Leita í fréttum mbl.is

Látum aldrei kreppuna koma yfir Hafnarfjörð aftur? Stækkum Alcan

Á fjórða ársfjórðungi 2004 voru að meðaltali 4.000 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 2,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 2,1% hjá körlum en 2,9% hjá konum. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 6,9% 
     
 

Á fjórða ársfjórðungi 2003 mældist atvinnuleysi 2,9%. Atvinnuleysi karla var þá 3,0% en 2,7% hjá konum. Atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 8,0%  Líklegast munum við sjá svarta tíma á næstu árum þar sem mjög erfitt er að framfleyta sér á því að tína hundasúrur upp á hálendinu.  Einnig sé ég ekki íslendinga velja sér það hlutskipti að vera að þjóna ferðamönnum í stórum stíl með því að búa um rúminn  þeirra,klósett og skríða fyrir þeim.

   

Ef við rýnum í atvinnuleysistölur frá árinu 1981 til dagsins í dag þá kemur margt athyglisvert í ljós.   

Frá árinu 1981 til 1988 var atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu mjög lítið og mældist meðal atvinnuleysið á bilinu 0,3 til 0,9%.  á ári

Á árunum 1989 til 1992 fór meðal atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu hægt vaxandi og mældist það þá á bilinu 1 til 2,9%. á ári.Næstu ár á eftir voru mögur ár hjá launafólki sem sumir vilja kalla síðustu kreppuna þar sem hagvaxtarvélin hætti að snúast og margir landsmenn lifðu þá af því að tína hundasúrur upp á fjöllum. 

Krepputímabilið það síðasta milli áranna  1993-1997 var erfitt hjá mörgum heimilum og mældist meðalatvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu þá á bilinu 5,1% til 6,1%, oft var það meira eftir árstíðum.   Á árinu 1997 ákvað þáverandi forsætisráðherra Íslands að blása kreppuna af en þá var nýbúið að starta  nýjum skála hjá Ísal/ Alcan. Hagvaxtarvélin byrjaði að snúast þótt hægt gengi í fyrstu.   Strax árið 1998 hafði atvinnuleysið minnkað mjög mikið og var þá orðið 4,1% og fór lækkandi til ársins 2001 í 1,7%. 

Á árunum 2002 til 2005 var meðal atvinnuleysið frá 2,7% til 4,1% .Mjög lítið atvinnuleysi var á árinu 2006 og lítið það sem af er þessu ári.

    

En það er alveg klárt í mínum huga að við munum sjá hagvaxtarvélina hægja ferðina á næsta ári og síðan stöðvast ef engin vitræn umræða verður um hvernig okkur beri að nýta helstu orkulyndir okkar á sem skynsamlegasta hátt í sátt við náttúruna.  

  

Stækkum Alcan í sátt við náttúruna til hagsældar og framtíðar Íslands. 

Árelíus. Örn.Þórðarson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Árelíus Örn !

Verð, enn og aftur að minna þig á; að hagsmunir Hafnfirðinga eru ekki þeir einu, sem máli skipta, fer þú full langt í ályktunum, eða... eru ÍSAL (Alcan) á förum, með starfsemi sína, verði ekki af stækkun álversins ? Ekki virðast hagsmunir bænda, á Þjórsárbökkum; vefjast neitt séstaklega fyrir ykkur, hverjir fylgjandi eruð stóraukinni iðnvæðingu, eða þá sjónarmið okkar Sunnlendinga, almennt.

Árelíus, við hljótum að geta sammælst um nauðsyn eflingar sjávarútvegs- og landbúnaðar; á Íslandi. Bara það eitt, að loforðin sem Landsvirkjun gaf, við upphaf Búrfellsstöðvar, um lækkandi orkuverð segir sína sögu, um ofríkið, trúi ekki öðru; en heiðursmenn, eins og þú, Tryggvi L. Skjaldarson og Sigurjón Vigfússon skoðið þessi mál öll í heild sinni, og annað........ Hafnarfjörður og bændur á Þjórsárbökkum eru ekki þeir einu, sem hagsmuna eiga að gæta, í þessu máli. Verðum að horfa, til langrar framtíðar, til hagsmuna afkomenda okkar, græðgisvæðing Plasma sjónvarpa kynslóðarinnar er beinlínis stórháskaleg, jafnt andlega sem veraldlega.

Það verður að viðurkennast, að hinn alvarlegi harðsoðni kapítalismi, sem Davíð Oddsson og hans nótar hrundu af stað, í okkar tiltölulega friðsæla samfélagi, á sínum tíma, á eftir að hafa mjög afdrifaríkar afleiðingar, í för með sér, haldi fram sem horfir, eða Árelíus;; hvað réttlætir mang svonefndra Björgólfs feðga og annarra kaupahéðna viðlíkra, með eigur þjóðarinnar, þ.e. afrakstur íslenzks erfiðisvinnufólks, jafnt hérlendis sem ytra ?

Að minnsta kosti er það mat okkar þjóðernissinna, að ríkisbankana og ýmsar aðrar stofnanir skuli þjóðnýta, sem allra fyrst, svo lægja megi þær öldurnar í samfélaginu. Tími til kominn, að Skröggar þessa lands hverfi frá bónbjarga viðhorfum sínum, og landslýður geti gengið nokkurn veginn uppréttur, til daglegrar iðju. 

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum        

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Óskar Helgi heiðursmaður, ég get ekki sé að það sé neinn ágreiningur á milli okkar varðandi eflingu sjávarútvegar og landbúnaðar þetta eru þær greinar sem haldið hafa líf í þjóðinni ég veit líka að Árelíus og Tryggvi eru mér samstiga.

Ég er oft  afar ósáttur við þá neikvæðu umræðu sem oft hefur verið gagnvart landbúnaðinum og þá skil ég ekki þá fordóma gagnvart hinu Íslensku bændastétt og framlag þeirra til þjóðarbúsins.

 

Varðandi bændur á bökkum Þjórsá vill ég að hagsmunir þeirra verð best tryggðir í þessu máli og get vel skilið þá, en hin hliðin á teningnum er sú að verði ekki virkjað vegna stækkunar Alcans verður aftur farið af stað með og þá með Helguvík eða Þorlákshöfn.

 

Ég óttast líka þetta ,,Plasma sjónvarpa kynslóðarinnar er beinlínis stórháskaleg, jafnt andlega sem veraldlega.” Og að það styttist í kollsteypuna því vill ég að landið verði sem best undir búin þegar hún kemur.

Með vinsemd og kveðju að Gamla Hrauni og Hvítárvöllum og Árnesþingi

Sigurjón Vigfússon

 

Rauða Ljónið, 24.3.2007 kl. 16:21

3 identicon

Sæll, Sigurjón !

Þakka þér skýr svör, að venju. Hinn ágæti drengur, Árelíus Þórðarson talar um framfarasinna og afturhaldssinna. Verð að játa; Sigurjón, að stoltur fylli ég flokk afturhaldssinna. Get ekki að því gjört; mér finnst hraðinnn og djöfulgangurinn svo yfirgengilegur, að helzt af öllu, væri það mögulegt, vildi ég að þjóðlífið færi aftur í þann gír, hver var ríkjandi hér, á árunum 1960 - 1980. Verð að leggja til grundvallar þessum orðum, Sigurjón; að hraði minn, í hversdagslífinu er hægari en snigilsins. Mér er álasað fyrir að vera of hægfara, það verður bara að hafa það, skammast mín ekki fyrir meðfædda íhaldssemi.

Með beztu kveðjum, í Gullbringusýslu hina efri /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband