4.3.2007 | 15:58
Stækkun í Straumsvík, já takk!
Íbúar Hafnarfjarðar og aðrir landsmenn sem fylgst hafa með umræðunni um stækkun álversins í Straumsvík hafa eðlilega verið að velta því fyrir sér hverjar líkurnar séu á því að móðurfyrirtækið Alcan Inc. sem er eigandi álversins reki það áfram eftir árið 2014 en þá rennur núverandi raforkusamningur út við fyrirtækið.
Sé tekið mið af þeim tækniframförum sem orðið hafa eru líkurnar á því nokkuð minni en meiri. Staðreyndin er sú að verið er að loka eða selja til minni álfyrirtækja bæði austanhafs og vestan þau fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sambærilegri tækni og ISAL notar í dag. Ný tækni hefur gert rekstur þessara gömlu álvera óhagkvæman og nú er svo komið að gömlu álverin hellast úr lestinni eitt af öðru því þau eru hætt að standast samkeppni við þau nýju á öllum sviðum.
Markmið Alcan Inc. er að vera best og leiðandi á heimsvísu í rekstri álvera, þar með talið í umhverfis- og öryggismálum. Álver eru hátæknivinnustaðir og byggja á menntun og hugviti starfsmanna sinna. Álver sem vinnustaður býður uppá tækifæri fyrir fólk af báðum kynjum með ólíka menntun. Álverið í Straumsvík hefur ekki tækifæri til þess að standast metnaðarfull markmið Alcan Inc. til lengri tíma litið í óbreyttri mynd. Þar af leiðir er ekki ólíklegt að móðurfyrirtækið Alcan setji álverið í Straumsvík á sölulista eða einfaldlega hætti rekstrinum og loki í Straumsvík árið 2014 ef það fær ekki tækifæri til að halda álverinu áfram í hópi bestreknu álvera í heiminum í dag.
Það má leiða að því líkum að álfyrirtæki með minni metnað en Alcan Inc. muni hugsanlega vilja kaupa ISAL náist ekki fram stækkun og þar með uppbygging með nýjustu tækni. Þá munu væntanlegir nýir eigendur eflaust reyna að ná samningum um raforku í 10 ár til viðbótar eins og núverandi samningar heimila til að mjólka út úr verksmiðjunni sem mestan arð á sem stystum tíma. Það liggur í augum uppi að umhverfis- og öryggislegur metnaður fyrirtækja í slíkum rekstri er annar heldur en þeirra sem horfa til lengri framtíðar.
Til að gefa örlitla mynd af þeirri nýju tækni sem notast er við í álverum í dag þá eru þau 280 þúsund viðbótartonn af áli sem stækkunin byggir á framleidd í tveimur kerskálum sem samsvarar til 2/3 hluta af því húsnæði sem ISAL notar í dag til að framleiða 180 þúsund tonn af áli. Sama þróun er á öllum búnaði, þar með töldum hreinsibúnaði. Alröng er sú fullyrðin forsvarsmanna Sólar í Straumi að leggja saman fyrirhugaða framleiðsluaukningu og halda því fram að losun efna sem koma frá álverinu verði í sama hlutfalli og samsvarar fyrirhugaðri stækkun. Samanburðarmælingar í gróðri frá lóðamörkum ISAL og upp í Skorradal sem gerðar hafa verið með reglulegu millibili í tæp 40 ár sína enga aukningu efna frá ISAL í gróðri. Sama má segja um lífríki sjávar umhverfis álverið í Straumsvík. Öll starfsemin er í fullri sátt við náttúruna. Fyrirhuguð stækkun í Straumsvík er undirstaða hagsældar í Hafnarfirði og landsmanna allra. Allt tal um mengun byggir í besta falli á vanþekkingu og á stundum á hræðsluáróðri. Því miður er umræðan of oft á villigötum ásamt umræðunni um virkjun neðri Þjórsá. Það er öllum ljóst sem vilja vita að virkjað verður í neðri Þjórsá hvort sem álverið verður stækkað eða ekki. Ef eitthvað ógnar því að mengun fari að berast frá Straumsvík þá gæti það helst og hugsanlega gerst ef Hafnfirðingar greiða atkvæði gegn stækkun og koma þannig í veg fyrir að nýjasta tækni og metnaðarfullir aðilar standi í framtíðinni áfram að rekstri álversins í Straumsvík.
28. janúar 2007
Halldór Halldórsson
Höfundur er starfsmaður
álversins í Straumsvík
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Sæll Halldór !
Var búinn, að vera í bréfaskriftum við Á. Örn Þórðarson, hér, á dögunum. Finnst rétt, að koma því að, við ykkur Sigurjón Vigfússon og fleirri mæta starfsmenn ÍSAL (Alcan), að við; Vestur- Skaftfellingar - Rangæingar og Árnesingar höfum fulla þörf fyrir þá raforku, sem við eigum enn vannýtta. Horfi þá fram eftir 21. öldinni, í víðasta samhengi, en ekki bara til næstu 5 - 15 ára.
Hafi miðbik Faxaflóans frekari þörf fyrir, útþenzlu, í ríkara mæli; en verið hefir, þá vinsamlegast leitið annað, eftir frekari orkugjöfum. Við Íslendingar samtímans megum ekki láta, eins og efsti dagur sé að renna upp, verðum að gæta hagsmuna barna okkar, og afkomenda þeirra; í nánustu sem fjarlægari framtíð.
Framkoma Landsvirkjunar, og margra annarra, gagnvart ábúendum jarða, á Þjórsárbökkum; er gjörsamlega ólíðandi og óforsvaranleg, veit ekki betur en íslenzkur landbúnaður þurfi á öllum sínum mætti að halda, á þeim viðsjárverðu tímum, hverja við upplifum nú Halldór, eða hvað finnst þér um þann möguleika, að þorskurinn, ásamt fjölda annarra fisktegunda, hér við land, sé að hopa, meir og meir, jafnvel fyrir stóraukna hlýnun í hafinu ?
Vildi bara, í sem styztu máli koma þessum sjónarmiðum, á framfæri.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.