21.2.2007 | 03:00
Mun barátta framfarasinna sigra afturhaldið?
Bæjarstjóri Kópavogs er framfarasinni þess vegna blogga ég þessa frétt við þennan tengil sem ég var nýbúinn að pikka inn.
Mikið er ég hissa? Það er eins og búið sé að slíta tunguna úr stórskotaliðssveit Vg og nokkrum liðhlaupum úr Sf.
Eftir mína yfirferð yfir Mogga bloggið þá má segja að tíðindalaust sé á vígstöðunum eitthvað sálfræðibull samt í gangi á Sólarsíðunni.
Það er búið að vera mjög gaman að vera þátttakandi í hersveit framfarasinna sem vill sjá fyrirtækið Alcan þróast og nútímavæðast. Á síðustu vikum hefur verið nóg að gera við að hrekja burtu staðlausa stafi úr orðum andstæðinganna.
Það er alveg á hreinu frá mínu hjarta? Við munum berjast til 31 Mars fyrir því að fyrirtæki með heimsárangur í umhverfis-öryggis og heilsufarsmálum fái að dafna. Ef við framfarasinnar töpum fyrir afturhaldinnu í þessu baráttumáli okkar þá verður svo að vera. En eitt er víst að við framfarasinnar ætlum að halda baráttunni áfram til 31. Mars og eigum eftir að eflast mjög fram á þeim tíma.
Fólk verður að skilja það að við framfarasinnar segjum að nú sé nóg komið að afturhaldsinnar kalli okkur öllum ónotarnöfnum. Sjálfur veit ég um hvað ég er að tala þar sem ég var einn af þeim fáu sem hóf þessa réttlætisbaráttu fyrir rúmlega einu ári síðan.
Svo til að undirbúa listsköpun mína fyrir framtíðina ef allt fer á versta veg langar mig að enda þetta á einu steypu ljóði.
Að bíða eftir stækkun Alcans
Ég vil ekki burt, Ég vil ekki burt. Hver veit hvurt, hver veit hvurt? Út í heim, út í heim. Þar sem enginn að kvöldi, fær um ferð mína spurt.
Ég finn lönd, ég finn lönd. Brosir strönd,brosir strönd. Svo hrynur það allt, ég er hnepptur í bönd.
Enn ég dvel, enn ég dvel. Allt ég fel, allt ég fel. Bíð hér aleinn í fjötrum sem skjaldbaka í skel.
Á.Örn Þórðarson.
Skógræktarfélagið geri tillögu að samkomulagi við Kópavogsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Ljóð, Menning og listir, Tölvur og tækni, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Þú er að verða ansi strekktur á tauginni Á.Ö. Þórðarson
Ég held að það sé nú aðeins í þínum hugarheimi að þú hafir stórkostleg áhrif og sért að "hrekja staðlausa stafi andstæðinganna "
Ég held að það sé hið besta mál að róa sig aðeins niður og anda djúpt nokkru sinnum. Það hvílir hugann og veitir endurnýjaða orku og kannski eykur það víðsýni í stað þessarar miklu þröngsýni sem verður svo mjög vart við yfirferð á þessum pistlum þínum.
Þú átt nákvæmlega ekkert í þessu álveri sem þú berð svona fyrir brjósti---það eru hluthafar úti í hinum stóra heimi sem eiga allt klabbið og geta ráðstafað því að vild án þessa spyja þig eins eða neins.
Þessvegna getur þú verið á köldum klaka fyrr en varir og ekki vegna kosninga Hfanfirðinga
Með ósk um bætta líðan
Íslendingur sem vill reisn þjóðarinnar (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:59
Sæll óskráður Íslendingur sem vill reisn þjóðarinnar.
Þakka þér fyrir þinn ágæta pistil þótt ég yfirleitt svari engum sem koma ekki undir nafni.
Ég er talinn mjög taugasterkur maður og finnst ekkert skemmtilegra en að berjast fyrir góðum málstað.
Ég væri ekki að þessu ef mér þætti þetta leiðinlegt með fullri vinnu og stóru heimili enda kemst ég yfirleitt ekki í tölvuna fyrr en eftir KL 12 á kvöldin.
Þú talar um þröngsýni mína? Það er líka í lagi þar sem ég er baráttumaður fyrir framförum og berst gegn afturhaldi sú barátta mun vissulega halda áfram. Á þessum vef tjái ég mig fyrir sjálfan mig,engan annan. Sjálfsagt hefur þessi þröngsýni skapast af því afturhaldi sem tröllríður þjóðinni um þessar mundir. Ég sé samt að sú þröngsýni er í einhverri hjöðnun.
Kveðja. Á. Örn Þórðarson.
Rauða Ljónið, 22.2.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.