Leita í fréttum mbl.is

Áskorun til Hafnfirðinga!!!

Áskorun til Hafnfirðinga!!!

 

            Nú styttist í að við Hafnfirðingar göngum að kjörborði til þess að kjósa um deiliskipulag sem gefur Alcan kost á því að þróast og stækka, nú hafa bæjarbúar fengið mikið af upplýsingum til að taka upplýsta ákvörðun í atkvæðagreiðslunni, þær staðreyndir sem mér finnst skipt mestu máli eru:

  • Bæjaryfirvöld hafa selt Alcan lóð undir stækkun.
  • Stjórnvöld hafa gefið út starfsleyfi til stækkunar upp í 460 þús. tonna framleiðslu
  • Búið er að tryggja raforku fyrir stækkað álver.
  • Ljóst er að öll mæligildi vegna mengunar eru langt undir viðmiðunarmörkum opinberra krafna og notaður verði besti mengunarvarnarbúnaður.
  • Þynningarsvæði hefur verið minnkað samkvæmt tillögum í deiliskipulagi.
  • Það eru miklir hagsmunir í húfi:
    • Hagsmunir Hafnarfjarðarbæjar og allra íbúa.
  • Verkalýðsfélög starfsmann hafa ályktað með stækkun og nefni ég:
    • Vlf. Hlíf,  VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands  og  FIT – félag iðn- og tæknigreina.
  • Samstaða hefur náðst í bæjarstjórn um tillögu að deiluskipulagi sem allir flokkar í bæjarstjórn hafa samþykkt að fari í kosningu.
    • Og þar með hefur verið gengið að öllum kröfum okkar sveitarfélags.
  • Afgreiðsla bæjarstjórnar á spurningu sem leggja á fyrir bæjarbúa í kosningunni var samþykkt með 10 atkvæðum og 1 hjáseta, takið eftir enginn á móti.
  • Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þar sem kostnaður og ábati af hugsanlegri stækkun álversins í Straumsvík

Góðir Hafnfirðingar eins og sést á þessari upptalningu þá hafa náðst fram víðtæk sátt um alla meginþætti og valið ætti að vera auðvelt, en nú er verið að feta nýja slóð til aukins lýðræðis sem flokkast undir íbúalýðræði og þar með að gefa íbúum Hafnarfjarðar kost á að segja til um sitt umhverfi í kosningu, því hvet ég alla Hafnfirðinga til þess að nýta sér kosningarétt sinn og mæta á kjörstað og kjósa.

Við eigum samleið í álinu, “Græn orka fyrir grænan málm.”

Með hliðsjón af öllu ofantöldu og þeim miklu hagsmunum okkar Hafnfirðinga til framtíðar hvet ég alla til samstöðu og kjósa með framtíðinni og

segja  Já á kjördag 31. mars og þeir sem ekki verða heima á kjördag kjósið áður.

 

Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður og íbúi í Hafnarfirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband