18.3.2007 | 04:33
Alcan-Ísal er gott fyrirtæki.
Alcan- Ísal er gott fyrirtæki. |
Sælir landsmenn. Nú fer að líða að því hvort Alcan hafi áhuga á að stækka álver sitt á Íslandi eða ekki. Íbúarkosning ef hún verður að veruleika hlýtur að mínu viti að þróast yfir í þjóðarkosningar. Þar sem valdið færist frá Alþingi og fyrirtækjum yfir til landsmanna. Slíkar kosningar hljóta að verða í kjölfarið og ég tala ekki um ef einhverjar reglur væru um það hvað mörg prósent þjóðarinnar þyrftu til að krefjast slíkra kosninga. En eru margir Hafnfirðingar sem karfist hafa íbúakosninga vegna þess að þeir hafa sett sig svo vel inn í stækkun álversins? Það hefur algjörlega farið fram hjá mér nema á einum fundi um stækkunina á síðastliðnu hausti þar sem örfáir stuðningsmanna Vinstri-Grænna kröfðu bæjarstjórann um íbúakosningu enda áróðursmenn þar á ferð. En ég er hugsi hvort Alþingi þurfi ekki að taka upp þessi mál og breyta stjórnarskránni ef þetta fordæmi verður að veruleika. Það vita allir að fólk er kosið í bæjarstjórnir og til Alþingis til að taka á erfiðum málum. Þeir setja sig inn í hlutina og skoða þá frá A til Ö. Við Almenningur höfum ekki allan þann tíma til að lesa 1000 blaðsíðna greinagerðir um allt það sem okkar ágætu lögkjörnu menn eru kosnir til að gera. Á fundi sem ungir jafnaðarmenn héldu Sunnudaginn 19 nóv. kom fram að 50 manns hafi sótt um starf hjá fyrirtækinu í síðastliðnum mánuði. Mjög erfitt er að fá starf hjá fyrirtækinu þar sem starfsmannavelta er mjög lítil enda borgar fyrirtækið sambærileg laun sem vissulega þarf að berjast fyrir vegna samkeppni ódýrs vinnuafls frá öðrum þjóðum. Er það ekki hugsunarefni fyrir verkalíðshreyfinguna að semja ár eftir ár um lág laun og sitja síðan hjá þegar menn veitast að fyrirtækjum sem borga samkeppnisfær laun? Hvar er verkalíðshreyfingin í þessu máli? Vissulega eru ruðnings áhrif frá ómanneskjulegum láglaunum í betri laun? Þetta ættu menn eins og Ögmundur ásamt fleirum að vita. Það er unnið mjög gott starf hjá Alcan og starfsumhverfið til fyrirmyndar. umhverfisþáttunum og öryggisþáttum er mjög vel sinnt enda árangurinn við að lágmarka gróðurhúsalofttegundir á heimsmælikvarða síðasta áratug miðað við í upphafi starfsseminnar. Að lokum. Peningakassi Hafnarfjarðar mun bólgna út um 800 milljónir ef af stækkun yrði. þá fyrst væri hægt að tala um að létta á skattpíndasta útsvari bæjarfélags Hafnarfjarðar hvað samfeldur árafjölda varðar. í nánustu framtíð mun þjónusta við bæjarbúa aukast mikið enda margt hægt að gera fyrir 800 milljónir. Enda er Alcan burðarás atvinnulífs í okkar bæ og mun vonandi verða það áfram. |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Hvaða vitleysu ertu að lesa?
- Greining á eignum hlutabréfasjóða
- Það er alltaf óvissa
- Mikið virði í Íslenskum verðbréfum
- Afkoma Haga styrktist á fjórðungnum
- Hagnaður Ölgerðarinnar dregst saman um 22%
- Erum rétt að byrja
- Hrönn stýrir Kríu
- Skuggagervigreind eykur líkur á árásum
- Ísleifur nýr forstöðumaður hjá Ofar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.