10.2.2007 | 03:40
Hafnfirðingar kjósa um framtíð mína? Mörgum þeirra er sama og finnst að ég ætti að fara að semja ljóð eins og svo margir afturhaldssinnar.
Alcan er gott fyrirtæki og hefur reynst mér afskaplega vel.
Á sínum tíma þá hætti ég sjómennsku minni þar sem mér fannst ömurlegt að starfa í grein sem var með óréttlát kvótakerfi.
Ég tel Alcan á Íslandi vera með besta áliðnaðar starfsfólk á heimsvísu. Ég tel á mínum vinnustað að starfsfólkið hafi gert kraftaverk. Skautsmiðja á heimsvísu er talin óþrifalegasta deild álfyrirtækja. Hjá okkur er hún ein sú þrifalegasta og tel ég að með því að fá alla til að róa í takt þá sé hægt að gera kraftaverk. Við höfum gert kraftaverk Skautsmiðjunni og erum við starfsmenn stoltir fyrir allt það hrós frá öllum þeim sem hafa heimsótt okkur.
Nú er svo komið í mínu lífi að ég legg spilin á borðið? Ef Alcan verður ekki stækkað þá mun Alcan sem framleiðir 180.000 tonn sem gamalt úrelt álver byrja að loka sem getur tekið X mörg ár. Við starfsmenn munum örugglega sjá breytingar. Sjálfur hef ég hugsað þetta ferli oft? Um þessar mundir er ég að hugsa mína stöðu hvort ég vilji vera hjá fyrirtæki áfram sem mun hætta rekstri eftir nokkur ár. En að sjálfsögðu hef ég áhuga á að starfa hjá fyrirtæki sem er fremst í umhverfis, öryggismálum og að vinna við að lágmarka gróðurhúsalofttegundir.
Ég hef sagt við mína konu ef álverið í Straumsvík verði ekki stækkað þá flytjum við á landi brott því ég mun ekki kyngja því endalaust að alltaf sé ráðist á þá atvinnugrein sem ég hef valið mér.
Enn og aftur bið ég Hafnfirðinga um að vera framsækna og sækja fast í og styðja að fyrirtækið fái að nútímavæðast og þróast.
Það er mikill mannauður hjá elsta álfyrirtæki landsins. Sá auður mun hverfa til anskotans ef fyrirtækið verður ekki stækkað?
Kveðja
Á Örn Þórðarson.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Ljóð, Menning og listir, Sjónvarp, Trúmál og siðferði, Tölvur og tækni, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Góða ferð
Járnkallinn (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.