Ég þakka forsvarsmönnum Sólar í Straumi fyrir bæklinginn sem borinn var út í hús í Hafnarfirði í gær. Í bæklingnum kom fram myndarlegt fólk sem kenndi sig við ákveðna stjórnmálaflokka, Vg, Sf og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta fólk lýsti sig afdráttalaust á móti álversstækkuninni. Ég saknaði myndar af mínum kæra vini SPS sem kaus það sama og ég síðast en er örugglega orðinn stuðningsmaður Vg eins og málflutningur hans hefur hljómað á síðustu mánuðum.
En hvað um það? Nú er aðeins eftir 6 dagar til kosninga og barátta framfarasinna og afturhaldsinna harðnar. Allt sem Alcan kemur með fram í baráttuna er snúið á haus enda hafa samtökin Sól í Straumi fjórða valdið sér innan handar. Hvað allar þessar þversagnir varðar þá látum við framfarasinnar ekki þetta á okkur fá þótt óskaplega mikill tími fari í að leiðrétta allar þessar þversagnir og vitleysu.
Nú voru hagsmunasamtökin Hagur í Hafnarfirði að flagga fánum hér í bæ en voru síðan látnir taka þá niður, vona að ég fari með rétt mál. Fyrir síðustu alþingiskosningar leigðum við margar fánaborgir og flögguðum fánum ákveðins stjórnmálaflokks hvar sem við vildum án þess að nokkur setti eitthvað út á það.
En svona er Ísland í dag þegar hagsmunir taka í taumanna.? Samsæriskenning mín er sú að Alcan er lagt í einelti af einhverjum sterkum öflum sem styðja Sól í Straumi og sjá sinn hag í því að fyrirtækið stækki ekki. Þótt minn grunur byggist á ákveðnum grun þá mun ég láta það kjurt liggja að fjalla um það að sinni.
Þess vegna segi ég við allt verkafólk? Rísum upp, búum þannig í haginn að allt verkafólk hafi mannsæmandi laun. Það eru þannig laun í álverum. Látum ekki íslenska auðvaldið sem sér kost og hagsmuni í því að styrkja Sól í Straumi, hrekja okkur verkafólk út á gaddinn.
Hvar er þessi blessaða verkalíðshreyfing sem sér um að semja um lágmarkslaun upp á rúm 100.000 krónur. Hvar er Efling hvar er Hlíf?
Stækkum Alcan JÁ TAKK.
Kveðja Árelíus Þórðarson.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Kæri Árelíus.
Það er ekki verið að hrekja verkafólk eitt eða neitt. Sú lága prósenta verkafólks þessa lands sem vinnur í álverum mun koma til með að vinna þar áfram. Eins og þú eflaust veist er Alcan með raforkusamninga til 2024 og er því ekki að fara neitt. Líkt og önnur fyrirtæki getur Alcan endurbætt framleiðslukerfi sín án þess að þurfa að bæta við rými sitt og þannig aukið framleiðslugetu sína. Enda trúi ég því, að ef að stækkun verður, þá muni Alcan hvort sem er endurnýja núverandi búnað þegar hann í framtíðinni úreldist. Þess vegna getur þetta fyrirtæki blómstrað á þeim stað sem það er nú. Haldið því áfram að vinna ykkar góða starf án stækkunar, enda er skortur á verkafólki í landinu.
Sigríður L. (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 16:12
Kæra Sigríður
Ég myndi mæla með því að þú myndir bregða þér í kynnisferð til Straumsvíkur í vikunni og kynntir þér málin betur. Alcan er með raforkusamning til 2014 en þá þarf að semja uppá nýtt. Eitt af því sem þú myndir læra af því við að skella þér í Straumsvíkina væri að það er ekki einfalt mál að endurnýja núverandi kertækni. Fyrir það fyrsta þyrfti að byggja nýja Kersmiðju og Skautsmiðju. Í annan stað þyrfti að rífa hvern kerskála fyrir sig og byggja upp á nýjann hátt. Nú þekki ég ekki nógu vel kostnaðarliði á bak við slíkt en þú sérð það í hendi þér að slíkt er ekki ódýrt og þýðir skerta framleiðslugetu í fimm til sex ár. Alcan er við það að fara að byggja álver í S-Afríku sem er um 720.000 tonn. Held að þeir myndu frekar bara bæta 200.000 tonnum við það fremur en að fara í kostnaðarsamar endurbætur á framleiðslunni hér. Láttu annars sjá þig í Straumsvík og kynntu þér málið frá eigin hendi.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 25.3.2007 kl. 17:03
Sæll Guðmundur
Núverandi raforkusamningur er til 2014, það er rétt. En með mögulegri framlengingu til 2024 og eins og verðlagning raforku til stóriðju er eru yfirgnæfandi líkur á því að samningnum verði framlengt. Sjá nánar grein mína á heimasíðu Fjarðarpóstsins undir "greinar". http://fjardarposturinn.is/greinar.htm
Ég hef kynnt mér vel framleiðsluferil áls. Varðandi endurbyggingu á eldri kerskálum, þá þekki ég mæta vel að núverandi kertækni er takmarkandi þáttur í frekari aukningu á álframleiðslu, og að framleiðslan verður ekki aukin nema með tilkomu nýrra kerja og kertækni með hærri straum en nú er. Trúi ég því að endurbygging kerskála geti gerst í skrefum og byrjað verði á skála 1.
Með bestu kveðju
Sigríður Lárusdóttir
Sigríður Lárusdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 18:13
Sæl kæra Sigríður og takk fyrir þín sjónarmið
Kveðja Árelíus
Rauða Ljónið, 26.3.2007 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.