9.3.2007 | 02:07
Kraftur Hafnarfjarðar er stækkun Alcans og áframhaldandi kraftur íþróttafélaganna og annara samfélagsmála.
Hafnarfjörður er mikill íþróttabær og mikill metnaður hjá þeim sem búa í bænum. Það sem hefur einkennt Hafnfirðinga er mikill kraftur og það að standa uppi sem sigurvegari. Sjálfur er ég gamall íþróttamaður og áður fyrr 30 kg léttari fékk ég stundum að finna fyrir þeirri tilfinningu að standa uppi sem sigurvegari eftir hörð átök á vellinum og mótum. Nú læt ég mér nægja að horfa á börnin mín lifa þessa tilfinningu í okkar bæ Mekka íþróttanna. Hjá Alcan starfa margir slíkir menn sem ætla sér að sigra þessa fáránlegu óígrunduðu íbúakosningu.
Í Hafnarfirði þekkir fólkið þá tilfinningu að sigra og að leggja sig fram. Íþróttafélögin í bænum hafa gert það í öllum aldursflokkum og við starfsmenn höfum gert það hjá okkar fyrirtæki í eitt það besta innan álgeirans.
Þróun íþróttafélaganna í bænum hefur verið einstök í öllum aldursflokkum og áttum við Hafnfirðingar hundruði íslandsmeistara í fjölmörgum íþróttagreinum á síðasta ári. Við hjá Alcan teljum okkur heimsmeistara í þróun á okkar gömlu verksmiðju en við viljum svo sannalega fá að þróast meir og fá að sýna okkar yfirburði ef Hafnfirðingar segja já takk við stækkun Alcans. Annars förum við í niðurgírinn og okkar frábæra verksmiðja með græna málminum verður lokað eftir nokkur ár.
Kæru Hafnfirðingar.
Ef Alcan verður stækkað þá trúi ég ekki öðru en að það verði mikill kraftur í öllum stoðum bæjarlífsins vegna vaxandi samfélagsábyrgðar fyrirtækisins. Ef Alcan verður ekki stækkað þá er það víst í mínum huga að dauði og drungi mun svífa yfir bænum okkar og krafturinn síðustu ára mun þverra út. Það er ekki nóg að benda á einhver sprotafyrirtæki eins og talsmenn Sólar í Straumi tala um og tönglast á um þessar mundir. Þeir verða að skilgreina hvað þeir eru að meina því sjálfur veit ég ekki hvað þetta sprotafyrirtæki þýðir.
Segjum JÁ TAKK við stækkun Alcans.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.