3.2.2007 | 01:38
Hagsæld í Hafnarfirði ef Alcan verður stækkað?
1. Tekjur munu stóraukast í Hafnarfirði og munu nema allt að 1.400.000 milljóna króna.
2. Árlega munu tekjur ríkisins af starfsemi Alcans nema 4-5 milljarða króna.
3. Biðlisti þeirra sem vilja vinna hjá Alcan mun minnka þar sem 350 ný bein störf skapast hjá fyrirtækinu.
4. Samtals munu skapast um 1200 bein og óbein störf vegna stækkunarinnar.
5. Bæjarsjóði verður kleyft að hafa ókeypis leikskóla eða ókeypis skólamáltíðir.
6. Alcan mun koma sterkari inn eins og undanfarin ár með aukið fjármagn til samfélagsmála.
7. Hátækni iðnaðarfyrirtæki og önnur hugvitsfyrirtæki munu fá aukna vinnu til hugvits og þróunar vegna aukins hátæknibúnaðar í nútíma álverum.
Læt þetta lítilræði gott að sinni.
Sjá hlekk SA, hér.
Stækkum Alcan JÁ TAKK.
Kveðja Á Örn. Þórðarson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Tölvur og tækni, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt 5.2.2007 kl. 09:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Athugasemdir
Byggirðu þessar tölur á einhverjum heimildum? Ef svo, hvar getur maður skoðað þær?
Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 02:17
Hvað er að gerast? Þér tekst að koma með heila færslu án þess að minnast á hvað Vinstri Grænir séu vondir, til hamingju!
Gunni (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 03:04
hann var að benda á jákvæðu hliðarnar, stundum vilja menn tala um hið jákvæða í lífinu án þess að draga hin myrku öfl fram,við viljum bara hafa örugga vinnu , góð laun, og starfsöryggi, vilja hafnfirðingar búa í einhverjum þjónustubæ þar sem við eigum að vinna í sjoppum og veitingarhúsum og missa vinnuna í 2-3 mánuði á ári meðan lægð er í túristainnflutningnum. nei takk, við viljum örugga vinnu og starfsöryggi svo ég segi já við stærra álveri
haukur (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 03:36
en verð að bæta við að alcan var að bjóða okkur sem vinna hjá alcan 15,000 uppígreiðslu í líkamsrækt sem þeir hafa gert síðustu ár sem er bara gott mál, en þar sem við blásum út vegna frábærrar eldamennsku bjarkar (sorry björk) sem vinna hjá alcan duga þessi 15,000 kr skammt, verðum að fá árs skammt, þá verðum við nettir,(veit að nú á að taka okkur í gegn, engin sósa)
haukur "frændi" (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 04:35
Já
Fréttamenn RÚV fóru ekki rétt og voru afar villandi fréttir ég var sjálfur á fundinum.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 3.2.2007 kl. 17:42
1. Tekjur munu stóraukast í Hafnarfirði og munu nema allt að 1.400.000 milljóna króna.
? Finnst okkur þetta stór upphæð. Sannfærður að mörgum finnist það ekki. Hvernig þróast þessi tala með vísitölum?
2. Árlega munu tekjur ríkisins af starfsemi Alcans nema 4-5 milljarða króna.
? Þarf alcan ekki að færa sig inn í íslenskt skattaumhverfi fyrst? Ef svo er, er eitthvað sem knýr þá til þess? Gleyma þeir þessu þegar á hólminn er komið?
3. Biðlisti þeirra sem vilja vinna hjá Alcan mun minnka þar sem 350 ný bein störf skapast hjá fyrirtækinu.
Satt
4. Samtals munu skapast um 1200 bein og óbein störf vegna stækkunarinnar.
Má vel vera
5. Bæjarsjóði verður kleyft að hafa ókeypis leikskóla eða ókeypis skólamáltíðir.
? Er eitthvað sem segir að þeir muni gera það? Hvað segir fólk sem er ekki barnafólk? Á barnafólk aðeins að njóta stækkunar?
6. Alcan mun koma sterkari inn eins og undanfarin ár með aukið fjármagn til samfélagsmála.
? Eru þeir ekki bara að segja þetta? Verða þeir ekki búnir að gleyma þessu eftir nokkur ár?
7. Hátækni iðnaðarfyrirtæki og önnur hugvitsfyrirtæki munu fá aukna vinnu til hugvits og þróunar vegna aukins hátæknibúnaðar í nútíma álverum.
? Skil þetta ekki.. Ætlar Alcan að veit styrki til hugvitsfyrirtækja? Eða á að ráða hugvitsfyrirtæki til að beturumbæta álverið?
Hfj (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 20:18
Gleymdir að segja að fasteignaverð mun falla í nágrenni við álverið t.d. Ásland, Vallarhverfi, holt
Kíkið á afleiðingar stækkun álvers;
http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=5759384&advtype=52&page=5
Jóhann Ingi sigtryggss. (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 20:28
Af hverju erum við alltaf að moka undir aðra. Ég hugsa að málið myndi snúa allt öðruvísi ef álverið væri í eigu Íslendinga.
Þið duglegu starfsmenn Alcan þið vinnið og leggið ykkur alla fram fyrir erlenda aðila. Af hverju eigið þið ekki að njóta þessarar stækkunar frekar en fyrirtæki skráð í kauphöll New York.
Ég segi íslendingar við eigum að eignast þessi álver sjálf og ekki vera að moka undir útlendinga endalaust. Ég þori að fullyrða að þegar eitthvað bjátar á þá gefur Alcan skít í okkur.
Eina sem við fáum í staðin er mengun, sjónræn mengun, örfá störf miðað við umfang og einhverja styrki árlega sem hugsanlega hlaupa nokkrum milljónum og óafturkræfar famkvæmdir við virkjanir.
Hfj (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 20:29
Sæll, óskráður.
Flest stæðstu íslensk fyrirtæki eru á erlendum hlutabréfamarkaði og eru ekki að öllu leiti í eigu íslendinga.
Bið þig að líta á skýrslu Hönnun HF.
Kv, Svig
Rauða Ljónið, 4.2.2007 kl. 22:11
Varð forvitinn og kíkti á skýrslu Hönnunar sem vísað er í.
Ég finn ekki neitt í þeirri skýrslu sem sýnir tekjur upp á 1.4 milljarð til Hafnarfjarðarbæjar (hvað þá 1.8 milljarð).
Bls. 89
Að teknu tilliti til margfeldisáhrifa af starfsemi álversins má áætla að auknar tekjur sveitarfélaganna verði 640-650 milljónir króna á ári, samanber töflu 1 í Viðauka I (viðauki A4). Þar af munu útsvarstekjur hækka um 380-390 milljónir króna og fasteignagjöld um rúmlega 70 milljónir króna.
Þetta kemur semsagt aðallega til vegna útsvars þeirra starfsmanna sem fá vinnu í álverinu eða við afleidd störf. Engin trygging fyrir því að þeir muni allir búa í Hafnarfirði. Auk þess hlýtur að þurfa að taka inn í reikninginn kostnað við hvern íbúa
Bls. 90
Miðað við að rekstrarútgjöld sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu séu um 180.000 krónur á íbúa að meðaltali á árinu 2002 ...
=> 1200 manns og 180.000 á kjaft => 216 millur í mínus hliðina og heildartekjur sem bætast við hjá sveitarfélögum (ekki endilega bara til Hafnarfjarðar) er 424 - 429 millur
Að auki væri ég til í að fá nánari útskýringar á:
Stærsti hátækniiðnaður sem er í dag á rætur sínar í tölvugeiranum má reka til Alcan.
Ég verð að viðurkenna að mig óraði ekki fyrir að því að þetta væri málið. Væri gaman að fá að vita hvaðan þú hefur þessar upplýsingar?
Ómar Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 00:05
Hvaða stæðstu íslensku fyrirtæki eru skráð í erlendum kauphöllum. Ég minnist decode hvað annað?
Listi yfir kauphöllina okkar.
http://www.glitnir.is/Markadir/Hlutabref/
Jú vissulega sáu starfsmenn tölvudeildar Alcan á sínum tíma tækifæri í að fara sjálfstætt 1997 og var það góður leikur af þeirra hálfu. Hef meiri trú á að þessir starfsmenn sjálfir séu svona klárir og útséðir og komi alcan ekki neitt við. En jú þaðan kemur ANZA. Enda kemur fram að það hafi verið að frumkvæði starfsmanna tölvudeildarinnar. http://www.anza-it.com/History.htm
Hér er grein frá alcan sem lýsir hvernig Alcan "krafði" Anza til að lækka kostnað án þess að lækka þjónustustigið.
http://www.alcan.is/?PageID=12&NewsID=32
Þarna kemur fram að Anza vildi stærri hluta til að verða við þessu s.s. fækka þeim fyrirtækjum sem komu að rekstri tölvukerfanna. Sjáið loka setninguna "Samningurinn er í anda Alcan um um fækkun birgja og samvinnu við þá með hagkvæmni og sparnað að markmiði til lengri tíma litið."
Anza er núna með samning til 2009 og er hann hindrandi fyrir aðra í þessari grein til að koma að rekstri tölvumála Alcan.
Hvernig er þetta í anda þeirra yfirlýsinga sem við erum að heyra í dag?
Ef ekki verður að stækkun þá loka þeir ekki á einum degi. Það gæti tekið 10 - 20 ár að loka því í núverandi mynd. En samt varnarliðið fór á einum degi með 6 mánaða fyrirvara þar voru 1500 starsmenn og það var bara ekkert mál. Enginn fann fyrir því og voru miklu meiri peningar í húfi en núna. Anza á ekki að þurfa að örvænta þeir hafa haft vit á að dreifa verkefnunum sínum.
Hfj (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 01:46
-------------
Getur einhver sagt mér hvað gerist þegar þessari framkvæmd líkur. Hvað tekur þá við?
Verða kerskálar 1, 2 og 3 ekki uppfærðir og farið úr 460þt í 6-700þt?
Er ekki nóg komið?
-------------
Hfj (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 02:15
Sæll Hfj,
Varðandi varnarliðið, þá fengu flestir af þessum starfsmönnum þar tímabundna vinnu og í flestum tilfellum ekki í samræmi við fyrri störf. Jú flestir bjarga sér en það er nefnilega málið þeir eru að bjarga sér. Ég held að enginn vill þurfa að bjarga sér tímabundið.
Varðandi uppfærslu skálanna. Í starfsleyfi fyrirtækisins kveður á um að fyrirtækið má framleiða 460 þt ekki 6-700 þt.
Kv. Fannar
Fannar (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 09:23
Daginn
Tekjur Hafnarfjarðar af Alcan munu verða eftir stækkun 14% af heildartekjum, í dag eru tekjur bæjarins 10 milljarðar.
Hagsæld í Hafnarfirði
Það voru Samtök atvinnulífsins ásamt Alcan á Íslandi sem efndu til stefnumóts fyrirtækja í Hafnarborg Hafnarfirði undir yfirskriftinni Hagsæld í Hafnarfirði. Fjölmenni var í Hafnarborg en þar fjallaði Hannes G. Sigurðsson um áhrif álversins í Straumsvík á Hafnarfjörð – fyrir og eftir stækkun. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir opinber gjöld sem tengjast starfsemi Alcan, en tekjur Hafnarfjarðar, ríkis og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gætu numið allt að sjö milljörðum króna á ári eftir stækkun álvers Alcan í Straumsvík.
Tekjur hafnarfjarðar 490 1.430
Útsvar annara sv. Félaga 102 265
Skatttekjur ríkisins 2.000-2500 4.200-5.2000
Samtals 2.600-3.100 5.900-6.900
Tölur eru í milljónum króna
Auk Hannesar fjallaði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri um nýja tillögu að deiliskipulagi við Straumsvík, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fjallaði um stækkun álversins og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri JRJ, fjallaði um þýðingu viðskipta Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, stýrði umræðum. Sjá link.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 5.2.2007 kl. 11:14
HAGSÆLD Í HAFNARFIRÐI?
Ein spurning til Rauðra ljóna. Eruð þið búnir að reikna út hvað verðtryggð lán landsmanna hækka mikið við framkvæmdina? Framkvæmdin kemur til með að viðhalda óðaverðbólgu og hávöxtum sem við öll finnum fyrir. Getur verið að framkvæmdin komi til með að kosta landsmenn meira en við fáum fyrir hana?
Rúnar Óskarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:46
Sæll , Rúnar Óskarsson ,þessi spurning hefur komið upp ekki talið að það hafi áhrif þar sem framkvæmdum verður þá lokið við Reyðarál.
Kv.Svig.
Rauða Ljónið, 6.2.2007 kl. 12:04
Nú vil ég fá eitt á hreint.. Þetta er óljóst í mínum huga.
Hvort eruð þið að berjast fyrir störfunum ykkar eða hagsmunum bæjarfélagsins um frekari tekjur?
Ef þið eruð að berjast fyrir stöfunum ykkar þá tel ég það ekki það sjónarmið sem eigi að ráða.
Hugsum dæmið fyrir komandi kynslóðir hvað vilja börnin okkar. Myndi dóttir mín setja börnin sín á leikskóla við hliðin á álverinu? Hugum það aðeins. Hvað með eftir 20 ár þegar flestir þeir sem starfa þarna núna starfa ekki lengur.
Forðumst að hugsa. Ég missi vinnuna eftir 10 - 20 ár.
Hfj (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:44
Afhverju ætti dóttir þín ekki að vilja setja barnið sitt í leikskóla við hliðina á álverinu. Barninu verður ekkert meint af því. Ég myndi frekar vilja setja krakkann minn á leikskóla við álverið frekar en á leikskóla við Miklubraut.
Og hvað með þá sem eiga eftir að starfa í álverinu eftir 20 ár?
Jón Gestur Guðmundsson, 7.2.2007 kl. 14:01
Ágæti Jón Gestur, nú er talað um að mengun frá stækkuðu álveri í Straumsvík svari til þeirrar mengunar sem kemur frá öllum bílaflota landsmanna ! Hugsaðu þér, allt það magn á einum stað !!!! Má ég þá frekar velja leikskóla við Miklubrautina fyrir mína!
Kveðja Þorsteinn
Þorsteinn (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 16:55
Sæll, Þorstein.
Magn svifryks við mælingarstöðina við Grensásveg í Reykjavík hafa farið í 700 míkrógrömm á rúmmetra í lok nóvember 2005, sem sé "algjörlega óviðunandi". Vindstrengur frá Hvalfirði hafi síðan blásið menguninni á brott, sem hafi verið ein sú mesta síðustu ár, og magnið minnkað verulega. "Þarna var um að ræða hæstu mældu gildi á tiltekna tímaeiningu við Grensásveg,Í fyrra 2005 voru 29 dagar þar sem mengunin fór yfir heilsuverndarmörk við stöðina. Hún er samt hlutfallslega miklu minni en í Suður-Evrópu, svo ekki sé talað um Kína.
Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins, sem er samhljóma reglum Evrópusambandsins, hefur verið ákveðið að heilsuverndarmörk svifryks fyrir árið 2010 verði 20 míkrógrömm, eða það magn sem ekki er talið skaðlegt. Þetta er þó til endurskoðunar, enda efasemdir um hvort þetta sé nóg. í 40ára sögu Isals-Alcan mafa mælingar aldei nálgast þessi mörk.
Að framan sögðu Þorsteinn ef þú vill vermda barnið þitt þá er þetta ekki leiðin, sjá mælingar við Miklabraut
Kv, Svig.
Rauða Ljónið, 7.2.2007 kl. 17:26
Það hefur samt engin svarað þessu.. Eruð þið að berjast til að halda ykkar störfum eða eruð þið að berjast fyrir öðrum málstað.
Mín perónulega skoðun er sú að það má ekki hugsa um mannlega þáttinn .. "ég mun missa vinnuna" etc.
Mér finnst umhverfisþátturinn, virkjanir, sjón-, hljóðmengun miklu meira virði en nokkur störf sem atvinnulífið mun gleypa við á þeim 10 - 20 árum sem hugsanlega tekur að taka álverið úr rekstri.
Þetta er ekki peninganna virði.
og aftur.. ef þið eruð ekki að berjast fyrir störfunum ykkar hverju eruð þið þá að berjast fyrir?? Auknum tekjum hafnarfjarðar? Auknum tekjum ríkissjóðs? Halda hlutabréfum Alcan sem hæðstum. Plís segið okkur svo við skiljum þetta betur. Því í dag er þetta algerlega óskilandi.
Hfj (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 02:28
Sæll HFJ
Ef þú kemur undir viðurkendu nafni, þá skal ég svara þér. Athugasemdir allra þeirra sem ekki þora að skrifa undir nafni eru vart svara verðar.
Virðingafylst. Árelíus Örn Þórðarson
Rauða Ljónið, 8.2.2007 kl. 05:57
Ég er ekkert að koma undir nafni frekar ég vil. Af hverju er svona erfitt að svara þessari einföldu spurningu.
Mér sýnist einhver vera farinn að ritskoða líka efnið á þessum vef. Getur einhver sagt mér að þið séuð ekki farnir að eyða út efni sem kemur ykkur illa.
Hfj (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:37
Sæll Hfj. Skil kjarkleysi þitt að þora ekki að koma undir nafni hvorki á þessari síðu né öðrum síðum og þurfir að fela þig undir Hfj.
Ég vísa því til föðurhúsanna að hér sé stunduð ritskoðun,.
,, Mér sýnist einhver vera farinn að ritskoða líka efnið á þessum vef. Getur einhver sagt mér að þið séuð ekki farnir að eyða út efni sem kemur ykkur illa.” .
Þú getur ekki miða þessa síði við síðu Sól í Straumi sem kvartað hefur verið yfir um ritskoðun.
,, Sælir Pétur og Sigurður. Vil aðeins benda á að einhverjir tækniörðuleikar virðast vera með síðuna ykkar. Í gær var smá leiðrétting á staðreynda villum og vangaveltur frá mér komnar á síðuna, en þegar ég leit inn í gærkveldi var það horfið.” Með góðri kveðju
Tryggvi L. Skjaldarson febrúar 10th, 2007 at 09:45:00
Ég get ekki sé að Ruða Ljónið eigi að svar þeim sem þora ekki að koma undir nafni og mun það ekki gert hér eftir.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 12.2.2007 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.