Leita í fréttum mbl.is

Stækkun Alcan ÍSALs er verkefni Íslendinga.

Undirbúningur stækkunarinnar í Straumsvík hófst 1999. Frumkvæðið  kom frá forráðamönnum fyrirtækisins hér og fyrirtækið enn í eigu Svisslendinga. Farið var alfarið að íslenskum leikreglum, tryggja sér land, fyrirhuguð stækkun sett í umhverfismat sem var samþykkt. Þá var farið í orkuleit, samningar náðust við Orkuveitu Reykjavíkur um 40% orkunnar í tíð R-listaflokkana Smfylkingunar og Vinstri Græna og síðar tókust samningar við Landsvirkjun um hin 60% orkunnar.

  Þau sem stóðu í þessum samningum voru ekki her útlendinga, heldur forstjóri og kerskálastjóri ÍSAL, þau Rannveig Rist og Gunnar Guðlaugsson og án beinar milligöngu ríkisstjórnar ólíkt hinum Álverum eins og Norðurál og Reyðarál. Í millitíðinni sameinast Alusuisse ,,Svisslendingarnir,, og Alcan ,,Kanadamennirnir,, og síðar Pecheynnay ,,Frakkarnir,, og fyrirtækið fær nafnið Alcan á Íslandi. Frumkvæðið að stækkuninni er því íslenskt enda hagsmunirnir íslenskir og Hafnfirskir. Alcan á fleiri möguleika, orkuverð er lægra í Kanada og Bahrein býður upp á "olíu knúin álver"og þar mun ódýrari orku.

Kv, Sigurjón Vigfússon    Stækkum Alcan Ísal Já Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta virkilega svona, að ein manneskja hafi komið þessu öllu saman í þennan farveg, Rannveig Rist ??

Menn hafa verið að spyrja, Hver bað eiginlega um þessa stækkun ? 

Nú er það upplýst. Hvað hefur henni gengið til ? að þetta yrði gríðalega vinsælt mál ? og hrópað húrra út um allt þjóðfélagið ?

Allavega tæpast hefur hún átt von á því að 65 % þjóðarinnar væri þessu andvíg eftir skoðanakönnunum að dæma. Hafa hér orðið mikil mistök ? 

Hafnari (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband