23.2.2007 | 01:26
Nútíma álver er ekki sama og álver fortíðarinnar?
Eins og ég hef áður sagt þá mengaði álverið hjá Alcan margfalt meira á fyrstu árum starfseminnar en það gerir nú. Mjög mikið er lagt upp úr því að minnka mengun eins og kostur er, og stefnan er með nútímatækni að reyna að útrýma henni eins og hægt er. Ég tel að mengun álvera verði lítið vandamál í nánustu framtíð. Sjá blogið fyrir neðan.
Álver í dag miðað við mengun og starfsskilyrði er ekki sama og álver fortíðarinnar. Það er gott að vinna í álveri og flestum eða öllum líður þar vel.
Að tala um einhvera mengun í dag miðað við á fyrstu árum álvera er hlægilegt og hjákátlegt.
Fyrir 20 árum keyrðu menn oft í gegnum mengunarský en í dag sjáið þið ekki þessa mengun sem þið eruð sífelt að tönglast á.
Fólkið sem vinnur þarna líður vel, hefur allt til alls og sáralítil hreyfing er á fólki í önnur störf þótt þenslu ástandið sé mikið. Á síðustu árum hefur fólk þurft að bíða í marga mánuði eða árum saman til að fá vinnu hjá Alcan.
Það er hrikalegt að þurfa að sitja undir þeirri umræðu sem nokkur þúsund manna, starfsmanna,birgja,fjölskylda og allra þeirra sem hafa allt undir að þessi starfsemi fái að blómstra. Neikvæð umræða sem oftast virðist byggð á fordómum en rökum hefur vissulega áhrif og setur illt blóð í okkur sem vinnum á mjög góðum vinnustað og líður vel, höfum mannsæmandi laun sem er ekki hægt að segja um allt þjóðfélagið.
Ég segi! Guð hjálpi Hafnarfirði og öllum þeim sem berjast fyrir því að fyrirtækið fái ekki að nútímavæðast og dafna.
Stækkum Alcan fyrir hagsæld Hafnarfjarðar.
Á. Ö. þ.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Ágæti ÁÖÞ.
Við getum verið sammála um að starfsemi álversins í Straumsvík í dag er í ágætum málum og trúi ég því að ykkur starfsmönnum líði vel á þeim vinnustað. Mengun hefur farið minnkandi frá upphafsárum bræðslunnar og þar tala bæði mælingar og starfsmenn sama máli. Á árum áður voru starfsmenn svartir upp fyrir haus og loftgæði innandyra heilsuspillandi. Með betri tækni og meiri metnaði hefur mikið áunnist.
Sjálfur er ég verkfræðingur og fullyrði að sífellt er unnið að nýrri tækni á öllum sviðum allt í kringum okkur, líka þeim sviðum sem tengjast álbræðslu, og að með hverjum nýjum degi eru nýjir möguleikar til bættrar framleiðslu og minni mengunar. Ég trúi því þess vegna að stjórnendur og starfsmenn Alcan muni áfram á komandi áratug (um) vinna að bættum rekstri bræðslunnar, bæði fjárhagslega og mengunarlega, eins og undanfarin ár og áratugi, án þess að stækkunar verksmiðjunnar sé þörf.
Hafnfirðingar (starfsmenn þar með taldir), geta valið að trúa því að aðeins sé hægt að tryggja framtíð bræðslunnar í Straumsvík með stækkun, en það er einhliða málflutningur frá hendi eigenda álversins og stjórnendum þess. Ómerkileg hótun um "upphaf endaloka" og aðeins til að skapa óvissu hjá starfsmönnum og Hafnfirðingum. Óvissa í rekstri og framtíð, hefur oft verið notað sem vopn eigenda/stjórnenda til að "berja" á launakröfum starfsmanna, það geta forystumenn fagfélaga staðfest. Hvort það eigi við hjá Alcan nú um framtíð bræðslunnar veit ég ekki, en eitt er víst að verksmiðjan í Straumsvík hefur á síðasta áratug skilað sífellt betri arðsemi og bættum rekstri frá ári til árs, og það með "sömu verksmiðju", en nýrri tækni, sífelldum endurbótum og góðum liðsanda - til hamingju með það !
Þið starfsmenn, ásamt stjórnendum getið áfram unnið að bættum rekstri innan "núverandi verksmiðju", án stækkunnar á aðstöðu, en með frekari endurnýjun á búnaði, meiri menntun starfsmanna og nýtt ykkur þannig heimild bræðslunnar til 200 þús. tonna ársframleiðslu.
Innan þessa 200 þús. tonna ramma eigið þið að geta rekið verksmiðjuna, - með meiri hagkvæmni og minni mengun. Þetta er það þak sem hvílir á starfseminni í Straumsvík, það er það framleiðslumagn sem þið hafið að vinna með. Þetta er sú heimild sem við Íslendingar höfum þegar veitt Alcan!
Ég minni á að við upphaf var verksmiðjan um 30 þús. tonn, er í dag 180 þús. tonn og er með heimild fyrir 200 þús. tonnum, en þið teljið að verksmiðjan þurfi að stækka í 460 þús. tonn ! Hvenær er nóg, - nóg?
Með bestu kveðju og góða framtíð í Óstækkuðu álveri.
Þorsteinn Gunnlaugsson
Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.