10.3.2007 | 02:25
Kæri Jón Ásgeir Jóhannesson stærsti eigandi fréttamiðla á Stöð 2.
Kæri Jón Ásgeir Jóhannesson stærsti hluthafi í 365 miðlum og stjórnarmaður þess fyrirtækis. Í þeirri baráttu sem framundan er þá krefjumst við álverssinnar að hlutleysis sé gætt og að bæði sjónarmið hlutaðeiganda fái fram að ganga.
Það vantar lítið upp á að fréttastofan ykkar og aðrir fréttaskýringarþættir verða rúin trausti hjá almenningi. Það muna nefnilega margir hvernig fréttastofan ykkar fyrverandi NFS hélt utan um umræðuna á sínum tíma með áróðurs þáttum gegn fyrirtækinu okkar og starfsmönnum, Alcan í Straumsvík. Einn sá maður sem lengst gekk í áróðrinum annálaður Allballi á sínum tíma flutti fréttina í kvöld.
Einnig vita margir að talsmenn Sólar í Straumi eiga greiða leið inn á fréttaveitur ykkar vegna tengsla.
Eina sem við krefjumst er að fréttaveitur ykkar séu hlutlausar og að öll sjónarmið njóti réttlætis.
Vona svo sannalega að þú Jón Ásgeir Jóhannesson stærsti eigandi 365 fréttamiðla lesir þetta eða einhver bendi þér á þar sem fréttastofur eiga að mínu viti að gegna hlutleysis.
Kveðja um bætt vinnubrögð og aukið lýðræði.
Árelíus Þórðarson.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 04:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
það er eins og vinstri grænir og sól i straumi stjórni 365 þeir munu halda áfram að ráðast á Alcan og starfsmenn meðan svo er.
Jón Árnason (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 04:18
fréttaflutningurinn af þessu er einhliða á fréttastofa stöð2 er hreint og beit á móti það sést á fréttaflutningi ræða bara við einn aðilja ekki Isalmenn ekki Hag Hafnarfjarðar ekki Hag starfsmanna og ekki við talsmenn starfsmanna bara við Sól í straumi ætli þair stjórni á fréttastofuni.
Gunni P (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 04:53
þetta er óhróðurmiðill þetta Stöð 2 kjaftaði.
Kveðja SS
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 04:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.