12.3.2007 | 12:22
Við erum líka fólk
Mikil umræða er í þjóðfélaginu um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík og uppbyggingu stóriðju á Íslandi. Menn hafa mjög misjafnar skoðanir á þessum málum og er öll málefnaleg umræða af hinu góða. Mín skoðun er sú að hér ætti að hafa færri álver og styrkja þau sem fyrir eru og gera þau hagkvæm og arðbær. Við þurfum einnig að spyrja okkur hvort við getum neitað fyrirtækjum að vaxa og dafna. Hér er ekki verið að byggja nýtt álver heldur er verið að gera fyrirtæki með langa sögu kleift að vera samkeppnishæft á sínu sviði. Starfsöryggi stefnt í hættuMenn hafa deilt á ýmsa þætti eins og umhverfismál, sjónræn áhrif verksmiðjunar og fleira. Það sem hefur gleymst í umræðunni er fólkið sem vinnur nú hjá álverinu í Straumsvík. Hvernig snúa þessi mál að þeim. Jú, það er verið að kjósa um störf þeirra hvort sem þeim líkar betur eða verr. Við stöndum frammi fyrir því hvort störf okkar og lifibrauð síðustu 40 ára verði tryggð til frambúðar. Getum við réttlætt að stefna starfsöryggi 450 starfmanna álversins og velferð fjölskyldna þeirra í hættu. Þeir sem eru á móti stækkun segja að verksmiðjan verði áfram og starfsfólk þurfi ekki að óttast um störf sín. Það er hins vegar staðreynd að verksmiðjan er orðinn 40 ára gömul og ekkert sjálfgefið að svo gömul verksmiðja án stækkunar gangi vel ár eftir ár. Margar forsendur eru fyrir því að hún gengur vel núna eins og hátt álverð á heimsmarkaði. En hvernig vitum við hvernig staðan verður eftir nokkur ár? Það er einnig staðreynd að Isal er með háan framleiðslukostnað á hvert framleitt tonn innan Alcan samsteypunnar og þarf því að stækka til að verða samkeppnishæf. Orkusamningar Isal renna út árið 2014, eftir 7 ár og engin veit hvað gerist eftir það. Að óbreyttu gæti þá lokun verksmiðjunnar blasað við. Góður vinnustaðurMargir hafa mjög ranga sýn á starfsemi Isal. Þeir halda að starfsfólkið starfi við óviðunandi mengun allan daginn og óþrifalegar aðstæður. Þetta er á miklum misskilningi byggt. Það segir sig sjálft að starfsfólk myndi ekki vinna hjá Isal í 30 til 35 ár ef aðbúnaður starfsmanna væri ekki góður. Nei, það myndi enginn láta bjóða sér. Ástæðan fyrir því að fólk vinnur í Isal er sú að mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði fyrir starfsfólk. Starfsmenn hafa glæsilega búningklefa og sturtur. Starfsfólk hefur kost á rútuferðum í vinnu án endurgjalds, frábæru mötuneyti sem býður upp á mikinn fjölbreytileika og vinnufatnaði sem Isal útvegar og þvær einnig. Aðsókn í vinnu hja Isal væri ekki svona mikil sem raun ber vitni ef þessir hlutir væru ekki í lagi.Hér er einnig mikil aðsókn í sumarstörf. Hjá Isal fá um 130 skólanemar vinnu á sumrin og komast ekki nærri allir að sem vilja. Þessir skólakrakkar koma aftur og aftur. Myndu þessir krakkar gera það ef þau upplifa að hjá Isal væri aðbúnaður og umhverfismál í ólestri. Nei, ég held ekki. Mikil þekking er innan fyrirtækisins sem tekur langan tíma að byggja upp. Með löngum starfsaldri innan fyrirtækisins hefur hún byggst upp. Isal rekur Stóriðjuskóla þar sem verkamenn og iðnaðarmenn hafa kost á að mennta sig. Nú hafa um 160 manns útskrifast og því langstærsti hluti starfsmanna hjá Isal menntað fólk. Þessi skóli hefur byggt um mikla sérþekkingu innan Isal og enn eitt dæmið um metnað Isal til að ná langt og auka þekkingu innan fyrirtækisins. Frábær árangur í umhverfismálumIsal er vottað af umhverfisstaðlinum ISO 14001 eitt fárra fyrirtækja í þessu landi. Hér er því mikið eftirlit með umhverfismálum bæði innan sem utan vinnusvæðis. Þessi staðal krefst ekki eingöngu þess að við séum innan við ákveðin tilskilin mörk heldur krefst hann þess að við bætum okkur ár frá ári. Upplýsingar um útblástur frá fyrirtækinu eru því staðreyndir en ekki tölur sem Isal getur búið til. Margir hafa áhyggjur af mengun frá fyrirtækinu og umhverfismálin vega þungt þegar fólk myndar sér skoðanir. Ég myndi skilja þessar áhyggjur ef þau væru í ólestri hjá fyrirtækinu sem þau eru alls ekki. Einnig er verið að framleiða ál á eins vistvænan hátt og kostur er með orkugjöfunum sem við höfum hér á landi. Ef við notun ekki orkuna hér, eykur það líkurnar á að álið verði framleitt með kolum og gasi sem orkugjöfum. Það kallar á mun meiri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Líka kosið um störf okkarÞegar gengið verður að kjörborðinu þann 31.mars verður ekki eingöngu kosið um stækkun Isal og fjölgun starfa og fleira. Það er einnig verið að kjósa um starfsöryggi okkar til frambúðar sem nú vinnum hjá Isal. Setjið því ykkur í okkar spor þegar kosið verður um stækkun Isal.Við erum jú líka fólk. Sigurður Egill Þorvaldssonstarfsmaður Alcan á Íslandi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.