29.3.2007 | 09:45
Flokkar hinna vinnandi stétta skammist sín!
Í gegnum tíðina hafa flokkar á vinstri væng stjórnmálanna státað sig af því, að hafa barist fyrir hagsmunum vinnandi fólks í landinu. Lengi vel var innistæða fyrir yfirlýsingum af þessu tagi en nú eru blikur á lofti.
Verkafólk og iðnaðarmenn sinna margvíslegum störfum og misvel er búið að starfsfólki sem hefur ekki valið sér að ganga menntaveginn til að fá fín störf í banka eða opinberri stofnun. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé, að verkalýðshreyfingin hafi á undanförnum áratugum hvergi náð betri árangri fyrir sitt fólk en í álverinu í Straumsvík. Kjarasamningar á þeim bænum hafa verið fyrirmynd annarra, réttindi þar eru meiri en annars staðar, launin eru góð og launamunur milli kynjanna er enginn. Um þetta efast í raun ekki nokkur maður og því mætti ætla að störfin í álverinu væru einmitt þau sem stjórnmálaflokkar hinna vinnandi stétta ættu að slá skjaldborg um og verja með ráðum og dáð.
En það er öðru nær! Sá flokkur sem skilgreinir sig lengst til vinstri og leggur ríkari áherslu en aðrir á félagshyggju, jafnrétti kynjanna og réttindi vinnandi fólks, leggur stóriðjuna nánast í einelti og vill helst hafa störfin af okkur sem vinnum í álverinu. Í staðinn er boðið upp á eitthvað annað sem að mínu viti eru slæm bítti. Hinn flokkurinn á vinstri vængnum er lítið skárri þótt andstaðan við okkar góðu störf sé ekki eins afdráttarlaus og hjá þeim sem fyrr voru nefndir. Flokkurinn virðist hafa gleymt uppruna sínum enda er svo komið að vinnandi fólk á varla samleið með honum líkt og endurteknar mælingar gefa ótvírætt til kynna.
Það eru mikil vonbrigði að vinstri flokkarnir skuli vinna gegn hagsmunum þeirra sem treyst hafa flokkunum til góðra verka. Ég vona þeirra vegna að þeir sjái að sér svo verkafólk og aðrir gamlir stuðningsmenn þurfi ekki að brjóta odd af oflæti sínu og leita yfir á hægri vænginn með atkvæði sitt í komandi alþingiskosningum.
Andrés Ingi Vigfússon, starfsmaður í álverinu í Straumsvík og trúnaðarmaður fyrir VR.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Sumt af þessu hljómar undarlega í mín eyru.
Seinast þegar ég talaði við fólk í Álverinu þá bölvuðu þar allir ASÍ fyrir að vera aumingjar þegar kæmi að kjarasamningagerð. Á reynslumestu starfsmönnum ISAL og síðar Alcan var að heyra að allt tal um mun betri launakjör miðað við aðrar verkamannastéttir í Hafnarfirði (og landinu öllu) væru orðnar í besta falli sagnfræðilegar því munurinn væri ekki lengur til staðar eftir að ASÍ tók við samningagerð fyrir starfstéttir þeirra.
Þannig að sú fullyrðing að kjarasamningar í álverinu væru fyrirmynd annara samninga stenst ekki að öðru leyti en "Sér er nú hver fyrirmyndin".
B Ewing, 29.3.2007 kl. 10:07
Sæll, B.Ewing Tek það skírt fram að ASI kemur ekki að samningsgerð í launamálum Starfsmanna það er trúnaðarráð starfsmanna stór gjá í launamálu er á milli ASI og trúnaðarráðs, þegar komið hefur að launaliðum samninga það sem trúnaðarráð hefur náð inn hærri hækkunum en ASI fyrir sínar umbjóðendur í samningum 2001 náði rúmi 14% umfram almenna samninga og aftur 2005 náði trúnaðarráð hærri prósentatölum en á almennum markaði, Samningar túnaðarráðs eru kenndir við t,d Háskólan við Bifröst félagsvísundadeild sem fyrirmynd annara samninga á Íslandi.
KV, Sigurjón Vigfússon trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna Alcans.
Rauða Ljónið, 29.3.2007 kl. 10:57
Þú ættir að þekkja þetta betur en ég. Ég stend leiðréttur, (líkt og Ameríkaninn segir).
B Ewing, 29.3.2007 kl. 14:31
Sælir
Hér eru örfáar upplýsingar um kjarasaming okkar.
Byrjunarlaun verkafólks eru ca. 230 - 240 þús.kr á fyrsta starfsári í dagvinnu og á þrískiptum vöktum um 300 þús.kr á mánuði á fyrsta starfsári, meðallaun á síðasta ári voru 355 þús. kr hjá verkafólki. Að auki er frír vinnufatnaður, matur, ferðir o.fl. o.fl.
Kjarasamningur okkar er uppá 108 bls. og í honum er að finna bestu ákvæði á íslenskum vinnumarkaði og er notaður sem viðmiðun í öðrum kjarasamningum.
Vanti ítarlegri upplýsingar, vinsamlega hafa samband,
Kær kveðja
Andrés Ingi trúnaðarmaður VR, Straumsvík
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.