2.4.2007 | 18:21
Leikreglur verða að vera skýrar
Leikreglur verða að vera skýrar
Það er atvinnulífinu afar mikilvægt að leikreglur allar sem um það gilda séu einfaldar, skýrar og gegnsæjar. Forsenda uppbyggingar og framþróunar er stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnarfari þannig að ekki sé breytt um leikreglur á miðri leið. Á undanförnum árum hefur mikið áunnist í því að gera umhverfi atvinnulífsins hér á landi sambærilegt við það sem best gerist í nálægum löndum, m.a. í þeim tilgangi að erlendir aðilar sem hér vilja festa fé sitt og ráðast í atvinnuuppbyggingu viti að hverju þeir gangi. Beinar erlendar fjárfestingar á Íslandi hafa þó verið hverfandi undanfarin ár, að undanskildum fjárfestingum á áliðnaði.
Reglum breytt á lokasprettinum
Undanfarin ár hefur undirbúningur stækkunar álversins í Straumsvík farið fram í trausti þess að gildandi reglur héldu og yrði ekki breytt. Áformuð stækkun fór lögum samkvæmt í gegnum mat á umhverfisáhrifum og stóðst það próf. Sótt var um leyfi hjá umhverfisyfirvöldum sem auglýstu tillögu að starfsleyfi og veittu síðan. Almenningi, sveitarfélaginu og öðrum gafst færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri við mat á umhverfisáhrifum og tillögu að starfsleyfi. Þá var óskað eftir kaupum á lóð á svæði sem skipulagt var undir atvinnustarfsemi og seldi bæjarfélagið Alcan lóð. Eftir margra ára undirbúnings- og hönnunarvinnu var öllu þessu kippt til baka með ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að ekki yrði veitt leyfi fyrir stækkun nema að fengnu samþykki í almennri atkvæðagreiðslu bæjarbúa sem eins og kunnugt er fékkst ekki.
Umhugsunarefni fyrir atvinnulífið
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hlýtur að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafa í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri. Það verður að tryggja áður en haldið er af stað og tugir eða jafnvel hundruðir milljóna króna eru lagðir í undirbúning einstakra verkefna að ljóst sé hvernig viðkomandi sveitarfélag muni fjalla um málið og hvernig afgreiðslu þess verður háttað. Það gildir einu hvort um er að ræða nýtt svínabú, vefþjónasetur, orkuvinnslu eða iðnaðarstarfsemi. Eins hljóta fjárfestar að íhuga hvaða breytingar sveitarstjórnarkosningar geta haft á afstöðu sveitarfélaga til atvinnuuppbyggingar. Eins og málum er nú háttað eru það sveitarstjórnir sem gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum um umhverfismat og ef það á að verða viðtekin venja að afstaða þeirra breytist að loknum kosningum getur það haft áhrif á undirbúning einstakra verkefna.
Trúverðugleiki í hættu
Eitt af því sem Íslendingar hafa talið mikilvægt við fjárfestingarumhverfi hér á landi er að lagaumhverfið er stöðugt. Trúverðugleiki og traust eru lykilþættir í samskiptum við fjárfesta. Bregðist það verður erfitt að sækja fram að nýju og er hætt við því að eftir þessa niðurstöðu úr stækkunarferli álversins í Straumsvík teljist Ísland ekki jafn áhugaverður kostur fyrir erlendar fjárfestingar og áður.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Athugasemdir
Færa má rök fyrir því að Hafnarfjarðarbær hafi brotið stjórnsýslulög með því að breyta leikreglum á miðri leið. Fyrirtækið er í góðri trú eftir 8 ára undirbúningsferli og m.a. keypt lóð af bæjarfélaginu fyrir stækkunina, þegar pólitíkusunum brestur kjarkur um leið og öfga umhverfissinnar fara að hafa hátt og kjósa þá að breyta öllu til að firra sjálfa sig af ábyrgð. Skaðabótakrafa Rannveigar og hennar fólks gæti hæglega hljóðað upp á mörg hundruð milljónir króna, auk þess að bærinn yrði að greiða lóðina til baka aftur, ca. 500 milljónir þar.
Sandy (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:38
Sæl, Sandy sú staða gæti hæglega gerst að starfsmenn höfði mál á hendur Hafnarfjarðarbæ verði Alcan lokað, þar sem bærinn er sá aðilji sem er gerandi í málinu, starfsmenn eru um 450 meðallaun eru 520 þús á mánuði sem gerir 234. milljónir á mánuði í þá einhverja X mánuði sem væri þá biðlaun, þetta atriði verður skoðað,
Skaðabótakrafa Alcan ef af yrði gæti orðið nokkrir milljarðar með öllu sem þeir telja sig eiga rétt á.
Um þessi atriði vissu andstæðingar stækkunar að gæti komið upp að leiks lokum.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 2.4.2007 kl. 20:55
Ákvörðun um að kjósa um deiluskipulagið varð ekki að hugmynd fyrr en fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í fyrra en þá var Alcan búið að kaupa lóðina.
Jón Gestur Guðmundsson, 3.4.2007 kl. 13:01
Hey Rauðljón og Sandy, Þessir 700 andstæðingar stækkunar sem við hjá Sólinni fluttum víst inni í Hafnarfjörð ættu nú að bæta þetta upp. Meðallaun 550 þúsund á mánuði X 700 gera 385 milljónir á mánuði og útsvarið um hálfur milljarður á ari. Og svo má ekki gleyma öllum afleiddu störfunum sem þurfa að þjóna þessum 700. Það gerir cirka milljarð í viðbót. Þannig að bærinn kemur bara vel út úr þessu.
Lárus Vilhjálmsson, 3.4.2007 kl. 17:29
Það er gott að sjá að Sólar menn halda áfram að vera jafn málefnalegir. Leitt að Hafnfirðingar skuli hafa fallið fyrir svona vitleysingum!
Bakvörðurinn (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 00:49
Já dýrasti Hafnarfjarðar rættist því miður.
Rauða Ljónið, 4.4.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.