27.2.2007 | 09:55
Samtökin Hagur Hafnarfjarðar styðja stækkun!
Samtökin Hagur Hafnarfjarðar hvetja Hafnfirðinga til að samþykkja stækkun álversins í Straumsvík í íbúakosningum sem fram fara 31. mars næstkomandi. Hagur Hafnarfjarðar eru samtök fyrirtækja sem þjónusta álverið, einstaklinga sem eiga afkomu sína undir framtíð álversins og fólk sem vill tryggja áframhaldandi blómlegt atvinnulíf í Hafnarfirði. Samkvæmt frétt á vef samtakanna (www.hagurhafnarfjardar.is) telur stjórn þeirra einsýnt að ef stækkunin verði ekki samþykkt þá muni fjara undan álverinu og að það loki í nálægri framtíð, hugsanlega árið 2014 þegar raforkusamningar renna út. Þetta muni fyrst bitna á þeim fyrirtækjum sem þjónusta álverið og þeirra starfsfólki. Í sömu frétt segir réttilega að ríflega 800 íslensk fyrirtæki séu birgjar og þjónustuaðilar álversins í Straumsvík - þar af eru ríflega 100 fyrirtæki staðsett í Hafnarfirði sem lætur nærri að vera fimmta hvert fyrirtæki í sveitarfélaginu. Komi til þess að álverið dragi úr starfsemi sinni er ljóst að þessi fyrirtæki veikjast mjög að mati samtakanna og mörg hver myndu hætta starfsemi. Þúsundir Íslendinga eigi afkomu sína undir þessum fyrirtækjum og því sé í rauninni verið að kjósa um störf og lífsafkomu þess fólks þann 31. mars. Í fréttinni segir að þessar staðreyndir hafi verið uppnefndar hræðsluáróður en því hafna samtökin en viðurkenna fúslega að þau hræðist þá framtíð sem samdráttur á starfsemi álversins hefði í för með sér. Samtökin hafa kynnt sér vel áform álversins um stækkun og telja áhyggjur af umhverfismálum ekki á rökum reistar. Mengunarvarnarbúnaður og stöðugt eftirlit mun tryggja farsælt sambýli Hafnfirðinga og álversins. Sjá nánar á www.hagurhafnarfjardar.is
Kv.Sigurjón Vigfússon Stækkum Alcan Já takk.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Stór hópur fólks stundar þá íþrótt að níða niður atvinnuvegi þessa lands.
Snorri Hansson, 27.2.2007 kl. 14:47
Það er alveg með ólíkindum að Sól í Straumi skuli vilja loka álverinu vegna þess augnstol sem þeim finnst þeir verða fyrir, og þar með svifta á þúsundum manna atvinnu sinni með dyggri aðstoð VG.
kveðja
Ingi A.
Ingi A. (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:04
Rosalega finnst mér lélegt þegar fólk er að commenta og ekki kynnt sér allar hliðar málsins. Inga A þú verður að lesa betur heima áður en þú kemur með svona comment . Sama með Snorra Hansson.. Vitnið annars eru þetta marklaus orð.
Kveðja,
Hfj (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.