11.2.2007 | 05:49
Sælir Straumarmenn, Stækkun Alcans JÁ TAKK. Hafnfirðingar gerum bæinn okkar kraftmikinn.
1. Sælir Sólar menn.Af hverju á ekki bara að hætta að hugsa um að efla velferð í þessu landi til framtíðar þar sem nóg virðist af henni í dag. Velferð kostar peninga og allir vita að fólk þarf að hafa samkeppnisbær laun. Húsvíkingar reyndu allt áður en þeir heimtuðu álver. Það má segja að allt sem þeir reyndu gekk ekki upp, síðan gáfust þeir upp og heimtuðu álver. Fyrir um 12 árum síðan gengu hér um í Hafnarfirði 10% atvinnulausra manna. Davíð Oddson aflýsti kreppunni þá þegar síðasta stækkun álversins var fullgerð. En vissulega eru betri tímar núna en hagkerfi okkar er svo brothætt að lítið þarf út af bera til að allt hjaðni niður og leiti til baka.Sjálfur vil ég vera hreinskilinn og kvíði fyrir því ef Vg nær einhverri fótfestu sem ráðandi afl í okkar landi.Fyrir rúmum mánuði síðan hringdi í mig góður vinur minn að norðan til að spyrja mig um ráðleggingar um lán og þá hvort eitthvað vit væri í að taka lán í útlenskum gjaldmiðli? Þessi vinur minn er annálaður stuðningsmaður Vg. Ég tjáði honum það ef hann treysti Vg fyrir efnahagsstjórnunninni næstu ára þá skyldi hann taka erlend lán en hann var efins um það með efnahagsstjórnun Vg í fararbroddi.Í mínum huga fer fram mikið lýðskrum um stækkun álversins í Straumsvík. Þegar menn segja sannleikan um framtíð Alcans um líftíma þess og fl að þá verður allt vitlaust og þeir sem kölluðu okkur álhausa kálhausa í síðustu kosningabaráttu blása úr og kalla að menn séu með hótanir. Hvaða fyrirtæki verður langlíft ef það fær ekki að þróast og taka upp nýjustu tækni?Ef menn hafa fylgst með sveitastjórnakosningunum í vor þá gátu menn séð það að meðaltekjur hvers skattskylds útsvarsgreiðanda í Hafnarfirði eru mjög lágar. Það er s.s nóg af láglaunastörfum í Hafnarfirði. En þess skal geta að álverið borgar vel yfir lágmarkslaunum á landsvísu og góðan útsvarspakka til bæjarins.Það er leitt að horfa upp á þessa skrumstælingu fjölda fólks sem hefur ekki hundsvit á því hversu gott er að vinna innan veggja álversins. Miðað við allt miðað við þá mengun sem þau ímynda sér ættum við sem vinnum þar að vera löngu dauð. Í mínum huga er framtíð eins skuldugasta bæjarfélags á Íslandi í veði.
Álver með snyrtilegu umhverfi á rétt á sér sem ekki sést nein mengun frá. Þannig er Alcan í dag og mengar ekkert sem hefur nein áhrif á íbúa Hafnarfjarðar þótt af stækkun yrð
Stækkun álversins JÁ TAKK.Á. Ö. Þórðarson.Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Ljóð, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
"Ljóð", "Matur og drykkur", "Ferðalög", "Bækur"
Huh?
Hvernig væri nú að hætta að misnota blogkerfið og reyna að halda sig við þá flokka sem efnið á raunverulega heima í?
Púkinn, 11.2.2007 kl. 11:26
Ég Hafnfirðingurinn vill ekki sjá að álverið í Straumsvík verði stækkað og mér skilst að tæplega 80% Hafnfirðinga sé sammála mér (skv. skoðanakönnun á bloggi hér á mbl.is)
Alcan er gróðrastía erlendra fjárfesta sem hafa verið að hræða úr ykkur líftóruna og hóta lokun ... ykkur sem vinnið hjá þeim. Þar að auki hefur verið afar sorglegt að sjá hvernig yfirmenn álversins hafa komið fram við starfsmenn sína sem eru u.þ.b. að komast á aldur.
Síðast en ekki síst er álverið mikil sjónmengun fyrir okkur Hafnfirðinga og sá hagnaður sem álverið skilar bænum er tittlingaskítur miðað við önnur fyrirtæki í bænum til samans.
Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 19:19
Sæll, Hafnfirðingur , Hafnfirðingar þora að koma undir nafni ég lít svo á að þú sért ekki Hafnfirðingur , 1 Alcan hefur ekki hótað neinu um lokun ósatt hjá þér, fullyrðing þín vaðandi varðandi skatta er ósönn vantar tölur og skattalög ,Alcan er hæsti greiðandi gjalda á Reykjanesi með 960 milljónir í opinber gjöld sjá (RSK) sá næsti er með 300 milljónir.Verði stækkað þrefaldast upphæðin í 2,597 milljónir til Hafnarfjarðar 900 til 1400 miljónir til Hafnarfjarðar til birgja og verktaka um 5,500 til 6000 miljónir fyrir utan útsvars til Hafnarfjarðar af störfum Hafnfirðinga er vinna hjá Acan , fjölgun starfa er um 1100 bein og óbein afleidd og útsvar af þeim, og svo mætti lengi telja, Meiri sjónmengum verður að iðnaðarherfinu eins og það er í dag þegar það stækkar því lóð Alcans er aðeins 20% af svæðinu . Skrifa undir nafni næst.
Kv.Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 11.2.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.