Leita í fréttum mbl.is

Við erum bestir...

Íslenski fáninn

Á Íslandi búa um 300.000 manns en þrátt fyrir fámennið þá höfum við afrekað jafn mikið og ef ekki meira en aðrar þjóðir heims. Við erum íslendingar og við erum bestir. Afrek okkar má sjá í t.d. framúrskarandi handboltaliði (strákunum okkar) sem voru á góðri leið með að verða heimsmeistarar. Við höfum 8 sinnum verið með sterkasta mann heims og 3 sinnum fallegustu konu heims. Þetta kemur mér persónulega ekkert á óvart því íslenskir karlmenn eru nautsterkir og ég veit að hér búa fallegustu konur heims og þar á meðal konan mín.

 

Það er þessi íslenski baráttuvilji sem gerir okkur sérstök og fylgir okkur í öllu því sem við gerum. Hann er ástæðan fyrir því að Alcan á Íslandi hefur staðið framar öðrum í álframleiðslu og með þeim bestu í heimi hvað varðar umhverfismál og öryggismál, sem endurspeglast í þeim fjölda viðurkenninga sem fyrirtækið hefur fengið bæði innan lands jant sem erlendis. Hann er einnig ástæðan fyrir því að Alcan móðurfélagið hefur valið að fjárfesta í stækkun hér fremur en annarsstaðar.

 

Þessi framúrskarandi árangur Alcan á Íslandi náðist ekki með gæði steypunar í gólfum fyrirtækisins heldur með baráttuvilja starfsmanna þess til að gera betur, vera bestir, með því að setja sér kröfuhörð markmið og innlima stöðugar umbætur og verkefnastjórnun. Við leitumst því nú eftir stækkun, fjölgun baráttumikilla starfsmanna, til að geta orðið betri og haldið áfram að vera bestir.

 

Kjósum með stækkun og höldum áfram að vera bestir, áfram Ísland.

 

Kveðja,

Fannar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta er orðin almennilegur þjóðernisrembingur hjá auða ljóninu. En betra að halda sig bara við handboltann. Það fer ljónum illa að vera hlægileg. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.2.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Takk, Kv Sigurjón

Rauða Ljónið, 2.2.2007 kl. 12:56

3 identicon

Sæll Hlynur,

Það er ánægjulegt að hvatningargrein mín hafi snert þig svona djúpt og ég vona að þú haldir áfram að koma og lesa hér á redlion.

Kv. Fannar

Fannar (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 14:04

4 identicon

Takk fyrir þetta Fannar, það þarf einmitt að koma því á framfæri að starfsemin í Straumsvík er á heimsmælikvarða. Eftir þessu hefur verið tekið í álheiminum þ.e.a.s hve vel er að öllu staðið.  Samt er það vera þannig að enginn er spámaður í eigin föðurlandi.

 kv,HH 

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband