Leita í fréttum mbl.is

Samþykkja Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar Hafnarfjarðar stækkun Alcan?

Nást hefur samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar annarsvegar og Alcan hinsvegar og ríkisins um greiðslu á stjöttum til Hafnarfjarðar fasteignargjöld samkomulag þetta er háð samþykkt alþingis og mun vera borið undir atkvæðagreiðslu nú á næstum dögum eða fyrir þinglok.

Þetta er þungamiðja sem staðið hefur í vegi fyrir að  Bæjarfulltrúar Samfylkingin í Hafnarfirði mæli með stækkun eða hafni  eða taki afstöðu nú þegar þetta mál er komið í höfn er ekkert til fyrirstöðu að Bæjarfultrúar  Samfylkingi í Hafnarfirði samþykki stækkun eða geri upp hug sinn með eða á móti þar sem beðið eftir að mál þetta komi í höfn til að getað gefið út yfirlýsingu varðandi stækkun, Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar samþykkt stækkun.

 

Ferli í stækkun Alcan-ÍSALs sem staðið hefur yfir undanfarin ár er þessir og áfangar:

1999      Hugmyndir að stækkun álversins skýrast
2000      Vinna við mat á umhverfisáhrifum stækkunar hefst.

2002      Umhverfismat lagt fram og samþykkt án athugasemda sem er einstætt.
2003      Hafnarfjarðarbær selur álverinu land undir stækkun.

2005       Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi fyrir allt að 460 þús. tonna framleiðslu á ári.                                                                                                                                   
2006        Orkusamningur við Orkuveitu Reykjavíkur (undir forystu R-listans) og samkomulag  við  Landsvirkjun um orkukaup.
2007       Nú eftir átta ára undirbúning, þegar hyllir undir að hægt sé að hefja útboð og  framkvæmdir verður efnt til almennrar atkvæða
greiðslu um skipulag ,deiliskipulag" svæðisins og láta þar með í raun greiða atkvæði um það hvort stækka megi álverið.

Tekjur Hafnarfjarðarbæjar, sem tengjast starfsemi Alcan, munu stóraukast verði af stækkun álversins í Straumsvík.  að þær gætu numið ríflega 1.400 milljónum á ári í Gróflega má áætla að tekjur bæjarins af starfsemi álversins muni nema 12-13% af heildartekjum bæjarins  eða sem nemur 250.000 á hverja fjögra manna fjölskyldu.. Það eru ekki aðeins tekjur Hafnarfjarðarbæjar sem aukast mikið því að ríkið fær einnig mikið í sinn hlut ef af stækkun verður. Tekjur ríkisins af starfsemi fyrirtækinu á bilinu 2,6-3,1 milljarðar en verða á bilinu 4,2-5,2 milljarðar eftir stækkun. Þá eru auknar tekjur af raforkuframleiðslu og raforkuflutningi vegna stækkunnar álversins ekki teknar með í reikninginn en allir vita að þar er um verulegar fjárhæðir að ræða.

Reiknað er með að launagreiðslur fyrirtækisins aukist úr 2,9 milljörðum á ári í 4,8 milljarða og starfsmönnum fjölgi um ríflega 300-350. Reiknað er með að aðföng (vörur og þjónusta) sem álverið kaupir frá fyrirtækjum í Hafnarfirði aukist úr 2.0  milljörðum 2006 í 3,6 4,0 milljarða og þar verði til önnur 300 störf. Reiknað er með að utan Hafnarfjarðar verði til önnur 240 störf sem byggjast á sölu vöru og þjónustu til álversins og rúmlega 3 milljarða velta á ári. Við stækkun álversins í Straumsvík verða til um  1100-1200 ný og varanleg störf, þarf af um 300 - 350 bein störf hjá fyrirtækinu og ríflega tvöfalt fleiri afleidd störf vegna aukinna umsvifa. Heildarstarfsmannafjöldi hjá álverinu verður þá um 850. Afleidd störf vegna stækkunar bein störf og óbein störf eftir stækkun eru áætluð að verði 2100 til 2200 alls. Þetta er fyrir utan orkukaup frá Landsvirkjun.

Kv,Sigurjón Vigfússon 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband