9.2.2011 | 17:38
„Ég get ekki leyft mér nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín H. Tryggvadóttir, 74 ára eftirlaunaþegi.
Kristín skrifaði bréf sem hún sendi fjórum ráðherrum; forsætis-, fjármála-, innanríkis- og velferðarráðherra. Í bréfinu lýsir Kristín aðstæðum sínum og spyr hvað hafi orðið að lífeyrissjóði sínum. Kristín starfaði meðal annars sem deildarstjóri, fræðslufulltrúi hjá BSRB og síðustu tíu ár starfsævi sinnar sem skólastjóri í Reykjavík. Hún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir tveimur árum.
240 þúsund til Hrafnistu
Í bréfinu segir Kristín að hún greiði 120 þúsund krónur í skatta um hver mánaðarmót. Þá greiði hún 240 þúsund krónur til Hrafnistu. Eftir að búið er að draga allt af henni standa eftir um 65 þúsund krónur sem er ákaflega lítið að hennar mati.
Þar sem ég lagði svona hart að mér, og meðvitað, til að eiga rétt á góðum lífeyrisgreiðslum í ellinni, skil ég ekki hvar pottur er brotinn og það stórlega að mínu mati.
65 þúsund krónur hrökkva skammt
Í samtali við DV segist Kristín í raun aðeins hafa efni á helstu nauðþurftum. 65 þúsund krónur hrökkvi skammt þegar leggja þarf út fyrir tannlæknakostnaði, fatnaði, heyrnatækjum og gleraugum svo dæmi séu tekin. Og um jólin hafði Kristín ekki efni á að gleðja ellefu barnabörn sín eins og hún hefði viljað. Manni langaði svo sannarlega að gleðja þau.
Á að duga fyrir öllum óþarfa
Skyldulífeyrir er ca. 65 þúsund á mánuði og á að duga fyrir öllum óþarfa. Síma, sjónvarpi, blöðum, tölvu, hársnyrtingu, fótsnyrtingu, skóm og fötum, nammi og gjöfum, að ég tali nú ekki um gleraugu, heyrnartæki og tannlækni, allt upp á hundruðir þúsunda. Þetta er það sem ég er að brjóta heilann um, segir Kristín í bréfinu og veltir fyrir sér hvers vegna fólki sé ekki leyft að hafa meira eftir af sparnaði sínum, til dæmis til að geta boðið sínum nánustu út að borða.
Líkar lífið á Hrafnistu
Ég geng við kerru eftir skyndilega lömum og þurfti því að fara á Dvalarheimili (eftir sjúkrahús í 8 mánuði). Þar bý ég í mjög litlu herbergi, 12-16 fm, og kem því ekki bókunum mínum né fleiri stólum eða hillum fyrir [
] Langömmubörnin mín segjast aldrei hafa séð svona nett herbergi, segir hún og bætir við að þau hafi ekki viljað særa hana með því að segja að það væri lítið. Í samtali við DV tekur Kristín það þó fram að hún kunni ákaflega vel við sig á Hrafnistu; starfsfólkið og íbúar séu yndislegir. Það er ekki hægt að neita því en maður lifir ekki á því, segir hún.
Við fátækramörk
Því í ósköpunum fæ ég á fimmta hundrað þús. kr á mánuði í lífeyri og lifi við fátækramörk??? Til hvers erum við yfirleitt að borga í lífeyrissjóð, þar sem ríkið tekur allt til baka? Er þetta sanngjarnt? Er ríkið ekki að mismuna fólki sárlega?, spyr Kristín í bréfinu sem hún skrifaði þann 30. janúar síðastliðinn.
,
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.