1.3.2018 | 17:16
Svæsnustu spillingarbælin.
Til þess að varpa ljósi á máttleysisleg vinnubrögð skattyfirvalda við að sinna sínu lögbundna hlutverki þá vil ég deila atburðarás úr raunveruleikanum hvernig þessi spillingarbæli starfa. Sonur minn réði sig til starfa í fyrra hjá litlu fyrirtæki í svokölluðum nýsköpunargeira. Þeir sem stóðu að rekstrinum sönnuðu sig rækilega sem skúrkar í hástert og komust upp með að starfa sem slíkir þrátt fyrir að fá styrk út úr Start-up Reykjavík og meðal hluthafa væru aðilar á borð við Arion banka. Þrátt fyrir að illa hafi gengið að fá greidd umsamin laun og fá afhenta launaseðla þar sem sýnt var fram á að dregin hafi verið af lögbundin gjöld og staðgreiðsla hafðist það að lokum. Störfum fyrir umrædda skúrka lauk fyrir árslok þar sem áframhaldandi ráðning var ekki í boði nema í formi gerviverktöku.
Þegar sonur minn opnaði netframtal í byrjun þessa árs kom hins vegar í ljós að ekkert hafði verið forskráð á það varðandi laun eða afdregin gjöld frá umræddum skúrkum enda hafði sonur minn ekki fengið launamiða frá þeim þrátt fyrir að ítrekað hefði verið gengið eftir að launaframtali hefði verið skilað. Með launaseðlana að vopni var farið til RSK og gert viðvart í þeim tilgangi að embættið beitti sér gagnvart skúrkunum en viðmótið þar var heldur dapurt. Eftir talsvert þref var hægt að fá starfsmann embættisins, sem greinilega nennti tæplega að draga andann til að fletta skúrkafyrirtækinu upp og kom þá í ljós að engum gögnum eða greiðslum hafði verið skilað. Þrátt fyrir að leggja fram sönnunargögnin var enginn áhugi hjá embættinu til að gangast í málið, sonur minn skyldi sjá um að skikka umrædda skúrka til að uppfylla lagalegar skyldur varðandi skil á umræddum gögnum. Þrátt fyrir að ekkert hafi verið forskráð á framtalið ákvað sonur minn að telja heiðarlega fram þau laun sem hann hafði fengið og afdregna staðgreiðslu samkvæmt launaseðlum sem hann sendi með framtali til RSK.
Þarna kom vel í ljós að heiðarleiki gagnvart hinu gjörspillta RSK borgar sig engan veginn. Þegar kom að álagningu var sonur minn krafinn um að skila til ríkissjóðs því sem skúrkarnir höfðu þá þegar dregið af honum en haldið eftir í sinni vörslu. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að fá RSK til að leiðrétta þetta og beita sér gegn hinum brotlegu í þessu með öll sönnunargögn að vopni en án árangurs þar sem vísað var í að án launaframtals frá skúrkunum bæri sonur minn ábyrgð á þeim gjöldum sem dregin höfðu verið af honum.
Skilaboðin voru á sama veg og áður, sonur minn skyldi sjá til þess að skúrkarnir færu að lögum. Það kostaði mikla fyrirhöfn og kostnað að fá skúrkana til að skila inn launaframtali og þurfti beinlínis að beita hótunum um málsókn. Rassálfarnir hjá RSK með bólstruðu bossana sína sáu ekki ástæðu til að beita sér gegn hinum raunverulegu skattsvikurum í þessu máli. Sjálfsagt hafa þeir verið uppteknir við að gæta þess að halda huldum gögnum um skattsvik opinberra starfsmanna og embættismanna sem stunduð eru af miklum móð með fyrirskrifuðu tómlæti æðstu embættismanna skattyfirvalda og þar er fjármálaráðherrann sjálfur ekki frátalinn. Áður hef ég fært RSK sönnunargögn um skjalafals aðila í rekstri sem hefur staðið bak við ófærri gjaldþrota kennitölur en sem nemur afmælisdögum hans en án árangurs. Sá aðili er enn að án þess að skila nokkru til samfélagsins.
Í ljósi viðureignar sonar míns við skattyfirvöld er ljóst að það er hrein og klár heimska að leiðrétta forskráð framtal þar sem vantar gögn frá launagreiðanda þar sem slíkt getur valdið þeim einstaklingi ómældri fyrirhöfn og útlögðum kostnaði. Ráðlegast er að samþykkja framtalið þó að rangt sé því ljóst er að skili launagreiðandi engu þá kemst glæpurinn ekki upp þökk sé hinum rúmlega 300 Þyrnirósum sem verma stóla fyrrnefndra tveggja embætta með bólstruðum bossum sínum.
Ég hef áður beint erindum mínum að skattrannsóknarstjóra sjálfum þar sem ég hef bent á að hjá kollega hennar RSK liggi gögn um gríðarleg skattsvik opinberra starfsmanna vegna oftalins frádráttar á móti fengnum dagpeningum. Hún hefur hins vegar kosið að láta þessi skattsvik afskiptalaus en beita sér þess í stað gegn vofum erlendis þó að slíkt dúllerí skili ekki einu sinn nægilegu til að bera þann kostnað sem sá eltingaleikur kostar. Svo ber þetta fólk sér á brjóst í fjölmiðlum grobbandi sig af árangri sem í raun er verri en enginn.
Eftir Örn Gunnlaugsson
Höfundur er atvinnurekandi. orng05@simnet.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.