17.2.2007 | 04:51
Kraftmikið atvinnulíf framfarasinna verður að vinna bug á afturhaldi Vg
Komið þið sæl.
Það hefur alltaf verið mín skoðun að kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf gefi af sér betri velferð.
Ef stjórnmálaflokkur berst gegn fjölskyldum hundruða manna þá er hann ekki að hugsa um velferð í okkar landi. Ef stjórnmálaflokkur berst gegn því að fullfrískir menn hafi ekki vinnu sem honum er ekki þóknanlegur þá verður engin velferð.Hvernig á að fjármagna ókeypis skólamáltíðir, ókeypis leikskóla og ókeypis hitt og þetta þegar ráðist er á verkamenn þessa lands í ágætlega launuðum störfum. Ég hef heyrt að það sé stefna Hafnarfjarðarbæjar að hafa sem flest ókeypis og er það hið besta mál.
Hvernig á að vera hægt að hækka lægstu laun þjóðfélagsins hjá hinu opinbera og hjá launþegum í hinum almenna geira þegar ráðist er á störf fólks og fyrirtæki sem eru sjálfbjarga og falla og standa með sinni afkomu. Hvernig getur þjóðin eða við látið átölulaust að einn stjórnmálaflokkur öskri nánast daglega að fyrirtæki/fyrirtækjum í samkeppni að þau fái ekki að dafna og nútímavæðast þótt farið sé eftir öllum skilyrðum og leikreglum.Hvernig væri Ísland í dag ef einn stjórnarandstöðuflokkurinn hefði leitt ríkisstjórna síðustu 15 árin? Ég skal segja ykkur það! Stór hluti Íslendinga væru að tína hundasúrur upp á fjöllum. Ég er hissa og ekki ótrúlegt að tunga vefjist um tönn eftir lestur skrifta margra á netinu og hinum ýmsu fjölmiðlum síðustu vikna.Það er mín skoðun að í mínum bæ Hafnarfirði verða bæjarbúar að taka höndum saman og segja já við stækkun álversins eftir að hafa kynnt sér allar leikreglur sem settar eru fyrir stækkun.
Á Örn ÞórðarsonMeginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 87044
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Þið verðið að afsaka röflið í mér en ég er nefnilega ekki alveg ósammála þér en samt á móti. Skrítið.
Í núverandi mynd er álverið í nokkrurri sátt og því finnst mér réttast að stækka ekki. Hinsvegar hefði ég ekkert á móti að núverandi kerskálar verði nútímavæddir. Er það ekki gert regulega? Ekki er 40 ára gömul tækni þarna? Er einhver fyrirstaða að nútímavæða skálana? Jú vissulega væri kannski hægt að framleiða eitthvað meira. Það ætti að vera í fínu lagi. Ný tækni hefur yfirleitt í för með sér færri störf og öðruvísi menntað starfsfólk.
Varðandi "allt ókeypis" stefnuna þá finnst mér alrangt að segja stækkum og allt verður ókeypis. Einnig finnst mér rangt að hafa allt ókeypis að því að eitt fyrirtæki í bænum "gæti hugsanlega" gæti aflað nægra tekna.
Varðandi að hækka laun eins og þú talar um vil segja að ef við værum ekki endalaust í stóriðju framkvæmdum sem hefur haft í för með sér bullandi verðbólgu og ójöfnuð þá hefðu mikið fleiri samningar haldið og óeðlileg launaskrið ekki komið til. Með stækkun verður enn meiri ójöfnuður, enn meiri verðbólga og jú hagsæld til líklega 2010. Verðtryggð húsnæðislán munu hækka sem kemur niður á ansi mörgum. Okkur vantar stöðuleika annars endar þetta með óskupum.
Hlutirnir get breyst rosalega hratt. Alcan er á hlutabréfamarkaði og önnur fyrirtæki geta keypt þá og allt getur breyst við það. Alcan gæti hugsanlega bara sett álverið í sölu og það yrði selt í heilu lagi sem gæti haft jákvæða og neikvæða þætti í för með sér.
Einnig megum við ekki gleyma þeim sem hafa látist við störf sín í álverinu og virkjunartengdum framkvæmdum fyrir krónur og aura erlendra fyrirtækja.
Hfj (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 14:21
Mér finnst alltof mikill fórnarkostnaður að kaupa þessi viðbótarstörf handa ykkur, með þessari risastækkun hér inni í bænum og fastsetja ástandið til næstu 40-50 ára fyrir komandi kynslóðir.
Líklegt er að þessi viðbótarstörf verði mestmegnis fyrir erlent vinnuafl, lengstum. Svona fyrirtæki ganga kaupum og sölum á hlutabréfamarkaði. Það er ekki mjög langt síðan Alcan keypti ÍSAL
Nú er Rio Tinto alvarlega að hugleiða uppkaup á annaðhvort Alcoa eða Alcan samkvæmt fréttum utan úr heimi fjármála.
Það yrði geðslegt að fá Rio Tinto hingað inni Hafnarfjarðarbæ með stærsta álver í Evrópu . Verst þokkaða fjölþjóðaauðhringinn í mannafla og umhverfismálum.
Flýtum okkur hægt í virkjana og stóriðjumálum og vöndum okkur vel.
Okkur liggur ekkert á og auðlindir okkar verða verðmætari með hverju ári. Það erum við sem eigum þær amk ennþá.
Haldið gleði ykkar Straumsvíkurfólk. Núverandi vinnustaður ykkar er nákvæmlega ekkert áförum.
Mesta hættan er núna hvað gerir Rio Tinto..kaupa þeir ykkur????
Hafnfirðingur sem ber hag Hafnarfjarðar fyrir brjósti (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.