23.2.2007 | 11:14
Hlíf skorar á Hafnfirðinga
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf mælir með stækkun álversins í Straumsvík og skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkun álversins í Straumsvík atkvæði sitt í væntanlegri skoðanakönnun og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum.
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf mælir með stækkun álversins í Straumsvík og skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkun álversins í Straumsvík atkvæði sitt í væntanlegri skoðanakönnun og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum. Á fundi sem haldinn var í Verkalýðsfélaginu Hlíf síðastliðinn miðvikudag var samþykkt ályktun um málið. Þar segir að Hlíf mæli "með fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík í allt að 460.000 tonna framleiðslugetu á ári, enda verði þar settar upp bestu mengunarvarnir sem völ er á hverju sinni". Þrátt fyrir að álframleiðsla Alcan í Straumsvík meira en tvöfaldist eftir stækkunina verða loftgæði, með tilliti til heilsu fólks og mengunar gróðurs og jarðvegs, undir öllum mörkum sem sett hafa verið innan sem utan lóðarmarka álversins. "Fundurinn skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkuninni atkvæði sitt í væntanlegri skoðanakönnun og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum."
Kv,Sigurjón Vigfússon
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Sæll Sigurjón.
Eigum við ekki að láta það fylgja með þessari frétt þinni að hér var um samþykkt á félagsfundi að ræða. Tillaga sem borin var upp af fundarmanni úr sal. Fjöldi fundarmanna liðlega þrjátíu.
Skráðir félagar í Hlíf eru um 3000 manns.
Með kveðju og ósk um góða framtíð í Óstækkuðu álveri.
Þorsteinn Gunnlaugsson
Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 15:59
Sæll, Þorstein félagatala Hlífar er rétt rúmlegs 2000 nær ekki 2100 manns ekki rétt tala hjá þér, skil fordóma þín gagnvart verkafólki.
Stækkum Alcan
Rauða Ljónið, 23.2.2007 kl. 16:10
Sæll.
Þú skalt nú fara varlega í að gera þér upp skilning á einhverjum fordómum mínum, því þeir eru ekki til hjá mér gagnvart verkafólki, né öðru fólki. Legg mig fram við að setja mig inn í mál, og hlusta á öll rök, líka þín. En samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er félagatalan í Hlíf um 3000. En gott og vel hvort sem er 2000 eða 3000, þá telst 30 manns aðeins lítill hluti, rétt um 1 %.
Með vinsemd og ósk um góða framtíð í Óstækkuðu álveri.
Þorsteinn
Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:29
Sæll Þorstinn félagatala Hífar er milli 2700 og 2800 í síðustu viku,
Fékk ég töluna 2070 sem átti að vera 2700 og hana notaði ég áðan ég bið þig foláts á síðustu setningunu hér áðan en í svari þínu til AÖÞ notar þú orðið álbræðsla það orð hefur verið notað í niðrænu merkingu um okku starfsmenn.
Kv.Sigurjón Vgfússon
Rauða Ljónið, 23.2.2007 kl. 17:07
Sæll Sigurjón.
Takk fyrir svarið.
Álbræðsla, álver, álverksmiðja, þetta eru bara samheiti og við eigum að nota tungumálið okkar eins vel og við getum. Álbræðsla kemur fram ótal sinnum í samningi milli Íslenska ríkisins og Isal á sínum tíma og held að merking orðsins hafi ekkert breyst síðan þá? Förum vel með íslenska tungu - og íslenska náttúru !!
Með helgarkveðju
Þorsteinn
Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.