Leita í fréttum mbl.is

Kraftur Hafnarfjarðar er stækkun Alcans og áframhaldandi kraftur íþróttafélaganna og annara samfélagsmála.

Hafnarfjörður er mikill íþróttabær og mikill metnaður hjá þeim sem búa í bænum.  Það sem hefur einkennt Hafnfirðinga er mikill kraftur og það að standa uppi sem sigurvegari.  Sjálfur er ég gamall íþróttamaður og áður fyrr 30 kg léttari fékk ég stundum að finna fyrir þeirri tilfinningu að standa uppi sem sigurvegari eftir hörð átök á vellinum og mótum. Nú læt ég mér nægja að horfa á börnin mín lifa þessa tilfinningu í okkar bæ Mekka íþróttanna. Hjá Alcan starfa margir slíkir menn sem ætla sér að sigra þessa fáránlegu óígrunduðu íbúakosningu.

 

Í Hafnarfirði þekkir fólkið þá tilfinningu að sigra og að leggja sig fram.  Íþróttafélögin í bænum hafa gert það í öllum aldursflokkum og við starfsmenn höfum gert það hjá okkar fyrirtæki í eitt það besta innan álgeirans.

 

Þróun íþróttafélaganna í bænum hefur verið einstök í öllum aldursflokkum og áttum við Hafnfirðingar hundruði íslandsmeistara í fjölmörgum íþróttagreinum á síðasta ári.  Við hjá Alcan teljum okkur heimsmeistara í þróun á okkar gömlu verksmiðju en við viljum svo sannalega fá að þróast meir og fá að sýna okkar yfirburði ef Hafnfirðingar segja já takk við stækkun Alcans. Annars förum við í niðurgírinn og okkar frábæra verksmiðja með græna málminum verður lokað eftir nokkur ár.

 

Kæru Hafnfirðingar.

 

Ef Alcan verður stækkað þá trúi ég ekki öðru en að það verði mikill kraftur í öllum stoðum bæjarlífsins vegna vaxandi samfélagsábyrgðar fyrirtækisins.  Ef Alcan verður ekki stækkað þá er það víst í mínum huga að dauði og drungi mun svífa yfir bænum okkar og krafturinn síðustu ára mun þverra út.  Það er ekki nóg að benda á einhver sprotafyrirtæki eins og talsmenn Sólar í Straumi tala um og tönglast á um þessar mundir.  Þeir verða að skilgreina hvað þeir eru að meina því sjálfur veit ég ekki hvað þetta sprotafyrirtæki þýðir.

 

Segjum JÁ TAKK við stækkun Alcans.

 

Kveðja Árelíus Þórðarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband