Leita í fréttum mbl.is

RÚV og kosningarskriftofa Sól í Efstaleiti.

 

 

 

Bæði útvarpsfréttum í hádeginu og í kvöldfréttum sjónvarpsins á föstudaginn 2 feb. var fjallað um stækkun álversins í Straumsvík á afar ósmekklegan hátt. Fréttirnar jaðra hreinlega við fréttafölsun því sýndu á engan hátt raunhæfa mynd af efni fundar sem Samtök atvinnulífsins héldu um í Hafnarborg 2.feb.

Fjölmenni var í Hafnarborg en þar fjallaði Hannes G. Sigurðsson um áhrif álversins í Straumsvík á Hafnarfjörð.

Auk Hannesar fjallaði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri um nýja tillögu að deiliskipulagi við Straumsvík, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fjallaði um stækkun álversins og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri JRJ, fjallaði um þýðingu viðskipta Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, stýrði umræðum.

Engu var líkara en fréttamenn RÚV hefðu skipað sjálfan sig kosningarstjóra um kosningu um deiliskipulagið og opnað kosninga skrifstofu Sól í Efstaleiti.

Fréttarmenninir María Sigrún Hilmarsdóttir og Sigrún Hagalín Björnsdóttir tíndu að mestu út úr það sem fjallað um eins og sjá má á glærum Hannesar G. Sigurðssonar.

Tekið var viðtal við eins af fulltrúa Sólar í Straumi sem ítrekað hefur gefið villandi upplýsingar og rangar, en ekki talað við fulltrúa verklíðfélagana né fulltrúa hóps sem styður stækkun.

Mætti líkja því við á ársþingi stjórnmálaflokks væri tekið einungis viðtal við fulltrú anstæðings flokksins og ekki fjallað um það sem gerðist á ársþinginu.

Í fréttum RÚV var umfjöllunarefni SA fundarinar tekið úr öllu samhengi . Á fundinum var mjög margt áhugavert, í Hafnarborg allavega upplifðu fundarmenn það.

 Til að kóróna vitleysuna var Útvarpstjóri látin lesa upp fréttirnar í Ríkissjónvarpinu eflaus grunlaus um villandi fréttarefni sem honum var afhent í hendur.

Tölur þær er vitnað var til á  fundinum voru teknar úr samhengi og þær notaðar er hentuðu meðalinu í það sinn en aðrar ekki og öðru þáttum bætt  inn í þetta jaðrar við fréttafölsun.

Það er krafa að RÚV útvarp allra landsmanna fjalli um þessi mál á ópólitískan hátt og virði málstað beggja hópa er vilja aukið tvinnulíf í Hafnarfjörð og þeirra sem eru á móti.

 

Kv. Sigurjón Vigfússon 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband