefnu er eins og áður hefur komið fram að það er verið að eyðileggja möguleika þeirra starfsmanna sem starfa í útflutningsfyrirtækjum ef það á að setja alla upp í einn og sama sporvagninn algerlega óháð getu hverrar atvinnugreinar fyrir sig. Slíku samráði mun Verkalýðsfélag Akraness ekki taka þátt í.
Strax eftir helgi mun félagið boða til áríðandi fundar með starfsmönnum Elkem Ísland, Klafa, Síldarbræðslunnar og starfsmönnum Norðuráls þar sem þeim verður gerð grein fyrir þessari nýju stöðu sem upp er komin. Starfsmenn þessara fyrirtækja starfa eftir sérkjarasamningum og öll þessi fyrirtæki tengjast útflutningi. Þessir starfsmenn munu núna taka ákvörðun um það á næstu dögum hvort þeir eru tilbúnir til að fara í verkföll til að knýja fram að þessi fyrirtæki skili þeim gríðarlega ávinningi sem þau hafa haft vegna gengisfellingar íslensku krónunnar að einhverru leyti til starfsmanna. Rétt er að geta þess að starfsmenn Norðuráls eru einungis með launaliðinn lausann þannig að það er ljóst að ekki mun koma til verkfalla í þeirri verksmiðju.
Eftir Vilhjálm Birgisson, formans Verkalýðsfélags Akraness
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.