Leita í fréttum mbl.is

Ályktun - Málmur , stjórnarfundur 8.mars 2007

Stjórn MÁLMS – samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði vekur athygli á mikilvægi stækkunnar álversins í Straumsvík fyrir vöxt og viðgang íslensks málm- og véltækniiðnaðar.

Undanfarna áratugi hefur þjónusta við álverið verið meginverkefnastoð margra fyrirtækja í greininni. Hér er um sérhæfð og vandasöm verktæknistörf að tefla sem hingað til hafa einkum lotið að uppbyggingu álvera og hreinsivirkja svo og viðgerðum og viðhaldi eftir að þau hafa hafið rekstur. Síðustu ár hafa þessi störf einnig snúið að hönnun og framleiðslu véla og tækja fyrir álver en sú framleiðsla er nú orðin álitleg útflutningsgrein sem miklar vonir eru bundnar við í framtíðinni.

Þannig hafa kröfuhörð álver hér á landi veitt málm- og véltæknifyrirtækjum tækifæri til að bæta verk- og tæknigetu sína sem hefur lagt grunn að ögrandi möguleikum til nýsköpunar og verðmæts útflutnings. Því skiptir miklu að eytt verði öllum vafa um að álverið í Straumsvík eflist og styrkist í framtíðinni og verði áfram sterkur bakhjarl við þróun íslensk málm- og véltækniiðnaðar.
Kv.Sigurjón Vigfússon

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband