2.4.2007 | 12:29
Frá Hag Hafnarfjarðar.
Nú liggur það fyrir að álverið í Straumsvík mun ekki stækka. Það eru mikil vonbrigði fyrir samtökin okkar og þá sem að þeim standa. Við óttumst um afkomu fyrirtækjanna okkar og lífsafkomu.
Við viljum hins vegar byrja á að þakka þeim fjölmörgu hafnfirðingum sem studdu okkar málstað fyrir öfluga og mjög heiðarlega kosningabaráttu, sem því miður er ekki hægt að segja um andstæðinga okkar eða fjölmiðla.
Sól í straumi beytti mjög hæpnum aðferðum og þeirra kosningabarátta sem grundvallaðist á ósanngirni og á tímum á ósannsögli bar sigurorð af sannleikanum.
Ógeðfelldar sjónvarpsauglýsingar þar sem barn kveinkaði sér undan mengun, hafnfirsk börn í mótmælagöngu, vanstilling og aðstöðumunur settu svip sinn á baráttu Sólar í straumi.
Lygar um lungnaskaða voru settar fram.
23 bændur rituðu bréf til allra hafnfirðinga, frá Þjórsá. Aðeins tveir þeirra eiga land sem virkjanir í neðri Þjórsá hafa áhrif á. Þetta vissu allar fréttastofur að morgni föstudags. Engin lét þess getið.
Fjölmiðlar klifuðu á því að Alcan væri að reka dýrustu kosningabaráttu sem sést hefði fyrr og síðar og kvörtuðu sáran undan aðstöðumun. Hið rétta er að barátta Framtíðarlandsins kostaði einnig gríðarlega fjármuni og enginn fjölmiðill birti fréttatilkynningu sem Hagur Hafnarfjarðar sendi frá sér þar sem bent var á þetta. Því miður er það svo að lykilmenn á íslenskum fjölmiðlum hafa undirritað sáttmála Framtíðarlandins og virðast ekki hika við að hygla sínum félögum, eða í það minnsta að veita andstæðingunum aðra meðferð.
Um leið og þetta er nefnt við fjölmiðla verða þeir brúnaþungir og heimta rökstuðning. Enginn þeirra tekur upp hjá sér að skoða þetta með þeim gleraugum sem þeim ber að beita almennt á íslenskt samfélag.
Fjölmörg fyrirtæki hafa beðið með ákvarðanir í tengslum við stækkun álversins. Lóðakaup í næsta nágrenni, stækkunaráform og margt fleira. Nú geta þessi fyrirtæki tekið sínar ákvarðanir. Treysta sólarmenn sér til að segja fyrir um á hvaða veg þær verða?
Það kann einhver að segja að þessi skrif beri vott um að við séum tapsár. Það er ekki þannig. Við óttumst um afkomu okkar og aleigu. Það er búið að setja framtíð okkar í fullkomið uppnám og óvissu. Við erum ekki að tala um eitt og eitt fyrirtæki við erum að tala um fimmta hvert fyrirtæki í sveitarfélaginu. Þetta hafa margir kosið að kalla sigur lýðræðisins. Við erum orðlaus og horfum óttaslegin til framtíðarinnar. Eitthvað annað hentar ekki okkar sérhæfðu fyrirtækjum.
Fyrir hönd Hags Hafnarfjarðar
Ingi B. Rútsson formaður
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Vá hvað þetta er ömurlegur pistill frá tapsárum Inga Rúts. "...beri vott um..." er samt best. Kveðjur,
Hlynur Hallsson, 2.4.2007 kl. 22:14
Skrítð hvað kommarnir í Vg eru mikið á móti vinnandi fólki þessa lands. Hlynur sýnir greinilega enga samúð og er greinilega skítsama þó að mörg hundruð manns tapi vinnunni og fyrirtækjunum sem það hefur lagt allt í til að byggja upp.
Ég held að verkafólk þessa lands ætti að láta þetta lið fá ærlega ráðningu í kjörklefunum 12. maí n.k.
Bjarni M. (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.