8.2.2011 | 13:03
Slegið á útrétta sáttarhönd
Rétt er að geta þess rækilega að formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur reynt allt til að leysa þessa deilu, meðal annars boðið forsvarsmönnum HB Granda beint í tvígang að framlengja samninginn til 1. maí næstkomandi gegn eingreiðslu til starfsmanna og væri kostnaður vegna þessarar eingreiðslu einungis rúmar 3 milljónir sem myndi koma í veg fyrir að komandi loðnuvertíð væri ógnað.
Það er mat formanns að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi alls ekki tekið illa í þessa hugmynd en það liggur fyrir að Samtök atvinnulífsins hafa komið í veg fyrir þessa lausn á málinu. Ef þetta hefði verið gert væri hægt að koma í veg fyrir yfirvofandi vinnustöðvun með hagsmuni fyrirtækisins, starfsmanna og alls þjóðarbúsins að leiðarljósi. Á þeirri forsendu vísar formaður VLFA ábyrgðinni alfarið yfir á Samtök atvinnulífsins.
Rétt er að geta þess að bræðslumenn hafa fengið tilboð upp á 2,5% hækkun á ári til þriggja ára eða samtals 7,5%. Þetta væri hækkun sem næmi 5.900 kr. á mánuði sem er ekki einu sinni fyrir þeirri bensínhækkun sem dunið hefur á landsmönnum á liðnum misserum. Grunnlaun starfsmanna í síldarbræðslunum eru 236 þúsund krónur og það er lágmarkskrafa að þeirri kaupmáttarskerðingu sem þessir aðilar hafa orðið fyrir frá janúar 2008 verði skilað að fullu til baka. En það er rétt að geta þess einnig að verð á lýsi hefur hækkað um 115% og verð á mjöli upp undir 140% á síðustu 2-3 árum.
Á þeirri forsendu er útilokað að sætta sig við einhverja samræmda launastefnu þar sem litlar sem engar kjarabætur eiga að koma til fólks. Það er hægt að sýna atvinnugreinum sem eiga í vandræðum skilning en að ætla sér að setja útflutningsfyrirtækin sem hafa hagnast gríðarlega vegna gengisfalls íslensku krónunnar undir sama hatt og atvinnugreinar sem berjast í bökkum eins og til dæmis byggingariðnaðurinn, er óskiljanlegt og verður ekki liðið. Nú er það hlutverk samningsaðila að setjast niður af alvöru og leysa þessa deilu með hagsmuni áðurnefndra aðila að leiðarljósi. Ábyrgð Samtaka atvinnulífsins í þessu máli er mikil. Þeirri ábyrgð verður ekki vísað á þá aðila sem rétt hafa út sáttarhönd.
Sjá á link. Verkalýðsfélags Akraness
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.