30.5.2007 | 22:17
Hafnfirðingar flytja atvinnuna til Þorlákshafnar
Álversáhugi í Ölfusi
Bæjaryfirvöld Þorlákshafnar eru mjög jákvæð gagnvart því að fá til sín nýtt álver Alcan. Fulltrúar Alcan voru í Þorlákshöfn í gær og ræddu möguleika þess að reisa 280 þúsund tonna álver á staðnum. Forgangur Alcan að orku hjá Landsvirkjun, sem tryggð var vegna stækkunarhugmynda í Straumsvík, rennur úr gildi eftir mánuð.Eftir að íbúar í Hafnarfirði höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík hefur eigandinn, Alcan, skoðað nýjar leiðir til að auka umsvif sín hér á landi. Í gær var fundað með sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu Ölfusi og skoðuð möguleg lóð undir nýtt álver steinsnar frá Þorlákshöfn. Þar eru menn afar áhugasamir um þessa framkvæmd. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri í Ölfusi segir að menn séu jákvæðir gagnvart þessari framkvæmd. Hann bendir á að Ölfus sé stórt sveitarfélag og gott rými til að setja niður álver. Sveitarfélagið hefur þegar bent á lóð sem er um tvo kílómetra frá höfninni. Þarf nú að kanna hvort heppilegt er að flytja súrál þessa leið.
Alcan var búið að tryggja sér orku frá Landsvirkjun til stækkunar í Straumsvík og lágu samningar fyrir óundirritaðir, á gundvelli viljayfirlýsingar. Sú viljayfirlýsing rennur úr gildi, að óbreyttu, eftir mánuð. Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan sagði við Stöð 2 í dag að til greina kæmi að fá forganginn framlengdan í samningum við Landsvirkjun ef viðræður við Ölfus væru komnar á góðan rekspöl. Ólafur Áki benti á að frumviðræður þyrftu ekki að taka nema fáar vikur.
Forsenda þess að álver rísi við Þorlákshöfn er að hafnaraðstaðan þar verði stórbætt. Þetta kallar á talsverðar framkvæmdir sem kosta 5 til 6 milljarða. En Ólafur Áki bendir á að slík stórskipahöfn myndi fela í sér mikla möguleika gagnavrt skipaflutningum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- 21.10.2020 HEIMILDIR UM ELDGOS Á REYKJANESSKAGA
- 12.9.2019 Ugglaust koma fleiri þættir til sem valda þessum erfiðleikum ...
- 1.3.2018 Svæsnustu spillingarbælin.
- 19.8.2016 Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
- 4.3.2014 Menntakerfið okkar er úrelt og hentar alls ekki öllum.
- 21.2.2014 Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumál...
Eldri færslur
2020
2019
2018
2016
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Vinir og vandamenn
Tenglar á síður vina og vandamanna
-
Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Gamla. -
Við erum Ljónabræður, afabörnin
Bjarki Leó -
Við erum Ljónabræður,afabörnin
Benjamín Leó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.