Leita í fréttum mbl.is

Óhróður inn og út um gluggann.

 Ég  hlusta á Ísland í bítið  í morgun þegar Ingi mætti aftur Pétri.   Enn og aftur fer Pétur fyrir Sól í straumi með rangfærslur.  Samtökin Sól í straumi gefa það út að þeir vilji málefnalega umræðu.  Það er hárrétt en hún verður einnig að vera byggð á staðreyndum en ekki rangfærslum.  Stærð álversins þrefaldast eins og framleiðsluaukningin.  Nei framleiðsluaukningin er 155% og stærð  lóðar álversins stækkar um 56% sem er ekki einu sinni tvöföldun.   Samanlögð stærð núverandi bygginga á álverssvæðinu er 140 þúsund  fermetrar en stærð nýrra bygginga verður um 120 þúsund fermetrar.  Þetta gerir 85% stækkun.Yfir 100 umsóknir um nýstörf komu inn í janúar 2007 svo að aðsóknin í störf er nægleg, hitt er rangfærsla.. Á síðasta ári reiknaði Pétur með því að Alcan myndi loka um 2015 eftir sjö ár, nú segir hann  18 til 30 ár. Og aftur segir hann að núverandi raforkusamningur Isal renni út 2024.  Hvað er það sem menn skilja ekki í þessu.  Það er margbúið að leiðrétta þetta.  Hann rennur út 2014 með möguleika á 10 ára framlengingu.Annað athyglisvert sem kom fram í máli Péturs var eftirfarandi setning "það er mjög misjafnt af hverju við erum á móti álverinu".  Hingað til hafa samtökin haldið því fram að þeir væru á móti stækkuninni en ekki núverandi álveri?Muna menn hvað upp hrópanir voru hjá honum fyrir nokkrum mánuðum.Kv, SIgurjón Vigfússon Stækkum Alcan já Takk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband