Leita í fréttum mbl.is

Alcan og undrið mikla.

Það er undarleg grein er í Fjarðarpóstinnum nú 1. febrúar þar sem ritað er um Alcan, höfundur er kannski mart til lista lagt en að segja rétt frá þar skortir mikið á . Hann segir hafa valið bústað í Áslandi og ekki órað fyrir því að Alcan mundi stækka árið 2001 það var hinsvegar ljóst fyrir árið 2001 að fyrirtækið væri með stækkunaráform.

Síðan ræðir hann um áróður í formi gjafa á 40 ára afmælinu, það var búið að ákveða hjá Alcan í Kanada að halda upp á 40 ára afmælið með ýmsum hætti fyrir um 2 til 3 árum með því markmiði að minna samfélagið á 40 ára starfsemi og hafði ekkert með komandi kosningar að gera, ekki rétt sagt frá.

Síðan segir. ,, Stöðugur áróður” en ekki sagt hvar hann er að finna og lýsi ég eftir honum.

Að Alcan hafi hótað lokun ef ekki verði stækkað Alcan hefur aldrei hótað lokun varðandi stækkunaráformin heldu lagt spilin á borðið og skírt út hvað væri í væmdum þegar verksmiðjan eldist, ég lýsi eftir þessari hótun hér með.

Að Alcan hafi búið til ólgu og sundurlyndi, það er ekki rétt það sem hefur valdi ólgu og sundurlyndi eru ómálefnaleg skrif sumra anstæðinga stækkunar sem hafa ekki farið rétt með eins og Sól í Straumi og skrif V.G. Hinsvegar hafa aðrir anstæðingar stækkunar verið málefnalegir og er það vel.

 

 

Kv,Sigurjón Vigfússon 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir þetta. Það virðist vera stefna Sól í Straumi að nota hræðsluáróður til að koma í veg fyrir fyrirhugaða stækkun. Að hræða fólk með kjaftasögum og orðbragði sem eru á engum rökum reist og skyggja einungis á málefnið, t.d. að kalla álframleiðslu álbræðslu og að kalla þynningarsvæði mengunarsvæði.

Kv. Fannar

Fannar (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:33

2 identicon

Aftur og aftur kemur fram hjá Sól í Straumi í ræðu og riti að loka ætti sem álverinu sem fyrst vegna þess augnstol af álverinu sem háir þeim allverulega aðrar tæklingar af þeirra hálfu er sýndarmennska og hræsni til að fela hina raunverulegu ástæðu.  Hættið þessu og komið út úr skápnum, það flýtir fyrir bata.

Ingi (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband