2.3.2007 | 18:50
Stækkun í Straumsvík.
Stjórnmálamenn sem ekki gera greinarmun á nýjum álverum í Helguvík eða á Húsavík annarsvegar eða stækkun álversins Straumsvík hinsvegar eru í besta falli á villi götum. Undirbúningur stækkunarinnar í Straumsvík hófst 1999. Frumkvæðið kom frá forráðamönnum fyrirtækisins hér og fyrirtækið enn í eigu Svisslendinga. Farið var alfarið að íslenskum leikreglum, tryggja sér land, fyrirhuguð stækkun sett í umhverfismat sem var samþykkt. Þá var farið í orkuleit, samningar náðust við Orkuveitu Reykjavíkur um 40% orkunnar í tíð R-listaflokkana og síðar tókust samningar við Landsvirkjun um hin 60% orkunnar. Þau sem stóðu í þessum samningum voru ekki her útlendinga, heldur forstjóri og kerskálastjóri ÍSAL, þau Rannveig Rist og Gunnar Guðlaugsson. Í millitíðinni sameinast Alusuisse (Svisslendingarnir) og Alcan (Kanadamennirnir) og síðar Pecheynnay (Frakkarnir) og fyrirtækið fær nafnið Alcan á Íslandi. Frumkvæðið að stækkuninni er því íslenskt enda hagsmunirnir íslenskir. Alcan á fleiri möguleika, orkuverð er lægra í Kanada og Bahrein býður upp á "olíu knúin álver"og þar með nánast ókeypis orku. Umhverfismálin ráða hér mestu, vandinn er hnattrænn ekki íslenskur. Við stöndum þjóða best í umhverfismálum og því eðlilega leitað til okkar. Þeir íslensku kostir sem eru upp á borðinu eru fráleitt allir jafn umhverfisvænir. Húsavíkur álver kallar á jarðvarmavirkjun á einu fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins og Helguvíkur álver kallar á jarðvarmavirkjun á Reykjanesskaganum á svæðum sem mörg hver eiga ekki sinn líka eins og Brennisteinsfjöll . Stækkunin í Straumsvík felur í sér virkjun neðarlega í Þjórsá, (afturkræf framkvæmd) og búið að samþykkja af skipulagsyfirvöldum !Einnig jarðvarmavirkjun á Hengilssvæðinu sem er vissulega viðkvæmt en þar er byrjað að virkja nú þegar með samþykki R-Listans og skipulagsyfirvalda. Skipulagsstofnun samþykkti ekki Kárahnjúkavirkjun, umhverfisráðherra varð að grípa þar inn í. Umhverfismat á eftir að fara fram gagnvart bæði Helguvík og Húsavík og standist það ekki mun enginn umhverfisráðherra breyta því áliti hvar í flokki sem hann/hún stendur! Hér er því um ólíka hluti að ræða. Álverið í Straumsvík er með öll tilskilin leyfi til stækkunar en hinir staðirnir ekki. Hinsvegar kaus Hafnarfjarðarbær að fara þá leið að hafa íbúakosningu um málið, ekki urðu nein málaferli út af því, ekki mótmælti ÍSAL og ekki Alcan. Kosningarnar fara því fram 31.mars næstkomandi,stjórnmálamenn þurfa því enga afstöðu að taka nema að þeir búi í Hafnarfirði. Maður er hinsvegar í nettu sjokki yfir þekkingarleysi stjórnmálamanna á starfseminni í Straumsvík og því andvaraleysi að sú starfsemi skipti engu máli fyrir Hafnarfjörð né land og þjóð. Stækkunin skiptir gríðarlegu máli fyrir Hafnarfjörð og land og þjóð. Við misstum af iðnbyltingunni þess vegna er en hægt að virkja hér ef rétt er að málum staðið, eins og hjá ÍSAL. Fjörutíu ára saga ÍSAL segir okkur að óhætt sé að stækka í Straumsvík, slík aðgerð myndi treysta rekstrargrundvöll þjóðarinnar til framtíðar og við gætum snúið okkur að öðrum möguleikum, öllum til hagsbóta og það gæfi okkur fótfestu til að segja hingað og ekki lengra hvað álver snertir. Eitt er að stækka það sem fyrir er og samþykkt er, en annað að byrja frá grunni! Skora á stjórnmálamenn að kynna sér starfsemina í Straumsvík og koma í veg fyrir að því frábæra starfi sem þar fer fram verði fórnað að óskoðuðu máli! Úti í henni Evrópu og Skandinavíu er auðvelt að vera "Grænn" þar er búið að virkja allt sem hægt er,við komumst sem betur fer aldrei á það stig!
Stækkum í Straumsvík!! Logi Hjartarson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Það er eiginlega engin gagnrýni sem kemur fram í umræðunni á núverandi verksmiðju Alcan í Straumsvík, það virðist sem góð sátt sé um þann rekstur. Öll gagnrýni er á þessa ósk Alcan um að reisa nýja verksmiðju við hlið núverandi er það sem öllum deilum veldur. Að auka framleiðsluna í 460.000 tonn/ári.
Að reka 460.000 tonna álverksmiðju inni í nánast hjarta bæjarins virðist yfirgnæfandi meirihluta bæjarbúa (landsmanna einnig ) úti í hött. Auk þess sem sú röskun sem verðu á náttúru Íslands sé óþolandi fórn
Raforkuverð sem við uppskerum er tæplega arðsamt þannig að í raun er um atvinnubótastarsemi að ræða, er þetta sæmandi stoltri þjóð ?
Áhyggjufullur Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:58
Sæll. Áhyggjufullur Hafnfirðingur Alcan er staðsett í iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar lóð Alcan er 20% af heildar lóða í hverfinu 80% er undir annan iðnað eins og má sjá á skipulagskorti Hafnarfjarðar verður Alcan aldrei nálagt hjarta bæarins það er rangt , verði stækkað eykst núverandi lóð un 56% og tveir skálar bætast við samt sem áður er lóði 20% af hverfinu, 80% er undir annan iðnað ég hvet þig til að skoða kort af iðnaðarhverfinu.Raforkuverði það er engin ástæða að halda því fram að Landvirkjun sé að hlunnfara landsmenn í raforkumálum verð á raforku til Alcan á heimsvísu er ekkert lægri hér en í flestum löndum þar sem álver Alcan er að halda öðru fram er rangt.Kv.Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 3.3.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.