14.2.2007 | 17:47
Vinstri Grænir heimta 14.9 milljónir ? út úr Hafnarfjarðarbæ.
Þann 13. febrúar 2007
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvartar yfir bókun Sjálfstæðisflokksins vegna andstöðu hans við beðni um styrkveitingu til andstæðinga stækkun Alcans og segir þar meðal annars.,, Annars vegar er um að ræða hóp fólks sem unnið hefur í sjálfboðavinnu. Það er sýn Vinstri grænna að þennan aðstöðumun beri að jafna út af fremsta megni og áréttar að stórmunur er á fjárhagsáætlun Alcan vegna stækkunarinnar og Sólar í Straumi. Bæjaryfirvöldum ber skylda til að jafna þennan aðstöðumun. En fremur er sagt. ,,Það er því nauðsynlegt að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að styrkja myndarlega frjáls félagasamtök.
Þann 11. janúar 2007 lagði Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fram tillögu og hljóðar svo.,, Á fundinum í dag lagði ég fram tillögu um að bæjaryfirvöld styrki áhugasamtökin Sól í Straumi. Tillagan var ekki tekin til efnislegrar umræðu heldur frestað til næsta fundar. Vona ég svo sannarlega að bæjarráðsmenn sjái hag Hafnfirðinga í því að styðja fjárhagslega við bakið á Sól í Straumi til að þau geti haldið sínu góða starfi áfram og stigið næstu skref. Upphæðin er svo. ,, Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir því að veita Sól í Straumi styrk að upphæð 8 milljóna króna.
Þann 15. janúar leggur svo Sól í Straumi aðra tillögu um enn frekari styrk. Sem Hljóðar svo.
,, . Nú í morgun lagði Sól í Straumi fram umsókn um styrk til Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknin miðast við kynningu á málstað Sólar í Straumi fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði fram að kosningu um málið. Í kostnaðaráætlun hópsins er gert ráð fyrir framhaldi á borgarafundunum sem haldnir hafa verið í vetur, aðkomu sérfræðinga að þeim fundum, útgáfu á prentuðu efni og dreifingu á því, auglýsingum, gerð teikninga og mynda af framtíðarskipulagi Straumsvíkursvæðisins, dagsferð fyrir Hafnfirðinga að virkjunarsvæðunum á Reykjanes og Þjórsá og öðru kynningarstarfi. Áætlun Sólar í Straumi gerir ráð fyrir heildarútgjöldum að upphæð 6.915.000,- með vsk. og hljóðar umsóknin uppá þá upphæð. Umsókn Sólar í Straumi er lögð fram í trausti þess að Hafnarfjarðarbær vilji að öll sjónarmið í stækkunarmálinu komi fram. Með mikilli sjálfboðavinnu kjarnahópsins og elju þeirra íbúa bæjarins sem bætast vilja í hópinn telur Sól í Straumi að fyrir þessa upphæð takist hópnum að kynna sín sjónarmið fyrir bæjarbúum.
Samtals er verið að reyna að ná út úr Hafnarfjarðarbæ 14,9 milljónim króna.
Ég get ekki séð að áhuga hópar sem vilja vinna í sjálfboðavinnu hver sem sá hópur er eigi að fá fjármuni úr bæjarsjóði ef svo er hefur sjálfboðavinnan beytts í gróðrastíu.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Jamm, það er afskaplega þægilegt að setja saman baráttuáætlun og ætla síðan að senda reikningin til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.
Líklega er þeirra "blautasti" draumur að vera neitað um fé, þannig að hægt sé að reyna að afla samúðar með málstaðnum vegna "illsku" bæjaryfirvalda. Þannig verða allar fékröfur "win/win" staða. Gott ef peningarnir koma, hugsanlega betra ef þeir koma ekki.
Ef miðað er við 21.000 íbúa (ég veit ekki hvað margir búa í Hafnarfirði) þá er þetta ríflega 700 kr á hvern íbúa, auðvitað mun hærri upphæð á hvern skattgreiðenda, ennþá hærri upphæð á hverja íbúð í bænum, og u.þ.b. 2850 kr á hverja 4. manna fjölskyldu.
Það er eins og maðurinn sagði, hátt upp í þó nokkuð.
Persónulega er ég þeirrar skoðunar að slík áhugamannasamtök eigi auðvitað að fjármagna sig sjálf, þó að einhver styrkur frá opinberum aðilum komi til, en það þykir ekki fínt á Íslandi í dag, þar sem allir pólítíkusar vilja senda reikninginn til almennings.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.