Leita í fréttum mbl.is

Slegið á útrétta sáttarhönd

Í gærkvöldi var kosið um vinnustöðvun í Fiskimjölsverksmiðju HB Granda hf á Akranesi. Það er skemmst frá því að segja að verkfallsboðunin var samþykkt af 80% atkvæðisbærra manna. Samtökum atvinnulífsins hefur verið sent formlegt erindi þar sem fram kemur að verkfall muni skella á kl. 19:30 þann 15. febrúar næstkomandi og standa ótímabundið.

 

Rétt er að geta þess rækilega að formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur reynt allt til að leysa þessa deilu, meðal annars boðið forsvarsmönnum HB Granda beint í tvígang að framlengja samninginn til 1. maí næstkomandi gegn eingreiðslu til starfsmanna og væri kostnaður vegna þessarar eingreiðslu einungis rúmar 3 milljónir sem myndi koma í veg fyrir að komandi loðnuvertíð væri ógnað.

 

Það er mat formanns að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi alls ekki tekið illa í þessa hugmynd en það liggur fyrir að Samtök atvinnulífsins hafa komið í veg fyrir þessa lausn á málinu. Ef þetta hefði verið gert væri hægt að koma í veg fyrir yfirvofandi vinnustöðvun með hagsmuni fyrirtækisins, starfsmanna og alls þjóðarbúsins að leiðarljósi. Á þeirri forsendu vísar formaður VLFA ábyrgðinni alfarið yfir á Samtök atvinnulífsins.

 

Rétt er að geta þess að bræðslumenn hafa fengið tilboð upp á 2,5% hækkun á ári til þriggja ára eða samtals 7,5%. Þetta væri hækkun sem næmi 5.900 kr. á mánuði sem er ekki einu sinni fyrir þeirri bensínhækkun sem dunið hefur á landsmönnum á liðnum misserum. Grunnlaun starfsmanna í síldarbræðslunum eru 236 þúsund krónur og það er lágmarkskrafa að þeirri kaupmáttarskerðingu sem þessir aðilar hafa orðið fyrir frá janúar 2008 verði skilað að fullu til baka. En það er rétt að geta þess einnig að verð á lýsi hefur hækkað um 115% og verð á mjöli upp undir 140% á síðustu 2-3 árum.

 

Á þeirri forsendu er útilokað að sætta sig við einhverja samræmda launastefnu þar sem litlar sem engar kjarabætur eiga að koma til fólks. Það er hægt að sýna atvinnugreinum sem eiga í vandræðum skilning en að ætla sér að setja útflutningsfyrirtækin sem hafa hagnast gríðarlega vegna gengisfalls íslensku krónunnar undir sama hatt og atvinnugreinar sem berjast í bökkum eins og til dæmis byggingariðnaðurinn, er óskiljanlegt og verður ekki liðið. Nú er það hlutverk samningsaðila að setjast niður af alvöru og leysa þessa deilu með hagsmuni áðurnefndra aðila að leiðarljósi. Ábyrgð Samtaka atvinnulífsins í þessu máli er mikil. Þeirri ábyrgð verður ekki vísað á þá aðila sem rétt hafa út sáttarhönd.

 Sjá á link. Verkalýðsfélags Akraness


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband