Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerðist ef Alcan myndi auglýsa svona?

 Auglýsingaherferð, Grátt eða Grænt ósmekkleg. Þarna er verið að auglýsa gegn stóriðja  eins og Alcan og til þess eru nýttir krakkar. Börn eru látin fara með línur sem einhverjir aðilar hafa skrifað og síðan matreitt ofan í krakkana. Börnin eru notuð! Það þarf enginn að segja mér að 8-10 ára gamalt barn hafi fastmótaðar skoðanir um stóriðjustefnu eða stækkun Alcan. Ef einhver segir því að segja eitthvað eru allar líkur á því að barnið, í trausti fullorðins einstaklings, geri það. Þarna er verið að taka heitt deiluefni, blanda því saman við ómótaðan og saklausan hug barns og útkoman er hrein misnotkun.

Hvað hefði verið gert ef álfyrirtækin eins og Alcan á Íslandi hefðu gert svipað? Skellt í sjónvarpið auglýsingaherferð þar sem  börn sem myndu segja: " X-Við stækkun Alcan."  Ætli félagsfræðingarnir í sól  hefðu ekki vilja þá senda börnin þá  vestur í Breiðuvík ef það væri en hægt .

 

Kv, Sigurjón Vigfússon

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður púntur hjá þér börn gera mjög oft það sem fullornir segja þeim að gera og það er alveg út í hött að nota börn í svona lagað.

Hulda Símonardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband