Leita í fréttum mbl.is

Hafnfirðingar láta ,,misnota´´ sig.

Hafnfirðingar láta ,,misnota´´ sig.

 

Þrátt fyrir að nú sé gott atvinnuástand, er það ekkert sem er sjálfgefið og aðstæður geta verið fljótar að breytast.  Það  þarf því að tryggja, að traust fyritæki sjái sér hag í að starfa hérlendis og þau hafi styrk og getu til að takast á við þær kröfur sem við gerum, svo sem í náttúruvernd og fleiru.  Umhyggja fyrir náttúrunni er ekki eitthvað sem á að vera á dagskrá eingöngu fyrir kosningar, heldur á hún að vera stöðugt í huga okkar og virðing fyrir náttúrunni í allri sinni mynd á að hafa áhrif á allar okkar gjörðir. Virðing þessi má þó ekki rugla allri dómgreind okkar og stjórnast af öfgum og ofstæki.

  Við Hafnfirðinga stöndum nú frami fyrir þeirri sorglegu staðreynd að uppbygging álversins var felld og mun þessi ákvörðun hafa veruleg áhrif á tekjur Hafnarfjarðar og atvinnumöguleika fjölda fólks. Sú mikla tekjuaukning sem hefði skapast við stækkun, hefði auðveldað stjórnendum bæjarins að bæta hlutina á ýmsum sviðum svo sem varðandi skóla, íþróttir, félagsþjónustu við aldraða og margt fleira. Skynsemi við ákvörðun, réði ekki þessari niðurstöðu, heldur var það taugveiklun vegna komandi þingkosninga, eða tímabundnir eiginhagsmunir og gengdarlaus áróður úrtölufólks sem réði. Fremstir þar í hópi fóru stjórnmálamenn, en þeir yfirbjóða hvern annan í umræðu um umhverfismál og keppninni um staðsetningu álvera. Einnig er mjög áberandi hvað fjölmiðlafólk misnotar aðstöðu sína og segja ekki fréttir, heldur treður skoðunum sínum að fólki. Hafnfirðingar létu þessa aðila nánast ,,nauðga´´ sér og kusu á móti hagsbótum fyrir fjöldann til framtíðar.

  Til stóð að öllum kröfum bæjarins um mengunarvarnir, breytingar línumannvirkja og margt fleira yrði fullnægt. Það er mér því gjörsamlega um megn að skilja hvernig bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa klúðrað þessu mesta hagsmunar máli Hafnfirðinga. Þeir hafa valið sér það að vera skoðanalausir og borið því við að þeir vildu ekki hafa áhrif á kosninguna. Ég hélt að þeir hefðu verið kosnir til að stjórna bænum. Það hefur lengst af verið megin markmið stjórnmálamanna að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri. Hvað ætla þessir aðilar að segja fyrir næstu kosningar, ef þeir hafa engar skoðanir og fela sig á bak við eitthvað sem þeir kalla íbúalýðræði. Þeir geta þá bara stillt upp símastaurum í næstu kosningum, víst þeir hafa ekki meiri skoðanir en þeir.

  Ég dreg í efa það lýðræði, sem íbúakosningar um einstök málefni muni skapa og tel það frekar hamla framförum. Til að mynda hefur þetta svokallaða íbúalýðræði verið notað í Sviss, en þar hefur afturhald og þröngsýni ríkt á ýmsum sviðum og staðið í vegi fyrir framförum. Í Sviss fengu konur til að mynda ekki kosningarétt fyrr en árið 1971 og þeir samþykktu loks aðild að Sameinuðu þjóðunum árið 2002. Nú er svo komið að ýmsir efnahagssérfræðingar þeirra spá því að Sviss verði í hópi fátækustu þjóða Evrópu innan tuttugu ára, ef þeir breyti ekki frá þessari afturhaldsömu stefnu sinni sem stendur í vegi fyrir framförum.

  Ég var félagi í Alþýðuflokknum og var fluttur með félagaskrá hans inn í Samfylkinguna, þegar hún var stofnuð. Alþýðuflokksmenn voru ætíð náttúruverndarsinnar og talsmenn þess að byggja upp blandað hagkerfi sem stuðlar að öflugu atvinnulífi, því þeir vissu að atvinnuleysi og samdráttur var það sem bitnaði verst á venjulegu launafólki. Þar sem Samfylkingin vill fara þá braut að hafa ekki skoðanir og bera við einhverju lýðræðis hjali og hrekja þannig eitt af bestu og öflugustu fyritækjum bæjarins burtu, sé ég ekki að við eigum samleið. Mun ég því segja mig úr Samfylkingunni og halda áfram að vera Alþýðuflokksmaður (Krati). 

 

Höfundur er rafvirki og var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins,

form. skipulagsnefndar, skólanefndar Hafnarfjarðar og

form. sambands sveitafélaga á höfuðborgsvæðinu.      

 

Árni Hjörleifsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rauða Ljónið
Rauða Ljónið

Rautt ljónið er göfugt . Red Lion is noble.

Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað.

Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.

 Lyginn getur ferðast um allan heiminn, á meðan sannleikurinn er að fara í skóna.

Sigurjón Vigfússon

Nýjustu myndir

  • ...au_anesvita
  • ...aaa
  • ...6239_n_1_jl

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband