Leita í fréttum mbl.is

Alcan-Ísal er gott fyrirtæki.

Alcan- Ísal er gott fyrirtæki.

Sælir landsmenn.

Nú fer að líða að því hvort Alcan hafi áhuga á að stækka álver sitt á Íslandi eða ekki.
Ef áhugi verður á stækkuninni þá mun sú ákvörðun þurfa að fara fyrir íbúa Hafnarfjarðar vegna ákvarðanna bæjaryfirvalda um íbúakosningu í stærri málum. Íbúakosning er mjög vandmeðfarin og enn ef ég ekki séð neinar leikreglur um hvernig unnt sé að framkvæma slíka kosningu. Í sjálfu sér er íbúakosning ekki ólýðræðisleg í hlutverki sínu heldur þvert á móti lýðræðisleg og mun hún örugglega verða fordæmi í öðrum stærri málum þjóðarinnar.

Íbúarkosning ef hún verður að veruleika hlýtur að mínu viti að þróast yfir í þjóðarkosningar. Þar sem valdið færist frá Alþingi og fyrirtækjum yfir til landsmanna. Slíkar kosningar hljóta að verða í kjölfarið og ég tala ekki um ef einhverjar reglur væru um það hvað mörg prósent þjóðarinnar þyrftu til að krefjast slíkra kosninga.

En eru margir Hafnfirðingar sem karfist hafa íbúakosninga vegna þess að þeir hafa sett sig svo vel inn í stækkun álversins? Það hefur algjörlega farið fram hjá mér nema á einum fundi um stækkunina á síðastliðnu hausti þar sem örfáir stuðningsmanna Vinstri-Grænna kröfðu bæjarstjórann um íbúakosningu enda áróðursmenn þar á ferð. En ég er hugsi hvort Alþingi þurfi ekki að taka upp þessi mál og breyta stjórnarskránni ef þetta fordæmi verður að veruleika. Það vita allir að fólk er kosið í bæjarstjórnir og til Alþingis til að taka á erfiðum málum. Þeir setja sig inn í hlutina og skoða þá frá A til Ö. Við Almenningur höfum ekki allan þann tíma til að lesa 1000 blaðsíðna greinagerðir um allt það sem okkar ágætu lögkjörnu menn eru kosnir til að gera.

Á fundi sem ungir jafnaðarmenn héldu Sunnudaginn 19 nóv. kom fram að 50 manns hafi sótt um starf hjá fyrirtækinu í síðastliðnum mánuði. Mjög erfitt er að fá starf hjá fyrirtækinu þar sem starfsmannavelta er mjög lítil enda borgar fyrirtækið sambærileg laun sem vissulega þarf að berjast fyrir vegna samkeppni ódýrs vinnuafls frá öðrum þjóðum. Er það ekki hugsunarefni fyrir verkalíðshreyfinguna að semja ár eftir ár um lág laun og sitja síðan hjá þegar menn veitast að fyrirtækjum sem borga samkeppnisfær laun? Hvar er verkalíðshreyfingin í þessu máli?

Vissulega eru ruðnings áhrif frá ómanneskjulegum láglaunum í betri laun? Þetta ættu menn eins og Ögmundur ásamt fleirum að vita. Það er unnið mjög gott starf hjá Alcan og starfsumhverfið til fyrirmyndar. umhverfisþáttunum og öryggisþáttum er mjög vel sinnt enda árangurinn við að lágmarka gróðurhúsalofttegundir á heimsmælikvarða síðasta áratug miðað við í upphafi starfsseminnar.

Að lokum.

Peningakassi Hafnarfjarðar mun bólgna út um 800 milljónir ef af stækkun yrði. þá fyrst væri hægt að tala um að létta á skattpíndasta útsvari bæjarfélags Hafnarfjarðar hvað samfeldur árafjölda varðar. í nánustu framtíð mun þjónusta við bæjarbúa aukast mikið enda margt hægt að gera fyrir 800 milljónir. Enda er Alcan burðarás atvinnulífs í okkar bæ og mun vonandi verða það áfram.
Sjálfur er ég hlynntur stækkun enda búinn að vinna hjá góðu fyrirtæki í um 10 ár. Engin veit ævi sína fyrr en öll er en í upphafi átti þessi vinna aðeins að verða stökkpallur hjá mér.

Höfundur er Árelíus Þórðarson.  Þessi grein var í Morgunblaðinu þann 22 nóvember.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband